Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landhelgisgæslan hefur kært skip- stjórnarmenn eða útgerðarmenn skipa í íslenskri landhelgi alls 43 sinn- um það sem af er þessu ári. Eru þetta margfalt fleiri brot en á síðasta ári þegar kært var 16 sinnum. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðar- sviðs Landhelgisgæslunnar, tekur fram að eftirlit hafi verið með svip- uðum hætti bæði árin. Auðunn segir um kæruskýrslur Landhelgisgæslunnar í ár að þar sé aðallega um að ræða brot á lögum um lögskráningu og atvinnuréttindi, það er að segja að skip séu ekki mönnuð í samræmi við lög og reglur. Þá hafi af- skiptum af skipum í farþegaflutning- um fjölgað nokkuð, aðallega vegna of margra farþega um borð, miðað við leyfi. Þar komi hvalaskoðunarbátar og aðrir farþegabátar við sögu. Þrjú skip tekin í síðustu viku Einnig hefur orðið fjölgun í meint- um landhelgisbrotum. Sem dæmi má nefna að í síðustu viku tók varðskipið Þór þrjú skip við ólöglegar veiðar. Togari var tekinn norður af Vest- fjörðum að morgni laugardags. Fyrr í vikunni voru tvö línuskip staðin að veiðum í lokuðum hólfum fyrir Norð- urlandi. Öllum skipunum var vísað til hafnar þar sem lögregla tók við rann- sókn málanna. Auðunn þekkir ekki ástæður fjölg- unar brota. Veltir fyrir sér hvort kæruleysi skipstjórnarmanna hafi aukist eða hvort menn séu værukær- ari en áður og telji að eftirlit sé minna. Hann segir að svo sé ekki. Alltaf sé verið að betrumbæta eftirlit- ið og gera það markvissara. Þá séu allmörg dæmi um ítrekunarbrot og einn bátur hafi verið kærður þrisvar á árinu fyrir meint brot. Fjareftirliti sinnt Landhelgisgæslan notar skip sín og loftför við eftirlitið en einnig er talsvert fjareftirlit stundað á aðgerð- arsviði Landhelgisgæslunnar. Í sum- um tilvikum þurfa skip og flugvélar Gæslunnar að fara á vettvang til að sanna brotin en í öðrum tilvikum eru fjarskiptatæki notuð til að vísa skip- um til hafnar og lögregla beðin um að taka á móti þeim.  Landhelgisgæslan hefur kært 43 brot í ár á móti 16 á síðasta ári  Mest um að skip séu ekki mönnuð rétt  Farþegar eru stundum of margir  Einn bátur hefur verið tekinn þrisvar fyrir landhelgisbrot Margfalt fleiri brot kærð Morgunblaðið/Ómar Gæslan Í síðustu viku tók varðskipið Þór þrjú skip við ólöglegar veiðar. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hjónin Ragnar Ólafsson og Hólm- fríður Jóna Guðmundsdóttir í Kópa- vogi, tryggir áskrifendur Morgun- blaðsins í yfir 20 ár og vinnings- hafar í áskriftarhappdrætti blaðs- ins, sóttu í gær vinning sinn, glæsi- legan sportjeppa af gerðinni Suzuki Vitara GLX, í bílaumboð Suzuki á Íslandi í Skeifunni 17 í Reykjavík. Verðmæti jeppabifreiðarinnar er rúmar 5,4 milljónir króna. „Það var árið 1982, þegar við vor- um bæði ung og rík, sem við feng- um okkur seinast nýjan bíl úr kass- anum. Var það þá svartur Daihatsu Charade með kýrauga á hliðunum,“ sagði Ragnar þegar þau hjónin tóku við lyklunum að vinningsbílnum úr hendi Úlfars Hinrikssonar, fram- kvæmdastjóra Suzuki á Íslandi. Fyrir eiga þau Ragnar og Hólm- fríður Jóna tvo fólksbíla, 13 og 15 ára gamla, sem báðir eru eknir um 300.000 kílómetra. Það er því, að sögn Ragnars, „alger draumur í dós“ að fá nýjan sportjeppa, en í síð- asta mánuði hringdi Haraldur Jo- hannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri Árvakurs hf., í Ragnar og tilkynnti honum um vinninginn. Var Ragnar þá staddur í fríi á Ítalíu ásamt fjölskyldu og vinum. Á búgarði í Toscana-héraði „Þetta var fyrsta kvöldið okkar og vorum við þá stödd á lífrænum búgarði í Toscana-héraði. Ég hafði fengið skilboð frá vinnufélaga mín- um þess efnis að Haraldur væri bú- inn að reyna að ná í okkur, en ég skildi ekki af hverju því ég vissi ekki af þessari keppni – maður spá- ir ekkert í svona enda vinnur maður aldrei neitt. Haraldur sýndi hins vegar mikla þrautseigju og náði í okkur í gegnum símann hjá Fríðu, konu minni,“ sagði Ragnar og bætti við að símtalið hefði komið sér verulega á óvart. „Maður fer nátt- úrlega í hálfgert sjokk við svona tíðindi.