Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 ✝ Fríða Krist-jánsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 24. október 2015. Foreldrar Fríðu voru Kristján Sig- urjónsson vélstjóri, f. 30. september 1905, d. 13. mars 1982, og Sigríður Ísleif Ágústs- dóttir húsmóðir, f. 22. mars 1905, d. 16. september 1961. Fríða átti einn yngri bróður, Ágúst Kristjánsson, f. 2. nóv. 1933 í Reykjavík, d. 10. apríl 2007. Fríða giftist 15. maí 1954 Rögnvaldi Bergsveinssyni stýri- manni og síðar skipstjóra, f. 23. mars 1931 í Stykkishólmi. For- eldrar Rögnvaldar voru Berg- sveinn Jónsson skipstjóri og síð- ar hafnsögumaður í Stykkishólmi, f. 10. mars 1899 í Bjarneyjum, d. 26. maí 1981, og Vilborg Rögnvaldsdóttir hús- Már, f. 14. febrúar 1981, sam- býliskona Gréta Rún Árnadótt- ir, f. 11. mars 1978. 2) Rögnvald- ur Már, f. 26. apríl 1988, sambýl- iskona Herdís Haraldsdóttir, f. 4. júlí 1988. 3) Ingibjörg Fríða, f. 14. maí 1991, unnusti Sigurður Ingi Einarsson, f. 15. nóvember 1991. Barnabarnabörn Fríðu og Rögnvaldar eru átta. Fríða ólst framan af upp á Blómvallagötu 11 í Reykjavík en fluttist síðan með foreldrum sín- um í Barmahlíð 29 og þar hófu Rögnvaldur og Fríða síðar sinn búskap. Fljótlega byggðu þau hús ásamt bróður Fríðu og mág- konu við Nýbýlaveg í Kópavogi þar sem nú heitir Dalbrekka 4 og bjuggu þar til ársins 1965, þegar þau fluttu á Stekkjarflöt 9 í Garðabæ. Þar bjuggu þau allt til ársins 2004 þegar þau fluttu á Strandveg 20 í Garðabæ. Fríða gekk í Landakotsskóla og síðar Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1952. Hún vann hjá Raforkumála- stofnun ríkisins , var húsmóðir um tíma en síðar bankastarfs- maður í Iðnaðarbankanum í Hafnarfirði sem varð svo hluti Íslandsbanka. Útför Fríðu verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 5. nóvember 2015, klukkan 13. móðir, f. 27. ágúst 1897 á Straumi, Skógarströnd, d. 19. september 1972. Rögnvaldur og Fríða eignuðust þrjú börn, Ragn- heiði Vilborgu, f. 20. júlí 1954, Reg- ínu, f. 11. nóvember 1958 og Kristján, f. 7. apríl 1962, d. 29. janúar 1974. Maki Ragnheiðar er Hall- grímur Aðalsteinn Viktorsson, f. 13. ágúst 1953. Börn þeirra eru: 1) Kristján Hjörvar, f. 19. september 1978, maki Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, f. 16. sept- ember 1975. 2) Hrannar Þór, f. 26. apríl 1982, sambýliskona Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, f. 6. maí 1982. 3) Auður, f. 20. júlí 1988, sambýlismaður Eyjólfur Berg Axelsson, f. 3. nóvember 1984. Maki Regínu er Helgi Már Halldórsson, f. 30. desember 1958. Börn þeirra eru: 1) Andri Í dag kveðjum við hinstu kveðju Fríðu Kristjánsdóttur, tengdamóður mína. Stutt er á milli andláts hennar og Rögn- valdar Bergsveinssonar, eigin- manns hennar, er lést 3. júlí síðastliðinn. Fríðu kynntist ég á árunum eftir 1970 er leiðir okkar Ragn- heiðar dóttur hennar lágu sam- an. Fríða fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum og Hlíðunum. Hún var nemandi í Landakotsskóla og sagði oft frá þeim skólaárum sínum, talaði af virðingu um nunnurnar og var auðheyrt að sá tími var henni bæði ánægjulegur og skemmtilegur. Síðar lá leið hennar í Verslunarskólann það- an sem hún lauk prófi. Fríða var glæsileg ung kona, sann- kölluð Reykjavíkurmær, sem hélt reisn sinni nánast til hinstu stundar. Eftir að skólagöngu lauk starfaði hún við skrifstofustörf