Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Side 12

Víkurfréttir - 13.03.1986, Side 12
12 Fimmtudagur 13. mars 1986 Keflavíkurflugvöllur:; ----- -----------~~ Ein minnsta slysatíðni allra herstöðva Tæplega eitthundrað viðurkenningar veittar Á föstudag í síðustu viku fór fram afhending viður- kenninga fyrir að hafa komist hjá slysum hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Alls unnu tæplega eitt hundrað manns til slíkra verðlauna og ef allir starfshópar væru taldir með væri hópurinn á þriðja hundrað manns. Af þessu tilefni tóku Víkur-fréttir Magnús Guð- mundsson öryggismála- stjóra tali, en hann veitir Þeir aðilar sem tóku við verðlaunum að þessu sinni. FERMINGAR- GJAFIR TJÖLD kr. 5.500. Svefnpokar kr. 1.759.- PENNASETT kr. 620.- RAKVÉLAR kr. 1900.- Vekjara- klukkur kr. 1.280.- LORUZ-úr kr. 1.285.- KRUPS blásarar kr. 1.430.- BRAUN krullujárn kr.1.240.og 797 LAMPAR kr. 970.- Myndavélar kr. 2.995.- Fermingar lampar - Glit kr. 1635.- FERMINGAR bækur kr. 778.- ÚTVARPSVEKJARI kr. 1.900.- Allt þetta og miklu meira í.... mmmu u> hliðstæðri stofnun forstöðu og Vinnueftirlitinu íslenska Með honum starfa þeir Þorgrímur St. Árnason, Þórður Karlsson og Hauk- ur Jóhannesson. Um þessa úthlutun hafði Magnús þetta að segja: „í samræmi við kröfur Banda- ríkjaforseta á að verðlauna þá sem sýna framúrskar- andi árangur í öryggismál- um, með því að verða ekki fyrir slysi eða valda slysi. Verðlaunum við því verk- stjóra með lengri starfsald- ur en eitt ár hjá Varnarlið- inu, ef undirmenn hans komast hjá óhappi og sömuleiðis fá þeir sjálfir viðurkenningu fyrir það sama, þ.e. að hafa unnið á öruggan máta og hafa ekki orðið fyrir slysi. Nú, í þriðja lagi, þá verð- launum við bílstjóra fyrir að hafa komist hjá óhöpp- um á bifreiðum bandaríska ríkisins frá einu ári upp í 20 ár. Eru það yfirleitt her- menn sem stoppa stutt hér sem eru í eins árs flokkn- um. Við tökum einnig þá sem vinna við eða stjórna krönum eða vöruhöndlun á þungavinnutæki. En þessi störf eru álitin áhættumeiri heldur en t.d. störf bílstjóra en samt verðlaunum við þá á sama máta. Reynum við að fara yfir allar starfsstéttir er ekki hafa orðið fyrir óhappi, ef slíkt endurtekur sig, reyn- um við að gefa meiri og veg- legri verðlaun11 sagði Magnús. Fram kom við þetta til- efni að á Keflavíkurflug- velli er slysatíðnin í algjöru lágmarki og á s.l. ári hafi aðeins orðið þar lágmarks óhöpp. Miðað við aðrar herstöðvar er herstöðin hér með betri stöðum að þessu leyti. Eins og fyrr segir voru tæplega eitt hundrað ein- staklingar sem tóku við verðlaunum af þessu tagi, en þá eru aðeins taldir full- trúar þeirra starfshópa sem til verðlauna unnu. En ef hóparnir væru taldir með væri talan á þriðja hundrað manns. Af þessum fjölda eru íslenskir starfsmenn Varnarliðsins um 70%. Mættu meirihluti þessa hóps, en þó vantaði fólk sem var á neyðarvakt eða komst ekki af ýmsum sökum. epj. Sælgætissala Skyggnis Nú um helgina og næstu helgi munu félagar í Björg- unarsveitinni Skyggni í Vogum ganga í öll hús á Suðurnesjum og bjóða til sölu sælgæti. Er þetta þriðja árið í röð sem þeir eru með þessa fjáröflun. -epj. VÍKUR-fréttir Þessa dagana eru stjórn- málaflokkarnir í óða önn að setja saman framboðslistum vegna væntanlegra sveitar- stjórnarkosninga. I þeim efnum þar að huga að ýmsu svo sem að gæta þess að fylla kvennakvótann sem kyrfilegast til að sneiða hjá ásökunum um kvenfyrir- litningu. Og nú má ekki gleyma blessuðum ungling- unum sem troða upp á öllum listum vegna lækkunar kosningaaldurs niður í 18 ár. Það er því hyggilegast að fara varlega í sakirnar við uppstillinguna að þessu sinni, það er aldrei að vita nema einhver kvótinn gleymist. Ég fæ t.a.m. ekki séð að Alþýðubandalagið í Keflavík hafi gætt þess að fylla verkamannakvótann sinn tilhýðilega við niður- röðunina í framboðssætin. Þarf minna til að mönnum bregði i brún. En ekki þurfa opinberir starfsmenn að kvarta yfir sínum hlut á þeim lista. Alþýðuflokksmenn eru að vonum kampakátir eftir prófkjörið á dögunum. Þó að þeir vissulega viti sem er að hundruðir stuðnings- manna annarra flokka hafi tekið þátt í prófkjörinu, þá lítur fjöldi kjósenda sem kusu mjög vel út í augum hinna óákveðnu, sem gjarn- an hafa sálræna tilhneigingu til að fyigja þeim, sem eiga velgengni að fagna. En svo er það spurningin um siðferðið, sem fyrir nokkrum árum var mjög vinsælt hjá Alþýðuflokks- mönnum, þegar þeir mönnum, þegar þeir gagn- rýndu aðra flokka. Henni verður ekki eingöngu beint til þeirra þátttakenda í próf- kjörinu sem hafa aldrei haft það í huga að kjósa Alþýðu- flokkinn í sjálfunt kosning- unum. Spurningin um sið- ferðið í þessu sambandi hlýtur að svífa yfir vötnum í herbúðunt Alþýðuflokksins sjálfs og henni er óþægilegt að svara. Ég leyfi mér að bera hana upp við t.d. for- mann Alþýðuflokksfélags Kefiavíkur. Það veit ég með vissu um hann og flesta aðra frantbjóðendur í prófkjörinu að þeir leituðu eftir stuðn- ingi inn í raðir annara flokka. Ef menn sögðustu því miður flokksbundnir á öðrum bæ, þá var slíkum andmælum svarað með „það skiptir engu máli hvar þú ert í pólitik, það mega allir kjósa í þessu próf- kjöri“! BOÐI

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.