“ Fljótlega eftir að heim var komið frá Ítalíu sóttu hjónin bílaumboð Suzuki heim í þeim tilgangi að kynna sér betur verðlaunabílinn og velja á hann lit, en í boði eru alls fjórtán litasamsetningar. Sportjeppi í tveimur litum Ákváðu þau Ragnar og Hólm- fríður Jóna að hafa jeppabifreiðina í mildum ljósbrúnum lit en með svartmálað þak og útispegla. „Framendi bílsins er mjög sportleg- ur og því fannst mér það freistandi að fara aðeins út fyrir rammann og velja liti sem tekið er eftir. Bíllinn verður, að mér finnst, rennilegri svona tvílitur,“ sagði Ragnar. Þá er jeppabifreiðin einnig á mjög sport- legum felgum sem gera mikið fyrir útlitið auk þess sem finna má króm- lista á framenda og hliðum bifreið- arinnar. Spurður hvert ekið verður fyrsta rúntinn á nýja jeppanum svaraði Ragnar: „Ætli við tökum ekki sjáv- arsíðuna við höfuðborgarsvæðið áð- ur en við endum í miðbænum þar sem ég býð Fríðu upp á pylsu.“ Er þetta í fjórða sinn sem Morg- unblaðið afhendir nýja bifreið í áskrifendaleik blaðsins. Morgunblaðið/Eggert Til hamingju Vinningshafarnir Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir og Ragnar Ólafsson taka á móti bíllyklunum úr hendi Úlfars Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Suzuki, en að baki honum stendur Haraldur Johannessen ritstjóri. Fengu sér seinast bif- reið úr kassanum 1982  Tryggir áskrifendur fengu nýjan sportjeppa afhentan Miklar annir voru í Karphúsinu hjá embætti ríkissáttasemjara í gær. „Það voru einir þrettán fundir í dag og fullt hús af fólki,“ sagði El- ísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, síðdegis í gær. Þar ræddu samninganefndir bæjarstarfsmanna í BSRB og ASÍ við samninganefndir Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Reykjavíkur- borgar og ríkisins. Aðilar nýttu sér aðstöðuna þótt viðræðunum hefði ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gær voru einnig haldnir fjórir fundir í kjaradeilum sem vísað hafði verið til ríkissáttasemjara. Fundur Skólastjórafélags Íslands og launanefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hófst kl. 10.00 í gærmorgun. Gert var hlé síðdegis til klukkan 19.00 og þótti allt benda til þess að kjarasamningur yrði undir- ritaður, eins og raunin varð. Degin- um lauk með undirritun kjarasamn- ings Skólastjórafélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Auk þess funduðu í gær Verka- lýðsfélag Akraness og launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna hjá Akranesbæ (sjá hér fyrir neðan) og eins Flugvirkjafélag Íslands og ríkið vegna flugvirkja hjá Flugmála- stjórn. Einnig var haldinn fundur í kjaradeilu 13 félaga bæjarstarfs- manna innan BSRB, sem eru í sam- floti, og ríkisins. Annar fundur í þeim viðræðum er boðaður í dag. Ekki hefur verið boðaður fundur í Straumsvíkurdeilunni, þ.e. deilu sex stéttarfélaga við SA vegna Rio Tinto Alcan. Í fyrradag var fundur í deilu Flugvirkjafélagsins og Bláfugls ehf. og var ekki búið að boða annan fund þeirra í gær. gudni@mbl.is Margir fundir í Karphúsinu  Skólastjórar sömdu við sveitarfélögin Ljósmynd/KÍ Undirritun Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sleit í gær viðræðum við launa- nefnd sveitarfélaga vegna starfs- manna hjá Akraneskaupstað. Ástæðan er sú að launanefndin vísaði í SALEK-samkomulagið. Samkvæmt því á að taka tillit til launabreytinga frá nóvember 2013. Kostnaðaráhrif kjarasamn- ings frá þeim tíma til ársloka 2018 mega ekki vera hærri en 32%. Vil- hjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir ljóst að kostnaðaraukinn sé orðinn 11%. Starfsmönnum sveit- arfélaga standi því einungis til boða rúmlega 20% hækkun til ársloka 2018. Hann tel- ur að sam- komulagið standist ekki lög og hefur því falið lögmönn- um VLFA að fá félagsdóm til að skera úr um lög- mæti SALEK-samkomulagsins. Stefnir SALEK fyrir félagsdóm VLFA TELUR SALEK-SAMKOMULAGIÐ EKKI STANDAST LÖG Vilhjálmur Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.