Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 13.03.1986, Qupperneq 24
Fimmtudagur 13. mars 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. PROFKJOR UM HELGINA: Övænt úrslit í Sandgerði -Sigurður Jóhannsson efstur. Bjarni Andrésson í Grindavík. Um helgina fóru fram prófkjör hjá Sjálfstæð- ismönnum í Miðnes- hreppi og Framsóknar- mönnum í Grindavík. A fyrrnefnda staðnum kusu 359, þar af voru 99 seðlar auðir og 6 ógildir. En í Grindavík kusu alls 264. Atkvæði féllu þannig í Sandgerði: 1. Sigurður Jóhannsson fékk 51 at- kvæði í fyrsta sæti og 226 alls, 2. Sigurður Bjarnason með 83 at- kvæði í fyrstu tvö sætin og 241 alls, 3. Reynir Sveinsson með 101 í fyrstu þrjú sætin og 226 alls, 4. John E.K. Hill með 117 atkvæði í fyrstu fjögur sætin og 220 alls, 5. Guðjón Olafsson með 132 atkvæði í fyrstu fimm sætin og 207 alls, 6. Jón Erlingsson með 141 atkvæði í fyrstu 6 sætin og 190 alls, 7. Alma Jónsdóttir með 158 í fyrstu sjö sætin og 177 alls, 8. Jóhann Guð- brandsson með 141 atkvæði í fyrstu 8 sætin og 162 alls, 9. Svanbjörg Eiríksdóttir með 155 í fyrstu níu sætin og 169 alls, 10. Ragna Proppé með alls 145 atkvæði. I Grindavík varð Bjarni Andrésson efstur með 107 atkvæði í fyrsta sæti og 217 alls, 2. Hall- dór Ingason með 172 at- kvæði í fyrsta og annað og 238 alls, 3. Valdís Kristinsdóttir með 86 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og 172 atkvæði alls, 4. Hrefna Björns- dóttir með 122 atkvæði í fyrstu fjögur sætin og 165 atkvæði alls, 5. Helgi Bogason með 158 atkvæði í fyrstu fimm sætin og 179 atkvæði alls, 6. Dagbjartur Will- ardsson með 165 at- kvæði í fyrstu sex sætin og 177 atkvæði alls. Annars staðar á síð- unni birtast viðtöl við efstu mennina í Sand- gerði og Grindavík. epj. 99 Forgangsverkefni að koma fjármál- um hreppsins í viðunandi horf“ - segir Sigurður Jóhannsson, sem óvænt vann fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Miðneshreppi sl. helgi „Jú, þetta eru óvænt úr- slit, ég átti alls ekki von á því að lenda í fyrsta sæti, frekar að nafni minn Bjarnason lenti þar“ sagði Sigurður Jóhannsson, efsti maður í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Miðnes- hreppi, við spurningu blaðsins um það hvað honum væri efst í huga. „Er mér efst í huga þakklæti til þessa fólks sem studdi mig og vonandi get ég staðið undir því.“ Hvað heldur þú að hafi ráðið þessu? „Ég veit það ekki, það voru ekki í gangi neinar kosningavélar varðandi ákveðin sæti, það hefur kannski ráðið þessu.“ Hverju mun þú beita þér fyrir? „Það er forgangsverk- efni að koma fjármálum „Góður, blandaður og mjög frambærilegur listi“ - segir Bjarni Andrésson, sem varð efstur í prófkjöri Framsóknar- manna í Grindavík um helgina „Ég er mjög ánægður með útkomuna og góða þátttöku í prófkjörinu", sagði Bjarni Andrésson, sem hlaut efsta sætið í próf- kjöri Framsóknarmanna í Grindavík um síðustu helgi. Áttir þú von á þessu? „Ég átti ekkert frekar von að þetta færi svona, en útkoman er mjög góður, blandaður listi og vel fram- bærilegur“. Nú er nýtt fólk á listanum, heldur þú að einhverjar breytingar verði á málefna- flutningi flokksins? „Með nýjum mönnum Bjarni Andrésson, efsti maður hjá Framsókn í Grindavik. munu málefnin breytast“, sagði Bjarni að lokum. epj. hreppsins í viðunandi horf og algjört frumskilyrði svo hægt sé að vinna að öðrum málefnum sveitarfélagsins og nauðsynlegt, áður en farið er að huga að öðrum málefnum og framkvæmd- um, svo og að ljúka þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi eftir að búið er að koma öllum atriðum á Sigurður Jóhannsson, odda- maður Sjálfstæðismanna í Miðneshreppi. hreint“ sagði Sigurður að lokum. epj. Efstu sætin bindandi I prófkjöri Sjálfstæðismanna í Miðneshreppi var bindandi kosning í þrjú efstu sætin, og hjá Framsóknar- mönnum í Grindavík voru það tvö efstu sætin. Bindandi kosningu náðu því á fyrr nefnda staðnum Sig- urður Jc'hannsson, Sigurður Bjarnason og Reynir Sveins- son. I Grindavík þeir Bjarni og Halldór Ingvason. -epj. Þeldökkur hermaður: Oeðlileg samskipti við ungar stúlkur Undanfarin misseri hefur hermaður af Kefla- víkurflugvelli haft þá iðju að bjóða ungum stúlkum, aðallega á aldrinum 11-14 ára, í ökuferð með sér. Hef- ur þetta viðgengist í flestum byggðarlögum Suðurnesja. Hafa kvartanir borist frá foreldrum vegna þessa og meðal annars tók barna- verndarnefndin á Vatns- leysuströnd málið fyrir, enda mjög óeðlilegt að full- orðinn maður stundi slíka iðju. Ekki hefur maðurinn þó gerst sekur um kynferðisaf- brot, en hins vegar brotið a.m.k. tvisvar sinnum úti- vistarlög Varnarliðs- manna. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðs- ins, stendur nú yftr athugun á máli þessu hjá yfirmönn- um viðkomandi hermanns og er reiknað með að mað- urinn fái tiltal. epj. Spumingin: Ætlar þú að not- færa þér tolla- lækkunina til að kaupa nýjan bíl? Steinn Þorri Þorvarðarson: „Nei, það ætla ég ekki að gera, annars er hún góð fyrir þá sem eiga peninga". Hallgrímur Kristmundsson: „Nei, mér finnst hún ekki góð fyrir almenning, hún er aðallega fyrir ein- staka menn“. Rúnar Guðmundsson: „Það getur farið svo, þessi lækkun á rétt á sér“. Þorbergur Friðriksson: „Ég get svarið það, ég var bara í burtu, ég var á skíðum og hef því ekki fylgst með málum og ég les aldrei gömul dagblöð".

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.