Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Hjörtur J. Guðmundsson
Bjarni Steinar Ottósson
Málflutningur í máli hjúkrunarfræð-
ings sem sökuð er um manndráp af
gáleysi hófst í gær í Héraðsdómi
Reykjavíkur en málið varðar andlát
karlmanns fyrir þremur árum á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Hjúkrunarfræðingurinn sem
ákærð er bar vitni fyrir dómnum í
gær og sagði málið hafa haft gríð-
arleg neikvæð áhrif á líf hennar síð-
an. Hjónaband hennar hefði farið út
um þúfur, hún væri takmörkuð á
spítalanum við dagvaktir á svæfing-
ardeild, sem er hennar aðalstarfs-
stöð, og hún gæti ekki sótt um vinnu
annars staðar þar sem hún gæti
ekki skýrt málið fyrir öðrum vinnu-
veitendum. Þá hefði hana ítrekað
langað til þess að deyja vegna máls-
ins.
Henni er gefið að sök að hafa
láðst að tappa lofti af talventli sem
hún setti á barkaraufarrennu
mannsins, að því er fram kemur í
ákærunni, sem hafi dregið hann til
dauða, og að hafa ekki fylgt verk-
lagsreglum sem hafi leitt til þess að
mistökin uppgötvuðust of seint.
Undirmönnuð gjörgæsludeild
Kvöldið þegar maðurinn lést hafði
hin ákærða unnið fulla dagvakt á
svæfingardeild og verið beðin um að
taka að sér aukavakt í beinu fram-
haldi af því. Þáverandi yfirlæknir
sagði í vitnastúku gjörgæsludeildina
hafa verið alvarlega undirmannaða
það kvöld. A.m.k. tvo hjúkrunar-
fræðinga til viðbótar hefði vantað til
starfa og æskilegast hefði verið að
tveir hjúkrunarfræðingar fylgdust
með sjúklingi sem hefði verið jafn
veikur og maðurinn sem lést.
Stutt skýrsla við vaktaskipti
Hjúkrunarfræðingur sem hafði
eftirlit með manninum yfir daginn
kom fyrir réttinn og sagðist hafa
gefið hinni ákærðu „frekar snubb-
ótta“ skýrslu um ástand hans við
vaktaskiptin. Hún sagði það ekki
hafa komið sér til hugar á þeim
tímapunkti að minnast á við ákærðu
að slökkt hefði verið á hljóðviðvörun
frá svokölluðum vaktara, sem er
tæki sem fylgist með ástandi sjúk-
lings. Ástand sjúklingsins hefði ver-
ið með þeim hætti að hún hefði ekki
talið það nauðsynlegt að svo væri og
hún hefði sjálf ekkert átt við tækið.
Ákærðu er gefið að sök að hafa, í
trássi við verklagsreglur, ekki stað-
fest það sjálf að kveikt væri á þeirri
viðvörunarbjöllu.
Ákærða sagðist ekki hafa vitað að
slökkt væri á búnaðinum og þar sem
eiginkona hins látna hefði setið við
tækið og haldið í hönd mannsins
þegar hún tók við umönnun hans
hefði hún látið ógert að stugga við
henni til þess að athuga það, þar
sem aldrei væri slökkt á þessum
búnaði á svæfingardeild.
Fram kom við vitnaleiðslur að
ákærða var kölluð margsinnis frá
gjörgæsludeildinni til þess að sinna
störfum á vöknunar- og kvenna-
deild. Þegar hún hefði verið frá tók
hjúkrunarfræðingur sem hafði eft-
irlit með sjúklingi í næsta rými við
eftirliti með manninum. Sá sagði
vaktbúnað hafa farið að væla á með-
an ákærða hefði verið kölluð frá í
enn eitt skiptið, en hann hefði ekki
vitað að annar viðvörunarbúnaður
var óvirkur. Þá hefði maðurinn verið
orðinn blár í framan. Samstundis
var þá kallað í ákærðu, sem tók þátt
í endurlífgunartilraunum.
Dánarorsök rangt greind?
Það kom fram í máli þáverandi yf-
irlæknis gjörgæsludeildar að hún
taldi niðurstöður krufningar ekki
koma heim og saman við að mað-
urinn hefði látist vegna þess að ekki
var tappað lofti af talventlinum, sem
hún taldi enn fremur vera mistök
sem allir gætu gert. Hægt þyrfti að
vera að treysta vaktbúnaðinum í
þessum aðstæðum.
Undirmönnun kvöldið
sem maðurinn lést
Slökkt var á vaktbúnaði sem varað hefði við andnauð
Morgunblaðið/Hjörtur
Málflutningur Verjendur hinnar ákærðu, Einar Gautur Steingrímsson og
Kristín Edwald, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Einn kúabóndi keypti greiðslumark í
mjólk fyrir tæpar 30 milljónir á til-
boðsmarkaði Matvælastofnunar í
vikunni. Viðkomandi kaupir með því
áskrift að um 7 milljóna króna bein-
greiðslum á næsta ári en hefur enga
tryggingu fyrir frekari greiðslum.