þar til hún gekk í hjónaband með Rögnvaldi og þau stofnuðu heimili. Heimilishaldið var mikið til í hennar höndum vegna fjarveru Rögnvaldar en hann var stýri- maður og skipstjóri á farskip- um lengst af starfsaldurs síns. Árið 1962 eignuðust þau son- inn Kristján sem lést 12 ára gamall eftir langvarandi veik- indi sem settu mark sitt á líf þeirra hjóna og dætranna um langa hríð. Fátt er eins erfitt og að missa barnið sitt og það sár grær aldrei að fullu. Fríða var mikil húsmóðir og lagði áherslu á að ætíð væri nóg að bíta og brenna á heim- ilinu og naut ég þess ríkulega enda veislukostur ekki af verri endanum. Kynnist ég þar ýmsum réttum sem bornir voru fram af mikilli list og alúð húsmóðurinnar. Hún hafði einnig yndi af að annast garðinn sinn á Stekkjarflötinni og þar fengu barnabörnin að aðstoða við ýmis verk sem þau minnast með gleði og ánægju. Ferðalög voru Fríðu mikið áhugamál, sérstaklega ef hægt var að treysta nokkuð örugg- lega að sólin skini helst dag- lega. Naut hún sólarljóssins hvar sem hún gat, jafnvel á köldum vetrardögum hér heima. 2004 fluttu þau hjónin í Sjálands- hverfið í Garðabæ og undu hag sínum vel þar, þótt enginn væri garðurinn. Síðustu mánuðina dvöldu þau hjónin á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði við gott atlæti og þar kvöddu þau þenn- an heim okkar með stuttu milli- bili, eins og fyrr segir. Að leið- arlokum þakka ég góð kynni og samfylgd um langa tíð. Blessuð sé minning þeirra. Hallgrímur Viktorsson. Fyrsti vetrardagur. Hún var veik og við vissum að hverju kynni að draga. Áttum þó ekki von á þessu alveg strax, en hún dreif sig. Sumarið var hennar tími, sólin og blómin. Fríða tengda- móðir mín var sóldýrkandi, elskaði sólina, brosti við henni. Sólskinsbros. Það var henni tamt að drífa sig, alltaf mætt tímanlega. Stundum mjög tím- anlega. Ég sé ekki fyrir mér að hún hafi nokkru sinni mætt of seint til vinnu. Hins vegar veit ég að hún mætti oft til vinnu miklu fyrr en henni bar skylda til. Hún var skipulögð. Þurfti líka á því að halda. Hún rak heimilið og bar hitann og þung- ann af uppeldi barnanna á með- an eiginmaðurinn sinnti sínum skyldustörfum fjarri heimilinu, stundum svo mánuðum skipti. Hún mætti áföllum. Móðir hennar háði áralanga baráttu við krabbamein og lést langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og sex ára gömul, árið 1961. Þá bar Fríða Kristján son sinn undir belti og aðeins tólf árum síðar fylgdi hún honum til grafar. Enginn fylgir barni sínu til grafar án þess að bera þess merki á eftir, allt lífið. Hún barðist og notaði alla sína krafta til stuðnings syni sínum sem haldinn var hrörnunar- sjúkdómi sem náði fljótt yfir- höndinni. Ein oft á tíðum, með- an eiginmaðurinn var fjarverandi, en þó ekki alveg ein því eldri börnin, systurnar tvær, veittu með henni þann stuðning sem þær gátu við langveikt barn. Hún var fram- sýn. Lagði áherslu á að Kristján gæti fylgt sínum jafnöldrum eins og kostur væri. Hún var óþreytandi og uppfinninga- og uppátækjasöm við að veita hon- um ánægju og gleði í hans stutta og erfiða lífi. Fimm árum eftir fráfall Kristjáns kom ég í inn í fjöl- skylduna. Ég skynjaði strax skuggann sem yfir hvíldi vegna þess. Samt er það bros sem ég tengi við minningu minnar elskulegu tengdamóður. Alltaf brosandi frá því ég kynntist henni fyrst og hún skipti sjald- an skapi, jákvæð og vildi allt