Víkurfréttir - 13.03.1986, Page 18
18 Fimmtudagur 13. mars 1986
VÍKUR-fréttir
LESENBASIÐAN - LESENDASIÐAN - LESENDASIÐAN - LESENDASÍÐAN - LESENDASÍÐAN
Er nýbygging Sparisjóðs-
ins hentugt safnahus?
í síðasta tbl. Víkur-frétta
6. marssl.,erfréttáforsíðu,
þar sem segir að sökum
breyttra aðstæðna sé e.t.v. á
döfinni, að Sparisjóðurinn
selji nýbyggingu sína við
Tjarnargötu. Sem fram-
hald af grein minni í
Reykjanesi, 28. febr., um
húsnæðisþörf safnanna í
Keflavík, skora ég hér með á
forráðamenn þeirra, að taka
höndum saman og kanna
hvort hús Sparisjóðsins sé
hentugt fyrir söfnin. Að vísu
hefur komið fram hug-
mynd um að bærinn reisi
síðar safnahús á Ráðhús-
lóðinni svonefndu, gegnt
hinu nýja húsi Sparisjóðs-
ins. En ef fært væri, yrði fátt
betra en það hús sem þarna
stendur.
I greininni í Reykjanes-
inu benti ég á, að bæði söfn-
in, byggðasafnið og bóka-
safnið, erum í miklum
vandræðum. Mig grunar
jafnvel, að sumt af munum
byggðasafnsins liggi undir
skemmdum. En stjórnar-
menn safnsins vita þó betur
um það. Ættu þeir nú að
láta heyra frá sér. Nú er lag
til framkvæmda. Forráða-
menn lista- og bókasafns
ættu einngi að láta í sér
heyra.
Ef góðar og traustar
geymslur eru undir nýbygg-
ingu Sparisjóðsins, yrðu
þær tilvaldar til að hýsa
listaverk Listasafns Kefla-
víkur á milli sýninga, og
auk þess ýmis önnur verð-
mæti, svo sem skjöl, bækur
og ýmsa muni.
Ef nýbyggingin fengist
fyrir söfnin í bænum, leysti
það húsnæðisvandræði
þeirra um næstu áratugi.
Keflvíkingar myndu um
leið eignast eitt stærsta
safnahús á landinu. Að vísu
tæki nokkurn tíma að ljúka
frágangi hússins, en ef
söfnin fá þar inni, yrði um
leið aflétt því óvissuátsnadi
sem svo lengi hefur ríkt í
þessum málum.
Eg skil vel, að forráða-
menn bæjarins vilji setja
þarna niður skrifstofur sín-
ar. Arum saman hefurbær-
inn orðið að leigja húsnæði
undir þær úti í bæ. En ég
hygg, að húsnæðisþörf safn-
anna sé þó brýnni nú um
þessar mundir. Til dæmis
byggðasafnsins. Söfnun
minja byggist á stöðugu
kapphlaupi við tímann.
Arlega tapast merkilegir
hlutir sem aldrei verða end-
urheimtir. Breytingarnar
eru svo örar í þjóðfélaginu,
að fólk tekur naumast eftir
því, að hlutir sem það hefur
í höndunum í dag, eru
orðnir úr sér gengnir eftir fá
ár. En um leið hverfa þeir
svo snögglega, að fáir veita
því athygli. Ég hvet bæjar-
stjórn, þá sem situr til vors,
og ekki síst hina, sem kjör-in
verður í maí n.k., að láta
söfnin ganga fyrir og kaupa
til þess nýbyggingu Spari-
sjóðsins, ef föl reynist.
Sjálfsagt kemur að því, að
ráðhús rísi á lóðinni hand-
an götunnar, við norður-
enda skrúðgarðsins. En ef
ekki verður af þessum
húsakaupum, að söfnin fái
hið bráðasta úrlausn sinna
mála.
Annars samræmdist fátt
betur gömlum hugmynd-
um Helga S. Jónssonar, en
ráðhús og safnahús Kefl-
víkinga, hvort andspænis
öðru. Astríðsárunumskrif-
aði Helgi greinar í Faxa,
um skrúðgarðinn, og stakk
upp á að hann yrði tengdur
minjasafni, yrði nokkurs
konar minjalundur Kefla-
víkur. Ef af þessu yrði væru
staðsettar í kvosinni þrjár
stofnanir, sem Helgi vann
fyrir og skrifaði oft um:
sjúkrahúsið, ráðhús og
safnahús, að ógleymdum
skrúðgarðinum, sem var
ofarlega á lista hjá Helga.
Sjálfsagt voru það taldir
órar fyrir tæpum fjörutíu
árum, að slíkar stofnanir
risu mitt í hjarta bæjarins.
En nú er tækifæri að gera
þær hugsjónir að veruleika.
Skúli Magnússon
10 ára makalausa fermingarafmælið verð-
ur haldið á Glóðinni n.k. laugardag 15.
mars og hefst kl. 21. - Húsið opnar kl.
20.30. - Miðasala við innganginn. - Góð
skemmtiatriði.
Mætum hress og kát og höfum gaman.
Undirbúningsnefndin
Fyrirspurn til Ingólfs Bárðar & Co.
