Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook Morgunblaðið/Júlíus Eignir Borgin ætlar m.a. að selja Alliance-húsið á næsta ári. Reykjavíkurborg ætlar að fjárfesta fyrir tæpa 10 milljarða króna á næsta ári og alls 40,5 milljarða árin 2017-2020. Stærstu verkefnin eru skólabyggingar, íþróttamannvirki og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla, útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur og stækkun Borgarbókasafns-menningarhúss við Tryggvagötu. Þá verður fjárfest í gatnagerð í nýjum hverfum við Hlíðarenda, Vogabyggð og Blöndubyggð. Einnig stendur til að endurnýja götulýsingu á næstu árum og innleiða nýja tækni, auk þess sem verja á tals- verðum fjármunum í viðhald á gatnakerfi borgarinnar. Af nærri 10 milljarða fjárfest- ingum á næsta ári verða 4,3 millj- arðar í fasteignum, 3,7 milljarðar í gatnaframkvæmdir, 1,1 milljarður í vélar, áhöld og tæki og tæpar 700 milljónir vegna Bílastæðasjóðs. Á næsta ári áætlar borgin að tekjur af sölu byggingarréttar nemi nærri 2,4 milljörðum króna. Helm- ingur þar af er vegna lóðasölu undir atvinnurekstur, þ.e. við Gylfaflöt, Hádegismóa, Lambhagaveg, Mjódd, austasta hluta Suðurlandsbrautar og á Hólmsheiði. 52 milljarðar í laun Borgin ráðgerir að sala eigna á næsta ári skili um 620 milljóna kr. hagnaði. Þannig á að selja Síðumúla 39, hluta af eignum í Gufunesi og Alliance-húsið við Grandagarð. Launakostnaður borgarinnar á næsta ári mun hækka um 6,6%, gangi spár eftir, og mun nema nærri 52 milljörðum. Á þessu ári greiðir borgin 48,6 milljarða í laun. bjb@mbl.is Fjárfest fyrir 10 milljarða  Borgin selur byggingarrétt fyrir 2,4 milljarða  3,7 millj- arðar í gatnaframkvæmdir  620 milljónir af sölu eigna þannig gerir fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar ráð fyrir 2,4% verðbólgu á þessu ári og sem fyrr segir 4,9% á næsta ári. Fram kemur í greinargerðinni að við mat á verð- bólgunni hafi m.a. verið stuðst við þjóðhagsspár greiningardeilda og annarra aðila sem fyrir lágu, um- fjöllun í 2. hefti Peningamála Seðla- bankans um möguleg áhrif fram- hlaðinna þriggja ára kjarasamninga og verðlagsþróun tímabilsins 2011- 2013 þegar launaþróun var svipuð og gert sé ráð í forsendum borg- arinnar nú. Þá segir í greinargerðinni að for- sendur verði teknar til endurskoð- unar við birtingu nýrrar þjóðhags- spár 13. nóvember næstkomandi, „eftir því sem tilefni er til,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. Í Peningamálum Seðlabankans frá í gær segir m.a. að verðbólgu- horfur til skamms tíma hafi batnað nokkuð frá spá bankans í ágúst sl., þó enn sé töluverður og vaxandi inn- lendur verðbólguþrýstingur til stað- ar. Seðlabankinn segir ástæður fyrir lægri verðbólguspá í lok árs 2016 skýrast einkum á betri upphafsstöðu í byrjun árs en áður var spáð, hærra gengi krónunnar og lægra hrávöru- og olíuverði. „Ekki góð vinnubrögð“ Greiningaraðilar, sem Morgun- blaðið ræddi við, voru flestir sam- mála um að verðbólguspá Reykja- víkurborgar væri í hærri kantinum. Hins vegar hefðu spárnar verið að breytast mikið á allra síðustu mán- uðum vegna gengisþróunar og verðþróunar á hrávöru og olíu, og í því sambandi var vísað til nýjustu spár Seðlabankans frá í gær. Langflest sveitarfélög miða gjarn- an við þjóðhagsspá Hagstofunnar við gerð sinna fjárhagsáætlana. Þannig miðaði t.d. næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, við uppfærða spá Hagstofunnar síð- an í júní, 4,5%. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sam- bandið reyna að samræma verð- bólguspár sveitarfélaganna með því að dreifa og skýra út spána sem fram kemur í þjóðhagsspá Hagstof- unnar. „Markmiðið er að ríkisvaldið og sveitarfélögin noti hliðstæðar for- sendur við ákvörðun fjárheimilda fyrir næsta ár. Það eru ekki góð vinnubrögð að hvert sveitarfélag sé að setja upp sína eigin verðbólguspá út frá eigin forsendum,“ segir Gunn- laugur. Birgir Björn Sigurjónsson, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki bundna af tilmælum sambandsins og meti stöðuna á eigin forsendum. Ekki sé meitlað í stein að allir eigi að vera á sama stað, þó að það geti verið ágætt. „Við horfum bara raunsæjum augum á hvað miklar launahækkanir þýða fyrir fyrirtækin í landinu og hvort mikil framleiðniaukning sé í pípunum. Við erum ekki langt frá síðustu þjóðhagsspá en um leið og næsta spá kemur þá verður þetta aftur tekið upp hjá okkur, á milli umræðna í borgarstjórn,“ segir Birgir Björn og útilokar ekki að þá verði mögulega farið enn nær þjóð- hagsspánni. Meiri verðbólga í borginni  Reykjavíkurborg spáir 4,9% verðbólgu á næsta ári  Hærri spá en hjá flestum öðrum greiningaraðilum  Forsendur endurskoðaðar eftir næstu þjóðhagsspá Forsendur borgarinnar » Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og fimm ára áætlun voru unnar í júní sl. og grundvallaðar á þjóðhagsspá Hagstofunnar frá apríl sl. » Í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar í haust var birt uppfærð þjóðhagsspá síðan í júní. Borgin ákvað að breyta ekki forsendum sínum en end- urskoða þær eftir birtingu næstu þjóðhagsspár 13. nóv. Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurborg Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir að verðbólga á næsta ári verði 4,9%. Gjöld munu hækka til samræmis við það. nóv.´15 okt.´15 Verðbólguspár fyrir 2016 jún.´15 okt.´15 nóv.´15 okt.´15 Hækkun á vísitölu neysluverðs á milli ársmeðaltala. Greiningardeild Íslandsbanka 2,6% Seðlabankinn 3,3% Hagdeild ASÍ 3,8% Greiningardeild Arion banka 4% Þjóðhagsspá Hagstofunnar 4,5% Reykjavíkurborg 4,9% SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að vísi- tala neysluverðs muni hækka um 4,9% á árinu 2016. Er það hærra en flestir aðrir greiningaraðilar á markaði hafa spáð að undanförnu. Nú síðast kynnti Seðlabankinn nýjustu verðbólguspá sína þegar Peningamál komu út í gær. Þar er reiknað með að verðbólga verði að jafnaði 3,3% á næsta ári, þ.e. hækk- un á vísitölu neysluverðs á milli árs- meðaltala. Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá í sumar gerir ráð fyrir 4,5% verð- bólgu á næsta ári en von er á nýrri spá 13. nóvember nk. Hagdeild ASÍ hefur spáð 3,8% verðbólgu. Grein- ingardeild Íslandsbanka reiknar með að verðbólgan verði að jafnaði 2,6% á næsta ári og Arion banki spá- ir 4% verðbólgu. Íslandsbanki upp- færði spá sína í gær en spá Arion banka er frá síðasta mánuði. Síðar í mánuðinum er von á nýrri spá frá hagfræðideild Landsbankans. Gjöld hækkuð miðað við spána Við ákvörðun um breytingar á gjaldskrám tekur Reykjavíkurborg mið af sinni eigin spá og boðar t.d. 4,9% hækkun að jafnaði á gjald- skrám skóla- og frístundasviðs. Í greinargerð fjárhagsáætlunar borgarinnar kemur fram að horfur um þróun verðbólgu og launa næstu misserin hafi breyst töluvert í sumar frá aprílspá Hagstofunnar. Því hafi verið ákveðið að vinna nýtt mat á launa-, gengis- og verðlagsforsend- um. Verðbólga var metin út frá þróun launavísitölu og gengisvísitölu og Þegar fjárhags- áætlun Reykja- víkurborgar fyrir þetta ár var kynnt í borg- arstjórn fyrir um ári reiknaði meirihlutinn með jákvæðri rekstr- arniðurstöðu A- hluta borg- arinnar upp á 437 milljónir króna. Eins og fram kom á fundi borg- arstjórnar sl. þriðjudag, þegar út- komuspá fyrir þetta ár var kynnt samhliða nýrri fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, þá stefnir allt í 13,4 millj- arða halla á rekstri A-hluta borg- arinnar á þessu ári. Verði það nið- urstaðan skeikar nærri 14 milljörðum í spánni frá í fyrra. Við kynningu á fjárhagsáætl- uninni kom fram að skýringar á miklum halla í ár væru einkum gjaldfærsla á lífeyrisskuldbind- ingum borgarinnar og aukinn launa- kostnaður í kjölfar kjarasamninga. Vantað hefði upp á greiðslur frá rík- inu fyrir málefni aldraðra og rekstur hjúkrunarheimila. Hefur borgin sett sér það mark- mið að grunnrekstur A-hluta á næsta ári verði sjálfbær, sem og í fimm ára áætlun til ársins 2020. Spáðu 437 milljónum kr. í afgang  Stefnir í 13,4 millj- arða króna halla í ár Ráðhúsið Áætl- anir stóðust ekki. Með fjárhags- áætlun Reykja- víkurborgar fylgir m.a. yfirlit um starfsemi skrifstofu borgar- stjóra og borgar- ritara. Þar má sjá að á næsta ári er búist við 20 við- talsbeiðnum frá erlendum fjöl- miðlum en í lok ágúst sl. voru þær orðnar 15 á þessu ári. Athygli vekur að árið 2013, þegar Jón Gnarr var borgarstjóri, voru viðtalsbeiðnir frá útlöndum alls 94 og 66 árið 2014. Móttökur á vegum borgarstjóra voru 95 árið 2013, fjölgaði í 160 á síð- asta ári og gert er ráð fyrir sama fjölda á næsta ári. Í lok ágúst sl. höfðu 90 móttökur farið fram. Þá eru taldir upp Facebook- póstar frá skrifstofu borgarstjóra, sem voru alls 573 á síðasta ári, voru orðnir 750 í lok ágúst sl. og áætlun gerð um 800 slíka pósta á næsta ári. Færri viðtöl – fleiri póstar Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.