Treystir væntanlega á að núverandi
kvótakerfi verði ekki afnumið í einu
vetfangi.
Margir vilja selja mjólkurkvóta
um þessar mundir en fáir kaupa. 19
bændur buðu til sölu alls liðlega
1.300 þúsund lítra og einn óskaði eft-
ir að kaupa 193 þúsund lítra. Nið-
urstaðan varð sú að kaupandinn fékk
liðlega 170 þúsund lítra á 175 kr. lítr-
ann.
Lækkaði um 25 krónur
Verðið lækkaði um 25 krónur frá
síðasta kvótamarkaði sem var fyrir
tveimur mánuðum. Verðið hafði þá
hækkað um 50 krónur en lengst af
áður hafði það verið á niðurleið.
Ástæðan er væntanlega sú að af-
urðastöðvarnar hafa greitt sama
verð fyrir alla mjólk þannig að
greiðslumarkið hefur ekki notið for-
gangs. Þá hefur Landssamband
kúabænda markað þá stefnu vegna
yfirstandandi viðræðna um nýjan
búvörusamning að greitt skuli sama
verð fyrir alla mjólk og að horfið
verði frá kvótakerfi.
Brýnt að málin skýrist
Þessu til viðbótar má geta þess að
nú er aðeins eitt ár eftir af núverandi
samningi. Eigandi 170 þúsund lítra
kvóta getur því aðeins treyst á að fá í
beingreiðslur um 7 milljónir króna á
næsta ári. Eftir það er óvissa um
stuðning við framleiðslu.
Baldur Helgi Benjamínsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
kúabænda, segir að brýnt sé orðið að
málin skýrist svo menn geti tekið
ákvarðanir um framtíðina.
helgi@mbl.is
Keypti kvóta fyrir
30 milljónir króna
Óvissa með stuðn-
ing og kvótakerfi
Morgunblaðið/Eggert
Kvóti Margir vilja selja mjólk-
urkvóta en fáir kaupa.
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Svalaskjól
- sælureitur innan seilingar
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Í fyrstu niðurstöðum úr samræmd-
um könnunarprófum í 10. bekk í
íslensku, ensku og stærðfræði má
sjá talsverðan mun á árangri nem-
enda utan Reykjavíkur og Suð-
vesturkjördæmis. Þá hækka nem-
endur í Reykjavík í einkunn í
öllum greinum miðað við önnur
kjördæmi á meðan Suðurkjördæmi
og Norðurkjördæmin lækka eða
standa í stað, utan Norðaust-
urskjördæmis í ensku.
Suðurkjördæmi stendur verst
samkvæmt niðurstöðunum og fer
aftur, en það stóð einnig verst í
könnuninni árið 2014. Verst kemur
kjördæmið út í stærðfræði en einn-
ig vekur athygli að mun stærri
hluti nemenda þar var undanþeg-
inn próftökunni, eða 8,2-10,9%.
Hæsta hlutfall undanþeginna í
grein annars staðar var 7%. Und-
anþegnum nemendum er ætluð
einkunnin D í útreikningum en al-
mennt fer hlutfall nemenda sem
undanþegnir eru vaxandi milli ára.
Mun fleiri með A suðvestantil
Í Reykjavík og Suðvest-
urkjördæmi fá á bilinu 9,0-11,3%
nemenda einkunnina A í grein-
unum þremur en hlutfallið er á
bilinu 3,5-5,5% á landsbyggðinni.
Á landsbyggðinni var sömuleiðis
talsvert stærri hluti nemenda með
einkunnirnar C og D en á höf-
uðborgarsvæðinu. Í Norðaust-
urkjördæmi var ástandið þó nokk-
uð skárra þar sem fjöldi nemenda
með einkunnina D var undir með-
altali í öllum greinum.
Fram kemur í tilkynningu
Menntamálastofnunar að horft
verði til þessa staðbundna munar í
einkunnum í útfærslu verkefnisins
Þjóðarátak í læsi. Birtar voru
normaldreifðar einkunnir sem
sýndu innbyrðis stöðu kjördæma
og hæfnieinkunnirnar A, B+, B,
C+, C og D. Seinna í nóvember
verða niðurstöður birtar svo
greina megi milli skóla og sveitar-
félaga.
Talsvert lakari einkunnir
á landsbyggðinni
Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk kynntar
Morgunblaðið/Golli
Grunnskólar Nemendur á höfuðborgarsvæðinu komu betur út úr könn-
uninni en þeir sem búa utan suðvesturhornsins.