Sandgerðingar
Miðnesingar
K-LISTINN
listi óháðra borgara og Alþýðuflokks,
boðar til fundar í húsi Slysavarnafélagsins,
sunnudaginn 16. mars 1986 kl. 13.30.
Fundarefni:
1. Framboðsmál
2. Önnur mál.
Stuðningsfólk K-listans er hvatt til að
mæta vel og stundvíslega.
Eitt er það mál sem veld-
ur mér og nokkrum öðrum
félögum mínum úr stuðn-
ingsmannahópi Sjálfstæð-
isflokksins áhyggjum, og
viljum því fá svar frá þér,
þar sem við vitum að
umrætt mál er þér hjartans
mál. Mál þetta snýst um út-
gáfu á málgagni okkar,
Reykjanesinu og þeirri
staðreynd, að mikill losara-
bragur fylgir útgáfustjórn
þess.
Fyrirspurnin er:.Hvernig
getur þú sem bæjarfulltrúi
varið það, að blaðið er gefið
út af fyrirtæki sem hvergi er
skráð, fyrirtæki sem ekki er
til nema í blaðhausnum, og
greiðir því engin aðstöðu-
gjöld til bæjarfélagsins og
ekki nein gjöld, þ.m.t. sölu-
skatt til ríkisins, og skv. of-
anskráðu er hvorki bók-
halds- né skattskylt, sem sé
stjórnendur geta sjálfir ráð-
ið hvað þeir gefa upp til
skattsins varðandi launa-
tekjur?
Þá vekur það athygli að í
blaðhausnum er hvergi
minnst á ábyrgðarmann
blaðsins, sem er að ég held
höfuðkrafa löggjafans fyrir
heimild til blaðaútgáfu. Er
það kannski svo, að flokk-
urinn minn og þinn sé
ábyrgur fyrir öllu sem í
blaðinu er, enda nafnið í
eigu fulltrúaráðs flokksins í
Keflavík? Ef svo er, getur
flokkurinn hugsanlega lent
í háum fjárkröfum vegna
skrifa í blaðinu.
Vegna alls þessa óska ég
eftir svari í þessu blaði, og
eins þess, að flokkurinn
okkar taki ábyrga afstöðu
til Reykjanessins, og það
áður en upp kemur
hneyksli sem getur valdið
flokknum hér á Suðurnesj-
um varanlegum skaða.
Með von um skjót svör.
Félagi.
Um kaup á Víkurbæ fyrir aldraða:
Undirbúningsnefndin
4499 - 4499
Keflvíkingar
Suðurnesjamenn
Þvottahús Keflavíkur er flutt í nýtt og
stærra húsnæði við Grófina 17a. Opnum
föstudaginn 14. mars. Opið eins og venju-
lega. Nýtt símanúmer: 4499.
Húsmæður! Komið tímanlega með ferm-
ingardúkana.
Þvottahús Keflavíkur
(Geymið auglýsinguna)
4499--------------------4499
Hugsunarháttur hreppaflutninganna
má ekki móta viðhorf okkar
Undanfarið hafa orðið
blaðaskrif um hvort Dval-
arheimili aldraðra á Suður-
nesjum skuli kaupa hús-
eignina Víkurbæ við Hafn-
argötu sem hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða á Suður-
nesjum. Lengi hefur verið
rætt um að bæta úr þeirri
brýnu þörf að stofna lang-
legudeild fyrir aldraða og
þá helst við starfsemi
Sjúkrahúss Keflavíkur.
Langlegudeild fyrir aldr-
aða þarf að vera í húsi sem
hentar bæði vistmönnum
og starfsfólki og umhverf-
ið sömuleiðis. Þar þarf að
vera lyfta, minnsta kosti ein
eða fleiri, góðar svalir á
hverri hæð, neyðarútgang-
ur og brunavarnakerfi, úti-
vistarsvæði, og fleira mætti
upp telja.
Frá mínum bæjardyrum
séð get ég ekki fallist á að
kaup á Víkurbæ henti þess-
ari starfsemi. Húsiðerekki
byggt með þetta fyrir aug-
um og yrði því mjög kostn-
aðarsamt að breyta því fyrir
þessa starfsemi. Einnig er
húsið á þeim stað í bænum,
að ógjörningur er að útbúa
útivistarsvæði sem hentar.
Kostnaður við breytingar
yrðu jafnvel meiri en ef nýtt
hús væri byggt.
Vel hefur verið staðið að
öldrunarmálum hér á Suð-
urnesjum, t.d. hafa ráða-
menn sveitarfélaganna lagt
þessu lið svo og félagasam-
tök og stofnanir, og ekki
má gleyma þeim fjölda
sjálfboðaliða sem leggja
starfinu lið. Það man marg-
ur þá tíð þegar aldraðir og
fleiri voru fluttir hreppa-
flutningum, slíkir tímar
mega ekki koma aftur. Sá
hugsunarháttur sem þar
bjó að baki má heldur ekki
móta viðhorf okkar til aldr-
aðra í dag né heldur hafa
áhrif á ákvarðanatöku
okkar varðandi kaup á hús-
eigninni Víkurbæ.
Vona ég þess vegna að
ekki verði gerð kaup á
fyrrnefndu húsi. Þetta mál
verði leyst á annan veg, svo
allir megi vel við una.
Margrét Friðriksdóttir