Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 » Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær ímiðborg Reykjavíkur með fjölda tónleika, bæði á dagskrá og utan hennar. Meðal þeirra sem tróðu upp í gær utan dagskrár var pönksveitin Börn sem lék og söng af miklum krafti á Kaffi Vínyl við Hverfisgötu þegar ljósmyndara bar að garði. Tónleikafjöld í miðborginni á fyrsta degi Iceland Airwaves Morgunblaðið/Styrmir Kári Iceland Airwaves Pönksveitin Börn lék og söng af miklum krafti á Kaffi Vínyl við Hverfisgötu í gærkvöldi. Gaman Viðstaddir lifðu sig inn í tónlist pönksveitarinnar. Gestir Byrjun Iceland Airwaves lofar góðu um framhaldið. Norræna húsið býður upp á ut- andagskrá á Airwaves með áhugaverðum hljómsveitum úr norðri sem leika munu í nýju og sérhönnuðu tón- listarrými í kjall- ara hússins sem kallað er svarta boxið. Meðal þeirra sem halda tón- leika í dag eru Moonbow frá Bret- landi, íslenska hljómsveitin Vio og hin óviðjafnanlega dj flugvél og geimskip. Tónlist úr norðri flutt í svörtu boxi Magnús Thorlacius er söngvari Vio. Margir spennandi tónleikar verða haldnir í dag á öðrum degi Iceland Airwaves og verða hér þrennir nefndir. John Grant heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu með Sinfón- íuhljómsveit Íslands kl. 20. Grant sendi frá sér þriðju hljóðversplötu sína í byrjun október, Grey Tickles, Black Pressure og verður for- vitnilegt að heyra lög af henni í út- setningum fyrir sinfóníuhljómsveit. Bandaríska hljómsveitin Mercury Rev leikur í Silfurbergi kl. 22.30, rokksveit sem var stofnuð árið 1980 og á sér eflaust stóran aðdáendahóp á Íslandi. Finnska tónlistarkonan Mirel Wagner heldur tónleika í Fríkirkjunni kl. 21 en hún hlaut Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir árið 2014 fyrir plötu sína When The Cellar Children See The Light Of Day. Tónlist Wagner lýsti Arnar Eggert Thoroddsen í pistli sem nokkurs konar dauðablús og „ber- strípuðum kassagítarstemmum sem líða um myrkrið, innblásnar af forn- um, órafmögnuðum blús frá Am- eríku“. Forvitnilegt verður að hlusta á það í kirkjunni. Dagskrá og upplýsingar um tón- listarmenn hátíðarinnar má finna á vef hennar, icelandairwaves.is. Ljósmynd/Teemu Kuusimurto Dauðablús Tónlistarkonan Mirel Wagner heldur tónleika í Fríkirkjunni. John Grant, Mercury Rev og Mirel Wagner JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30 CRIMSON PEAK 11 EVEREST 3D 5;30,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.