Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Innanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsins ákváðu í september að
skipta 160.000 flóttamönnum á milli
ESB-ríkja á tveimur árum til að létta
byrðinni af Ítalíu og Grikklandi en
aðeins 116 þeirra hafa verið fluttir
þaðan samkvæmt flóttamannakvót-
unum. 86 flóttamenn frá Erítreu og
Sýrlandi hafa verið fluttir frá Ítalíu
til Svíþjóðar og Finnlands og í gær
voru fyrstu 30 flóttamennirnir send-
ir frá Grikklandi til Lúxemborgar.
Forsætisráðherra Grikklands, Alex-
is Tsipras, sagði að þetta framlag
ESB-ríkja væri aðeins „dropi í hafið“
í ljósi þess að alls hafa 800.000 flótta-
menn og aðrir farandmenn farið til
aðildarlanda Evrópusambandsins
það sem af er árinu.
Fjórar fjölskyldur frá Sýrlandi og
tvær frá Írak, þar af alls 16 börn,
voru fluttar frá Grikklandi. „Þau fá
nú tækifæri til að halda í ferð til von-
ar, til betra lífs,“ sagði Tsipras þegar
hann kvaddi flóttafólkið. „Þetta er
dropi í hafið, en við vonum að drop-
inn verði að straumi og síðan fljóti
mannúðar.“
Flóttamannakvótarnir voru sam-
þykktir þrátt fyrir harða andstöðu
fjögurra landa – Rúmeníu, Slóvakíu,
Tékklands og Ungverjalands. Af
þeim ríkjum sem samþykktu kvót-
ana hafa fjórtán boðist til að taka við
alls 1.418 flóttamönnum á næstunni,
að því er fram kemur í frétt The
Guardian.
Eitt þessara ríkja er Svíþjóð sem
tók við fleiri flóttamönnum í fyrra en
nokkurt annað ESB-ríki miðað við
íbúafjölda. Þeir voru þá um 81.000 en
nú er gert ráð fyrir því að hælisum-
sóknirnar í Svíþjóð í ár verði allt að
190.000. Um 10.000 hælisleitendur
hafa farið til landsins á viku hverri að
undanförnu og sænsk yfirvöld hafa
átt í miklum erfiðleikum með að sjá
fólkinu fyrir bráðabirgðahúsnæði.
Stefan Löfven, forsætisráðherra
landsins, skýrði frá því í gær að
vegna þessa mikla fjölda hefði stjórn
hans sent framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins beiðni um að önnur
ESB-ríki tækju við sumum af þeim
hælisleitendum sem væru í Svíþjóð
en nefndi enga tölu í því sambandi.
„Svíþjóð hefur lengi tekið á sig meiri
byrðar en sanngjarnt er í saman-
burði við önnur lönd ESB og við er-
um núna í mjög þröngri stöðu,“ sagði
Löfven í fréttatilkynningu. „Nú er
kominn tími til að önnur lönd axli
ábyrgð.“
Umdeilt frumvarp í Austurríki
Gert er ráð fyrir því að hælisum-
sóknirnar í Þýskalandi verði a.m.k.
800.000 eða allt að 1,5 milljónir í ár
og varnarmálaráðherra landsins,
Ursula von der Leyen, tilkynnti í
gær að yfir 6.000 hermenn hefðu ver-
ið kallaðir út til að hafa stjórn á
flóttamannastraumnum til landsins.
Ennfremur var skýrt frá því að nær
600 lögreglumenn í þremur sam-
bandslöndum hefðu tekið þátt í
áhlaupum og húsleitum í híbýlum
manna sem taldir væru viðriðnir
smygl á flóttafólki til landsins.
Nokkur ríki í austanverðri álfunni
hafa lokað landamærum sínum fyrir
farandfólki sem hyggst sækja um
hæli í Evrópulöndum. Þingmenn í
Austurríki hafa lagt fram frumvarp
um að hælisleitendur fái dvalarleyfi
til þriggja ára, umsóknir þeirra verði
endurmetnar að þeim tíma liðnum
og þeir verði fluttir til heimalands
síns ef það telst vera „öruggt ríki“.
Werner Faymann, kanslari Austur-
ríkis, sagði að markmiðið með frum-
varpinu væri að letja farandmenn frá
því að fara til landsins í því skyni að
óska eftir hæli. Mannréttindasamtök
hafa gagnrýnt frumvarpið og sagt að
það torveldi hælisleitendum að sam-
lagast austurríska samfélaginu.
Óttast enn fleiri dauðsföll
Ekkert lát hefur verið á flótta-
mannastraumnum yfir Eyjahafið frá
Tyrklandi til Grikklands. Að minnsta
kosti 80 manns, þeirra á meðal mörg
börn, hafa drukknað í hafinu síðustu
sjö daga. „Stöðva verður mannfórn-
irnar sem eru evrópskri siðmenn-
ingu til skammar,“ sagði Tsipras og
skírskotaði til frétta um að þúsundir
farandmanna hefðu drukknað á leið-
inni yfir Miðjarðarhafið og Eyjahaf
til Evrópu, þar af 450 við strendur
Grikklands.
