Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Kristniboðs-sambandsins, en Sambandið er með starfsemi í Eþíópíu, Keníuog Japan og útvarpskristniboð til Kína. Það er einnig sam-
starfsaðili sjónvarpsstöðvarinnar SAT7 sem er samkirkjuleg sjón-
varpsstöð sem sendir út til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.
„Kristniboðssambandið er með fjögur og hálft stöðugildi hér
heima, þar af eitt á Basarnum, nytjamarkaði. Ein hjón eru kristniboð-
ar í Japan og þrír eru í þriggja mánaða törn í Eþíópíu. Svo verða
tvenn hjón eftir áramót í Eþíópíu og Keníu en okkur vantar langtíma-
kristniboða þar. Ég sjálfur er ekki á leiðinni út á næstunni en var í
Keníu í mars en þar hef ég starfað í 10 og hálft ár allt í allt, mestan-
part í Pokot-héraði sem er í norðvesturhluta landsins.
Af áhugamálum þá eru þau að vinna í garðinum heima, ég stunda
innanhúsknattspyrnu með félögunum tvisvar í viku, syndi, hleyp,
geng og les bækur og tímarit, hef gaman af að taka myndir og vera
með konu minni, börnum og barnabörnum.“
Eiginkona Ragnars er Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræð-
ingur og hjúkrunarfræðingur. Þau eiga fjögur börn, Sigurð sem er
læknir, Hermann Inga háskólanema, Kristínu Rut háskólanema og
Árna Gunnar lögreglumann.
„Afmælisdagurinn verður þannig að ég fer í fótbolta í KR-heimilinu
klukkan 8 og heimsæki síðan móður mína sem er á spítala. Svo verður
veisla heima síðdegis fram á kvöld með nánustu ættingjum og
nokkrum vinum.“
Í Keníu Ragnar með samstarfsfólki í Tolkogin í vor. Horft er niður til
Chepareria, þar sem hann bjó, og þar norður eftir sést til Úganda.
Byrjar afmælisdag-
inn á að spila fótbolta
Ragnar Gunnarsson er sextugur í dag
G
uðlaug Erla fæddist á
bænum Ósi á Skógar-
strönd 5.11. 1965, þar
sem móðurafi hennar og
amma bjuggu. Þar átti
hún heima fyrstu æviárin en flutti í
Vogahverfið í Reykjavík þegar hún
var fimm ára og var í sveit öll sumur
hjá afa og ömmu á Ósi fram á ung-
lingsár: „Á þessum árum var mamma
einstæð móðir með tvö börn, en fyrir
mér eru það viss forréttindi að hafa
haft svo mikið af afa og ömmu að
segja, kynnast gildum og menningu
þeirrar kynslóðar og almennum
sveitastörfum þess tíma.“
Guðlaug var í Vogaskóla og gerði
síðan stuttan stans í MS: „Þá var
Menntaskólinn við Tjörnina nýfluttur
í Vogahverfið og var í sama húsnæði
og við höfðum verið í í yngri bekkjum
Vogaskóla. Mér og vinkonu minni
þótti þetta lítil tilbreyting – í sömu
skólastofum með sömu nemendum og
í grunnskóla. Ég flutti mig því yfir í
Ármúlaskóla á fyrstu önn og lauk
þaðan námi á uppeldisbraut.“
Eftir stúdentspróf kenndi Guðlaug
einn vetur á Seyðisfirði, tók þar þátt í
starfi með leikfélaginu og lék í leikrit-
inu Síldin kemur og Síldin fer. Hún
lauk síðan kennaraprófi frá KHÍ vor-
ið 1990. Á námsárunum í KHÍ starf-
aði Guðlaug með Leikfélagi Kópa-
vogs, fór síðan í leiklistarnám við
Háskólann í Þrándheimi og lauk það-
an námi í desember 1991.
Guðlaug sinnti síðan almennri
kennslu og leiklist i grunnskólum
Reykjavíkur. Hún kenndi töluvert við
leiklistarval og setti upp sýningar
með grunnskólanemendum.
Sumarið 1992 opnaði Guðlaug fata-
verslunina UNO Danmark ásamt eig-
inmanni sínum og starfræktu þau
hana í fimm ár. Jafnframt stundaði
hún leiklistarkennslu. Haustið 1997
fluttu þau hjónin á Hvanneyri í Borg-
arfirði þar sem Guðlaug kenndi í eitt
ár og var þar síðan skólastjóri í fimm
ár. Þau fluttu svo á Álftanes haustið
2003 þar sem þau búa enn.
Guðlaug var aðstoðarskólastjóri
við Álftanesskóla í fimm ár að und-
anskildu eins árs námsleyfi en hún
lauk meistaranámi í stjórnun haustið
2007. Haustið 2008 varð Guðlaug svo
skólastjóri í Ingunnarskóla í Reykja-
vík þar sem hún starfar enn.
Guðlaug sat lengi í skólamálanefnd
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri – 50 ára
Fjölskyldan Guðlaug Erla og Birgir Óli með börnunum, Gunnari Oddgeiri og Þórunni Hvönn, sem bæði eru í námi.
Leiklistin er kennsla
og kennslan er leiklist
Á slóðum Mont Blanc Guðlaug með
kvenna-gönguhópunum í Ölpunum.
Dalvík Sunna Valdís
Arthursdóttir fæddist
2. janúar 2015 kl.
11.07. Hún vó 4.250 g
og var 58 cm löng.
Foreldrar hennar eru
María Jónsdóttir og
Arthur Már Eggerts-
son.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Velkomin á
Jólahlaðborð Hótel Arkar
Njóttu notalegrar kvöldstundar á jólahlaðborði sem verður í boði dagana
21. og 28. nóvember og 5. og 12. desember 2015.
Verð er 8.900 kr. á mann og borðapantanir eru í síma 483 4700.
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is
Þetta árið mun Eyjólfur Kristjánsson sjá um
dagskrána á meðan borðhaldi stendur.
Eyfi er löngu orðinn landsþekktur tónlistarmaður og
svíkur engan. Að borðhaldi loknu mun plötusnúður
hússins skemmta fólki fram eftir nóttu.