fyrir Regínu mína og mig gera. Bros og létt lund. Barnabörnin fengu að njóta hvors tveggja, ómælt í gegnum árin. Það var stuð í pössun hjá ömmu Fríðu og afa Rögnvaldi, gleði og glaumur, músík og dans! Amma var uppátækjasöm og óútreikn- anleg. Tíminn eirir engu. Kynslóðir fara og koma. Á aðeins þriggja og hálfs mánaðar tímabili horfi ég nú á eftir tengdaforeldrum mínum, báðum. Nú eru tíma- mót og söknuður við leiðarlok Fríðu og Rögnvaldar. Hver tími er þó alltaf upphaf að því sem er ókomið. Við afkomendur tökum við keflinu og færum áfram til næstu kynslóða. Geymum með okkur minn- inguna um okkar rætur og fólk- ið sem við erum komin af, í þökk, af kærleik og með virð- ingu. Guð blessi minningu tengda- móður minnar, Fríðu Kristjáns- dóttur, sem verður borin til grafar í dag. Hún kvaddi okkur í lok sumars, á fyrsta degi vetr- ar. Helgi Már Halldórsson. Það eru forréttindi að eiga ömmu og það voru enn meiri forréttindi að eiga ömmu Fríðu sem ömmu. Stutt er síðan við frændurnir sátum hér á Strandveginum og skrifuðum minningargrein um afa Rögnvald. Nú sitjum við hér saman á ný og rifjum upp góðar minningar um ömmu Fríðu sem ylja okkur um hjartarætur. Sterkustu og bestu minning- arnar sem við frændurnir eig- um um ömmu Fríðu tengjast nætur- og helgargistingum á Stekkjarflötinni. Þar fengum við að láta öllum illum látum og tróðum í okkur sælgæti, ís, poppi og öðru góð- gæti, foreldrum okkar til mik- illar ánægju! Amma Fríða var eins og all- ar ömmur eiga að vera. Alltaf kát, brosandi, með opinn faðm- inn og vildi allt fyrir okkur gera. Væntumþykja hennar í garð okkar skein í gegn. Laufabrauðsgerðin árlega er skemmtileg minning og sér í lagi viðbrögð ömmu Fríðu þeg- ar kom að því að steikja laufa- brauðið í samvinnu við Ágúst bróður sinn. Varfærnin var slík að eldhús- ið var nánast lýst sem hættu- svæði þar sem börn og full- orðnir máttu ekki bregða þar fæti inn fyrir. Jóladagsboðin eru okkur of- arlega í huga og munum við eftir því hversu fjölmenn og skemmtileg þau voru. Amma var yfirleitt byrjuð að undirbúa jólaboðið eldsnemma á jóla- dagsmorgun, enda skipulögð fram í fingurgóma, og um há- degisbil var allt orðið klárt. Hangikjöt, rófustappa, grænar baunir og að sjálfsögðu „Gunnsusalatið“ víðfræga! Há- punktur jólaboðsins var bingó- stundin þar sem fjölskyldur kepptust um glæsilega vinninga og mikið var hlegið. Oft á tíðum á hinum ýmsu mannamótum þar sem amma og afi voru gestkomandi þurfti amma að hinkra eftir afa Rögn- valdi þegar kom að heimferð. Orðin „Jæja, Rögnvaldur“ heyrðust reglulega þar til afi Rögnvaldur tók af skarið og fylgdi ömmu Fríðu heim. Í þetta sinn var komið að því að afi Rögnvaldur þurfti að bíða. Biðin var þó ekki löng og hvíla þau nú saman. Elsku amma Fríða, við pöss- um okkur á bílunum. Takk fyr- ir allar minningarnar. Hvíldu í friði. Kristján, Andri Már og Hrannar Þór. Við barnabörnin áttum alltaf athvarf hjá ömmu Fríðu og afa Rögnvaldi á Stekkjarflöt og eyddum þar stórum hluta æsk- unnar. Við löbbuðum til þeirra eftir skóla og fyrir tónlistar- skóla eða íþróttaæfingar, fórum í pössun í lengri eða styttri tíma og áttum þar margar góð- ar stundir saman. Vinir okkar komu með í heimsókn og fengu grjónagraut og slátur hjá ömmu Fríðu. Það þótti henni vænt um og vinir okkar minn- ast grautarins enn þann dag í dag. Á kvöldin voru gæðastund- irnar hvað heilagastar, og