Daniel Esdras, fulltrúi Alþjóðlegu
fólksflutningastofnunarinnar (IOM),
óttast að enn fleiri farist á leiðinni yf-
ir Eyjahaf nú þegar vetur gengur í
garð. „Mesta vandamálið er vindur-
inn,“ hefur fréttavefur norska dag-
blaðsins Aftenposten eftir honum.
„Farandfólkið er flutt með mjög
slæmum bátum og við óttumst að
dauðsföllunum fjölgi á næstunni.“
Esdras segir að smyglarar hafi
stórgrætt á því að selja farandfólki
far með gúmmíbátum yfir Eyjahafið
í sumar og haust og þeir haldi því
áfram þrátt fyrir versnandi veður.
Hann telur ólíklegt að flóttamanna-
straumurinn yfir Eyjahafið stöðvist í
vetur. „Smygl á fólki er starfsemi
sem er háð lögmálum framboðs og
eftirspurnar,“ segir Esdras. „Þegar
eftirspurnin minnkar, til dæmis
vegna slæms sjóveðurs, lækka
smyglararnir verðið.“
Framlagið „aðeins dropi í hafið“
Aðeins 116 flóttamenn hafa verið fluttir milli ESB-ríkja samkvæmt 160.000 manna kvóta þeirra
Svíar vilja að önnur lönd taki við hælisleitendum sem eru í Svíþjóð Hætta á að enn fleiri drukkni
AFP
Lagt í hættuför Farandmenn í tyrkneska héraðinu Izmir bíða eftir því að komast með báti til Grikklands.
Norðmönnum refsað?
» Norska dagblaðið Aften-
posten lætur í ljós áhyggjur af
straumi flóttamanna til Noregs
frá Rússlandi í forystugrein í
gær og telur að málið geti
dregið dilk á eftir sér.
» Blaðið segir að rúmlega
2.000 flóttamenn hafi farið yf-
ir landamærin og því fari fjarri
að þeir séu allir frá Sýrlandi.
„Nú eru það aðallega Afganar
sem koma og fregnir frá landa-
mærunum herma að margir
þeirra tali góða rússnesku.“
» Aftenposten telur að Rússar
hafi greitt fyrir för flóttafólks-
ins. „Margir hafa bent á að
þetta geti verið refsiaðgerð af
hálfu Rússa, e.t.v. vegna refsi-
aðgerða Norðmanna gegn
Rússlandi og NATO-samstarfs-
ins. Það styrkir þessa kenn-
ingu að næstum engir flótta-
menn fara frá Rússlandi til
Finnlands.“
Forsætisráð-
herra Rúmeníu,
Victor Ponta,
sagði af sér í gær,
daginn eftir að
rúmlega 20.000
manns tóku þátt í
mótmælum í Búk-
arest til að krefj-
ast þess að hann
segði af sér
vegna ásakana um spillingu. Ponta
tilkynnti afsögnina í sjónvarps-
ávarpi og sagði að æðstu embættis-
menn landsins þyrftu að axla ábyrgð
á miklu manntjóni sem varð í elds-
voða í næturklúbbi í Búkarest á
föstudagskvöld þegar hljómsveit
sem þar lék kveikti á flugeldum. 32
menn létu lífið og 200 fengu bruna-
sár, þar af eru 100 manns enn á
sjúkrahúsi með alvarleg sár.
Ponta hefur þegar verið ákærður
fyrir spillingu. Í september hófust
réttarhöld í máli þar sem hann er
m.a. ákærður fyrir fjársvik, skatt-
svik og peningaþvætti. Hann neitar
sök. Fréttaskýrendur segja að Ponta
hafi verið að leita að leið til að láta af
embætti því að ríkisstjórn hans hafi
verið að falli komin vegna ákær-
unnar og reiðin vegna eldsvoðans
hafi kynt undir óánægjunni með
stjórnina.
RÚMENÍA
Sagði af sér vegna ásakana um spillingu
Victor Ponta
Ef drög að frum-
varpi til laga um
eftirlitsheimildir
yfirvalda í Bret-
landi verða að
veruleika verður
lögreglu og eftir-
litsstofnunum
gert kleift að
fylgjast með net-
notkun almennra
borgara án dómsúrskurðar. Net- og
símafyrirtæki verða skylduð til að
geyma upplýsingar um hvaða vef-
síður notendur heimsækja í tólf
mánuði.
Theresa May, innanríkisráðherra
Bretlands, segir frumvarpið fela í
sér gagngera endurskoðun á eldri
löggjöf. Í því er m.a. fjallað um um-
fangsmikla gagnasöfnun öryggis-
stofnananna MI5, MI6 og GCHQ, og
heimild þeirra til að njósna um tölv-
ur og síma um allan heim í þágu
þjóðaröryggis, vegna alvarlegra
glæpa og til að tryggja efnahags-
lega velferð.
„Það ættu engir afkimar netsins
að vera athvarf fyrir þá sem vilja
valda okkur skaða; til að leggja á
ráðin, eitra huga og breiða út hatur
eftirlitslaust,“ sagði May.
BRETLAND
Vill leyfa neteftirlit án dómsúrskurðar
Theresa May
Kringlunni 4-12 - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Miðnæturopnun
20% afsláttur