Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 9
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 13. mars 1986 9
Bæjarstjórn Njarðvíkur:
Hver eru laun nefndarmanna í
sameiginlegum nefndum?
Fyrirspurn frá Ragnari Halldórssyni bæjarfulltrúa,
og svar bæjarstjóra
Ragnar Halldórsson,
bæjarfulltrúi Alþýðuflokks
í bæjarstjóm Njarðvíkur,
lagði - fram eftirfarandi
fyrirspurn:
„Hver ákvarðar og hver
em:
1. Laun fulltrúa í stjórn
Hitaveitu Suðurnesja og
formanns?
2. Laun fulltrúa í stjórn
Sjúkrahúss og Heilsugæslu
Suðurnesja og formanns?
3. Laun fulltrúa í stjórn
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og formanns?
4. Laun fulltrúa í stjórn
5.5.5. og formanns?
5. Laun fulltrúa í stjórn
5.5. og formanns?
6. Laun fulltrúa í stjórn
Garðvangs og Hlévangs og
formanns?
Skriflegt svar óskast."
Á fundi bæjarstjórnar 4.
feb. s.l. kom eftirfarandi
svar frá Albert K. Sanders
bæjarstjóra:
Stjórnir viðkomandi
Þrjú slys í síðustu viku
í síðustu viku var Lög-
reglunni í Keflavík tilkynnt
um þrjú slys. Varð eitt
þeirra úti í Garði, annað í
Keflavík og smávægilegt
slys um borð í báti frá
Keflavík.
Slysið úti í Garði varð
með þeim hætti að kona,
sem ók bíl sínum eftir
Garðbrautinni, fékk að því
er talið er aðsvif með þeim
afleiðingum að bíllinn fór
þó nokkra vegalengd út
fyrir götuna og hafnaði
loks á steinvegg hússins nr.
86 við götuna. Var konan
flutt á Sjúkrahúsið í Kefla-
vík.
Þá varð slys í nýju fisk-
verkunarfyrirtæki, Arnar-
nesi h.f., að Básvegi 1 i
Keflavík, er annar eigend-
anna fór með þumalfingur í
Kinnavél og missti hann.
Var maðurinn fluttur á
sjúkrahús í Reykjavík.
Þá tognaði á fæti skip-
Félag slökkviliðs-
manna í Keflavík:
Ný stjórn
Á mánudag í síðustu
viku var haldinn aðalfund-
ur hjá Félagi Slökkviliðs-
manna í Keflavík, en
þeir eru starfandi hjá
Brunavörnum Suðurnesja.
Ný stjórn var kjörin á fund-
inum og er hún skipuð
tveimur Njarðvíkingum og
einum Keflvíkingi.
Þeir eru Kristberg Krist-
bergsson formaður, Gunn-
ar Öm Guðmundsson
gjaldkeri og Sigurbjörn
Sigurðsson ritari.
epj.
verji á m.b. Árna Geir KE,
er báturinn fékk á sig sjó.
epj.
stofnana ákvarða almennt
laun stjómarmanna.
1. Hitaveita Suðurnesja.
Laun stjórnarmanna voru i
janúar s.l. kr. 6.712 pr.
mánuð, form. 50% hærra.
Auk þess er greitt kr. 2.550
pr. mánuð vegna aksturs-
kostnaðar.
Skýring: Stjórnarlaun
H.S. er hlutfall af ákveðn-
um launaflokki. Bílakostn-
aður byggist á því að á upp-
byggingarárum H.S. var
annar hver fundur haldinn í
Reykjavík með tækni-
mönnum og hönnuðum.
Síðastliðin tvö ár háfa flest-
ir stjórnarfundir verið
haldnir á Suðurnesjum en
aukafundir v/ samninga
við ýmsa aðila eru haldnir í
Reykjavík. Bílastyrkur
miðast við 200 km. á mán-
uði: 2 ferðir í Reykjavík.
2. Sjúkrahús - Heilsu-
gxsla. Formaður kr. 6.000
pr. mán., aðrir stjórnar-
menn kr. 1.000 pr. fund.
Skýring: Greiðsla fyrir
stjórnarstörf var tekin upp
eftir að bæjarstjórar Kefla-
víkur og Njarðvíkur fóru úr
stjórn. Bæjarstjóri Njarð-
víkur var í 10 ár í stjórn
þessara stofnana þ.á.m.
formaður stjómar og for-
maður byggingarnefndar.
Á þessu tímabili þá hann
engar greiðslur fyrir störf
sín.
3. Fjölbrautaskóli. Ekki
tókst að ná í forráðamenn
skólans og skrifstofunni
var ekki kunnugt um
greiðslur til stjórnar. Skv.
upplýsingum fulltrúa
Njarðvíkur i skólanefnd
var greiðsla fyrir árið 1984
kr. 1.007, engin greiðsla
hefur verið greidd vegna
1985.
4. S.S.S. Engin stjórnar-
laun greidd.
Skýring: Aldrei hafa
verið greidd laun til stjórn-
armanna af S.S.S. Svo ráð
fyrir gert að hvert sveitar-
félag fyrir sig greiði sínum
fulltrúa. I Njarðvík er gert
ráð fyrir framvísun reikn-
ings vegna funda og ferða.
Reikningi hefur aldrei verið
framvísað og því hefur eng-
in greiðsla verið innt af
hendi.
5. S.S. Engin stjórnar-
laun greidd.
Skýring: Sama og S.S.S.
6. Garðvangur - Hlévang-
ur. Árið 1985, stjórnar-
menn kr. 900 pr. fund, for-
maður 50% hærra.
Til frekari upplýsinga
skal þess getið að Njarðvík-
urbær hefur greitt fulltrú-
um sínum í stjórn Bruna-
varna Suðurnesja og Heil-
brigðisnefnd Suðurnesja
nefndarlaun skv. reglum
bæjarins um greiðslur fyrir
nefndarstörP*. - epj.
N & B VÖRUR ÁTILBOÐI
mun
flUttfo
STERKUR
AUGLÝSINGA-
MIÐILL
3Z,ik.T-|0kB
BABYKINI®
BABYKINI-bleyjur seldar á heild-
söluverði á meðan birgðir endast.
Reynið þessa sænsku hágæða-
vöru. Til í bæði dýrari og ódýrari
gerðum.
?£RTUJ»<^^
SALTKEX
150 gr. á 32 kr.
Þýsk gæðavara.
Tryggið ykkur
birgðir fyrir
páska.
MÓNU-
PÁSKAEGG
105 gr. 2@5" 166
210 gr. 328
270 gr. @20- 417
350 gr. @70- 539
615 gr. 885
Mr. Sheen
húsgagnabónúði
Áður =mr-
Nú 104.10
VR. - 89,90
glerúði
«700' 61,45
NONNI & BUBBI
HRINGBRAUT — HÓLMGARÐI
Verslun í stöðugri sókn í 44 ár. - Hvergi meira úrval. - Opið alla daga frá kl. 9-22.