þá sérstaklega laugardagskvöldin. Við pöntuðum pizzu með skinku og ananas, dönsuðum macarena í stofunni, drógum sængurnar upp að höku fyrir framan sjón- varpið með popp og kók. Síðan tókum við einn svartapétur fyr- ir svefninn. Amma kom alltaf upp um sjálfa sig, þegar hún var með svartapétur, með sínum yndis- lega hlátri. Amma var alltaf til staðar, einhversstaðar í húsinu, og gaf okkur alltaf rými til að búa til okkar eigin ævintýraveröld; hvort sem við breyttum eldhús- búrinu í kaupfélag, svefnher- berginu í bankaútibú, stofunni í skemmtiferðaskip eða svefn- herbergisganginum í hand- bolta- og fótboltavöll. Þegar svengdin kallaði og togaði okkur til baka í raun- veruleikann var amma alltaf tilbúin með eitthvað fyrir okkur að narta í, varð þá brauð í mín- útugrilli oftast fyrir valinu. Amma var alla tíð dugleg í garðinum, hafði unun af því að hugsa um rósirnar og runnana og sást það langar leiðir. Garð- urinn á Stekkjarflöt var algjört ævintýraland þar sem við eydd- um mörgum sumardögunum í alls kyns leikjum og enduðum svo á að aðstoða við kartöflu- uppskeru á haustin, sem að okkar mati voru algjör forrétt- indi. Eins og ömmum er tamt, sagði hún okkur margar sögur af sjálfri sér, skólagöngu sinni í Landakotsskóla og Verslunar- skólanum, æskuminningum úr Vesturbænum og sérstaklega af Ágústi bróður, en hann „var nú meiri prakkarinn“ eins og hún sagði alltaf. Þær sögur kunnum við utan að, enda hafði amma alltaf gaman af þeim. Eins fengum við reglu- lega að heyra af frændfólki hennar í Vestmannaeyjum sem henni þótti alltaf vænt um. Eitt má segja með sanni um hana ömmu, að hún bar nafn með rentu. Amma Fríða, eða amma skvís, var alltaf vel til- höfð, fór ekki út úr húsi nema með naglalakk, eyrnalokka, hálsmen og auðvitað bleikan varalit. Þá var hún alltaf súkkulaði- brún hin síðari ár enda nýtti hún sólarstundirnar vel á pall- inum á Stekkjarflöt og svöl- unum á Strandveginum. Þegar fór að dimma voru þau afi dug- leg að sækja í sólina erlendis. Alltaf komu þau brúnni til baka en áður og ekkert okkar skildi hvernig það var yfirhöf- uð hægt. Amma okkar var falleg að innan sem utan; brosið, hlát- urinn og húmorinn var hennar einkennismerki allt fram til síðustu stundar. Við munum minnast ömmu með því að til- einka okkur hennar léttu lund, dansa og syngja hátt með uppáhaldslaginu okkar og reyna eins og við getum að passa okkur á bílunum. Þín ömmubörn, Rögnvaldur Már, Auður og Ingibjörg Fríða. Það var skrítið að fá fréttir af andláti Fríðu þó vitað væri í hvað stefndi um nokkurt skeið. Fjórum dögum fyrr hafði hún vinkað mér svo fallega í síð- asta skiptið. Minningabrot hrannast upp sem eiga það sameiginlegt að vera öll góð. Fyrstu búskap- arár okkar Ágústs, bróður Fríðu, voru í sama húsi og heiðurshjónin Fríða og Rögn- valdur. Það var notalegt fyrir unga stúlku að geta leitað til Fríðu og var farið á milli hæða í þeim erindum. Þegar eitt barna minna slas- aðist, þá hljóp ég upp til Fríðu sem var ávallt hjálpfús og örugg og fór með mér með barnið á spítalann. Síðar þegar við fluttumst hvor í sitt hús- næðið héldum við áfram góð- um venjum. Sláturgerð var ómissandi þáttur hjá okkur húsmæðrun- um og er það sterkt í minning- unni þegar við settumst niður að loknu góðu verki og hlust- uðum á „Spanish eyes“ og sungum hástöfum með. Sherry-tár var þá gjarnan inn- an seilingar. Ófáar