Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Fram kemur í pistli Reimars Péturs-
sonar, formanns Lögmannafélags
Íslands, í síðasta tölublaði Lög-
mannablaðsins að Héraðsdómur
Reykjavíkur hafi heimilað síma-
hlustun hjá lögmanni við rannsókn á
almenningshlutafélagi árið 2010. Þá
segir að einnig
hafi lögreglu ver-
ið heimilað „að
hlusta og hljóð-
rita með leynd
samtöl og önnur
hljóð innan
veggja lögmanns-
stofu.“ Nánari
upplýsingar
liggja ekki fyrir
um á hvaða lög-
mannsstofu hler-
unarbúnaður hafi verið settur upp
og vildi Reimar ekki tjá sig um málin
þegar eftir því var leitað.
Hins vegar segir í lokaritgerð
Odds Ástráðssonar í MA-námi í lög-
fræði í HÍ síðastliðið vor, um síma-
hlustanir, að hlerunarheimild í til-
vikinu þar sem sími lögmanns var
hleraður hafi verið gefin út 2010.
Úrskurðir um hlerunarheimildir
eru bundnir trúnaði og því tiltekur
Oddur ekki um hvaða mál sé að
ræða. Í ritgerðinni kemur þó fram
að málið hafi verið til rannsóknar hjá
sérstökum saksóknara og að þetta
sé eitt þeirra mála sem ekki séu
lengur til rannsóknar. Beindist
rannsókn að meintum brotum fimm
manna, frömdum í störfum fyrir al-
menningshlutafélag seint á árinu
2008, eða meira en ári áður en heim-
ildar til símahlustana var óskað.
Ekkert vikið að trúnaði
Í ritgerðinni segir að einn hlust-
unarþola hafi verið lögmaður „úti í
bæ“ sem hafði með höndum umboðs-
störf fyrir félagið. „Þau einu rök sem
færð voru að því í kröfu sérstaks
saksóknara um hvaða rannsókn-
arhagsmunir væru í húfi voruað til
stæði að kalla þessa menn til yf-
irheyrslu og að í kjölfarið væri lík-
legt að sú atburðarás færi af stað að
þeir myndu ræða saman um málin
og þá gætu komið fram upplýsingar
sem hugsanlega gætu skipt máli fyr-
ir rannsóknina,“ segir í ritgerðinni.
Er heimildin ekki síst athygl-
isverð fyrir þær sakir að fram hefur
komið gagnrýni á það þegar trún-
aðarsamtöl sakborninga og lög-
manna hafa orðið hluti af gögnum
lögreglu. „Þá vekur athygli í fram-
angreindu máli að ekki er fjallað
með neinu móti um það sérstaklega
að verið sé að leyfa símahlustun hjá
lögmanni sem átti aðkomu að málum
sem slíkur og sem starfa sinna vegna
á reglulega í trúnaðarsamskiptum
við umbjóðendur sína,“ segir Oddur
í ritgerðinni um hlerunarúrskurð
héraðsdóms.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, vildi ekki tjá sig um mál-
ið en segir þó að lögmenn geti líkt og
aðrir haft réttarstöðu sakbornings
þó að réttarstaða manna geti breyst
á rannsóknartímabili.
Hlerun óháð réttarstöðu
Jafnframt bendir hann á að ekkert
í lögum banni það að símar fólks séu
hleraðir þó að viðkomandi hafi ekki
stöðu grunaðs manns, ef upplýs-
ingar sem fást við hlustun geta haft
mikið að segja um framvindu máls.
Spurður um það hvort hleranir
sem framkvæmdar voru rúmu ári
eftir að meint efnahagsbrot, og þá
flest í aðdraganda bankahrunsins,
hafi skilað einhverjum upplýsingum
þá telur Ólafur svo vera í nokkrum
tilvikum. „Það gerði það að ein-
hverju marki. Í einhverjum tilvikum
hafa símtöl verið spiluð undir máls-
meðferðinni. Svo er hins vegar mis-
jafnt hvað dómurinn tekur upp af
þessu. Auðvitað var líka talsvert af
símtölum sem ekkert hafa með málið
að gera. Í heild var töluvert mikil
vinna sem fór í að greina þessi
gögn,“ segir Ólafur. Nokkur gagn-
rýni hefur m.a. komið fram um þær
aðferðir rannsakenda að hlera síma
manna löngu eftir að meint brot hafa
átt sér stað. Spurður hvort hann
teldi ráðlagt að grípa til hlerana hér
eftir við rannsókn mála þar sem
langt er síðan brot voru framin, seg-
ir Ólafur að aðstæður verði að ráða
því. „Það verður að skýrast af efni
máls og aðstæðum,“ segir Ólafur.
Sími lögmanns var hleraður
Sími lögmanns var hleraður í tengslum við rannsókn á almenningshlutafélagi árið 2010
Hlerunarbúnaður settur upp á lögmannsstofu Símahlustanir skiluðu árangri segir Ólafur Þór
Morgunblaðið/Júlíus
Símhleranir Formaður Lögmannafélags Íslands segir síma lögmanns hafa
verið hleraðan og að hlerunarbúnaður hafi verið settur á lögmannsstofu.
Reimar
Pétursson
Jón Steinar
Gunn-
laugsson,
fyrrverandi
hæstaréttar-
dómari, hef-
ur gagnrýnt
framkvæmd
hlerana. „Ég
fæ ekki betur
séð en að
rannsóknar-
heimildin til hlerana hafi verið
misnotuð. Sérstaklega er það
ámælisvert þegar heimild er
veitt í sömu andrá og mönnum
er sleppt úr gæsluvarðhaldi.
Það getur ekki staðist að slíkt
sé heimilt. Þegar menn hafa
verið yfirheyrðir í gæslu-
varðhaldi, þá hafa menn notið
réttar til að neita að svara
spurningum. Það kemur ekki til
greina að það megi njósna um
þá með hlerun eftir að þeim er
sleppt. Eingöngu til að athuga
hvort það veiti upplýsingar um
atriði sem þeir neituðu að gefa
svör um í gæsluvarðhaldinu,“
segir Jón Steinar.
Misnotuð
heimild
JÓN STEINAR
Jón Steinar
Gunnlaugsson
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
—
Með öllum gleraugum
fylgir annað par af glerjum
í sama styrk frítt með
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14