stundir eru tengdar fallega heimili þeirra Fríðu og Rögnvaldar á Stekkjarflötinni í Garðabænum. Jólaboð fyrir stórfjölskylduna héldu þau hjón af rausnarskap og gleði í mörg ár. Unga kynslóðin hafði mjög gaman af þessum skemmtilegu boðum þar sem alltaf var eitt- hvað fyrir stafni fyrir alla ald- urshópa. Spilað bingó, fót- boltaspil, leikið, spjallað eða slappað af og horft á sjónvarp. Í seinni tíð hittumst við einnig í laufabrauðsskurði á aðventu. Þessar gleðistundir eru minn- ingar sem við fjölskyldan höld- um mikið uppá. Þegar Fríða og Rögnvaldur fluttu í minna húsnæði urðu heimsóknirnar af öðrum toga þar sem þeirra dýrmætu tengsla við fjölskylduna um jól naut ekki við. Með innilegri samúð til að- standenda og styrk þeim til handa kveðjum við elskulega mágkonu, frænku og vinkonu. Megi guð blessa minningu yndislegrar konu. Hekla og fjölskyldan öll. Fríða Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma langa Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fríða Rún, Brynjólfur og Ragnheiður. ✝ Kristján Jóns-son fæddist 29. nóvember 1949. Hann lést 6. októ- ber 2015. Kristján var næstelsta barn hjónanna Jóns Kristjánssonar, f. 18. september 1921, d. 5. nóv- ember 2010, og Gerðar Kristjáns- dóttur, f. 3. mars 1921, d. 5. nóv- ember 2013. Þau bjuggu lengst af í Fremstafelli, Ljósavatns- hreppi (nú Þingeyj- arsveit) í Suður- Þingeyjarsýslu, en síðar í Reykjavík. Börn þeirra eru: Halldóra, f. 31. mars 1948, Árni Geirhjörtur, f. 18. maí 1953, Áslaug Anna, f. 18. maí 1953, Jónas, f. 10. júní 1955, og Rósa Sigrún, f. 20. nóv- ember 1962. Útför Kristjáns var gerð frá Þorgeirskirkju 13. október 2015. Þegar Árni frændi minn frá Fremstafelli hringdi um daginn datt mér fyrst í hug að nú hefði fæðst skemmtileg vísa. Erindið var annað. Kristján bróðir hans hafði látist þennan dag. Samstundis hvarflaði hugur- inn heim í Kinn. Í Fremstafell þar sem var farskóli fyrir margt löngu. Það vakti upp dásamleg- ar minningar. Kristján var hæfileikaríkur drengur eins og hann átti kyn til og varð mér strax fyrirmynd á ýmsum sviðum. Hann spilaði af stakri snilld bæði á harmonikku og orgel. Einnig á trommur í hljómsveitinni Steinaldarmönn- um sem ég naut þess heiðurs að spila og syngja með einn vetur. Mér er minnisstæð ein heim- ferð eftir dansleik í Ljósvetn- ingabúð. Kristján á Volgunni góðu í Fremstafelli. Ég farþegi og afar kátur. Á móts við Hlíð varð ekki lengra komist. Mokað og ýtt en ekkert dugði. Ég sagði frænda að nóg væri um sængur í Hlíð og þangað gengum við. Fengum þar góðar móttökur. Eftir sætan svefn hafði hríð- inni slotað. Þá var auðvitað ein- boðið að ræsa Massey Ferguson 35 X og vitja Volgunnar. Skemmst er frá því að segja að oft þurfti taug milli Volgunnar og traktorsins áður en komið var á leiðarenda. Þar kvödd- umst við frændur með virktum og ég hélt mína leið. Hann sína. Oft hittumst við síðar eftir þetta en eitthvað hafði breyst. Smám saman áttaði ég mig á því að þessi hæfileikaríki frændi minn mundi aldrei fá notið alls þess sem honum var svo vel gef- ið í vöggugjöf. Ei skal um andlát þylja, enginn flýr dauða sinn, þó oft reynist illt að skilja örlagadóm og vilja. Farðu vel vinur minn. (Kristján Benediktsson) Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim og hinum látna Guðs bless- unar. Valtýr Sigurbjarnarson. Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.