Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 ✝ Friðþjófur MaxKarlsson fædd- ist í Berlín 6. maí 1937. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 26. októ- ber 2015. Foreldrar hans voru Regína Jón- asdóttir, f. 24.7. 1909, d. 24.4. 1943, og Karl Ferdinand Schulz, f. 12.7. 1902, d. 6.2. 1940. Þau skildu árið 1938. Móðurforeldrar Frið- þjófs voru Jónas Hannes Jóns- son, f. 26.2. 1875, d. 12.12. 1941, og Sigurlaug Jakobína Indriða- dóttir, f. 21.3. 1871, d. 15.5. 1953. Eiginkona Friðþjófs er Ásdís Jónasdóttir, f. 4.6. 1941, dóttir Jónasar Pálssonar, f. 24.9. 1904, d. 13.9. 1988, og Dagbjartar H. Níelsdóttur, f. 6.2. 1906, d. 14.5. 2002. Friðþjófur og Ásdís gift- ust 14. nóvember 1959. Börn Friðþjófs eru 1) Kjartan Kári, f. 21.3. 1958, d. 14.8. 2009. Móðir Kjartans Kára var Guð- rún Sigurðardóttir, f. 18.5. 1937, d. 26.9. 1994. Börn Kjart- ans Kára eru Kristin Helene Kjartansdóttir Bergtun, f. 7.3. Landsímanum við að leggja símalínur um Snæfellsnes. Frið- þjófur vann síðar hjá Sjávaraf- urðadeild SÍS og í kjölfarið starfaði hann hjá Meitlinum í Þorlákshöfn. Samhliða vinnu við Meitilinn las Friðþjófur til stúdentsprófs í Verzlunarskól- anum utan skóla og hann lauk stúdentsprófi vorið 1967. Síðar vann hann í Seðlabanka Íslands samhliða fullu námi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist 1971. Friðþjófur vann um árabil sem aðalbókari Framkvæmda- stofnunar ríkisins og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Byggðastofnunar. Þegar Byggðastofnun var flutt til Sauðárkróks árið 2001 var Friðþjófur eini starfsmaður stofnunarinnar sem valdi að flytjast frá Reykjavík til Sauð- árkróks til að halda áfram vinnu við stofnunina. Friðþjófur vann í Byggðastofnun til ársins 2004, þegar hann varð 67 ára gamall og flutti þá til baka til Reykjavíkur. Friðþjófur var alla tíð mikill skákáhugamaður. Hann var for- maður Taflfélags Reykjavíkur 1981-1985 og var einnig í nokk- ur ár gjaldkeri í stjórn Skák- sambands Íslands. Friðþjófur Max Karlsson verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 5. nóvember 2015, kl. 13. 1988, og Kjetil Andreas Kjart- ansson Bergtun, f. 3.1. 1990. 2) Sigurlaug Regína Friðþjófs- dóttir, f. 10.9. 1961. Dóttir hennar er Birta Marlen Lamm, f. 15.3. 1991. Sambýlis- maður Birtu Mar- len er Bárður Ís- leifsson, f. 25.8. 1991. 3) Jónas Gauti Friðþjófsson, f. 17.7. 1966. Sambýliskona Jón- asar Gauta er Ragnhildur Georgsdóttir, f. 6.1. 1980. Sonur Jónasar er Maximilian Klimko, f. 24.4. 1994. Friðþjófur átti heima í Berlín tvö fyrstu æviárin. Hann ólst síðan upp hjá móður sinni og ömmu í miðbæ Reykjavíkur, í Tjarnargötu 5. Friðþjófur gekk í Miðbæjarbarnaskólann, Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan verzlunarprófi. Hann fór snemma út á vinnumarkaðinn og vann alla tíð samhliða skóla- göngu. Á árunum kringum tví- tugt vann hann m.a. í Vöruhús- inu við Klapparstíg og hjá Mánudagsmorguninn 26. október var fallegasti dagur haustsins. Eftir tíðar haust- rigningar í höfuðborginni var stjörnubjart þar til sólin kom upp og lýsti upp allt í kring. Föl á fjallahringnum, lygnt á sundum. Borgin að vakna. Elsku besti pabbi minn kvaddi þennan heim rétt fyrir hádegi þennan dag. Óumræð- anlegur söknuður tók við. Síðan þakklæti. Þakklæti fyrir líf pabba míns, Friðþjófs Max Karlssonar. Í þýsku afmæliskvæði koma þessar ljóðlínur fyrir: „Wie schön dass du geboren bist, wir hätten dich sonst sehr verm- isst.“ Það þýðir „en hve gott það var, að þú fæddist, því ann- ars hefðum við saknað þín svo mikið.“ Þetta eru orð að sönnu. Pabbi minn verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag. Á sex ára afmælisdegi sínum sat hann þar sem lítill drengur á fyrsta bekk og hélt í höndina á ömmu sinni í jarðarför mömmu sinnar Regínu. Tíu árum síðar var amma hans, Sigurlaug, jarðsungin frá Dómkirkjunni. Þrátt fyrir að hann missti þær svo snemma í lífinu voru áhrif frá þeim til staðar í pabba alla ævi. Hann hafði upplifað ást og væntumþykju á stuttum tíma, sem entist ævina út. Pabbi hafði ótrúlega seiglu í sér. Hann tók glaður mikla ábyrgð, lagði mikið á sig, var ósérhlífinn. Pabbi var traustur maður, klettur í fjölskyldunni og hann horfði alltaf fram á veginn. Hann var raunsær. Lífið var hér og nú. Hann var jákvæður og skemmtilegur og talaði vandaða íslensku, kryddaða með hnyttnum tilsvörum, máls- háttum, orðatiltækjum og til- vitnunum í íslenskar bókmennt- ir. Auk þess var hann mikill tungumálamaður. Framar öllu var hann góður fjölskyldufaðir og afi og við, börnin og barnabörnin, erum alltaf að sjá betur og betur hve mikil áhrif hann hefur haft á okkur. Að öllum líkindum eig- um við eftir að taka enn frekar eftir því sem árin líða. Í anda pabba míns vil ég nú reyna að horfa fram á veginn. Til hjálpar fæ ég ljóðskáldið Matthías Jochumsson. Ljóð hans hér að neðan var ritað í minningargrein um Regínu Jónasdóttur, mömmu pabba míns. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Blessuð sé minningin um elsku besta pabba minn. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Mánudaginn 26. október síð- astliðinn lést á Landakotsspít- ala mágur okkar, Friðþjófur Max Karlsson, Diddó, eins og hann var kallaður í fjölskyld- unni. Diddó var kvæntur Ás- dísi, yngstu systur okkar systra frá Elliðaey. Margar góðar minningar eig- um við í samvistum með þeim hjónum. Til þeirra var alltaf gott að koma og við alltaf boðin velkomin með opinn faðm. Það var sama hvort þar voru börnin okkar eða við fullorðna fólkið. Ferðir með þeim hjónum í Ell- iðaey voru einstök upplifun. Diddó tók þátt í eyjalífinu og naut þess með okkur eins og að veiða lunda og fara á færi. All- ar þessar minningar koma upp í hugann þegar við kveðjum þennan góða dreng. Diddó þurfti snemma að taka ábyrgð. Hann kom tveggja ára með móður sinni til Íslands frá Þýskalandi en faðir hans var Þjóðverji og varð þar eftir. Þau mæðgin settust að á Tjarnar- götu 5 hjá Sigurlaugu móður- ömmu sinni. Þegar Diddó er sex ára deyr móðir hans skyndilega og var hann þá áfram í umsjá ömmu sinnar. Árið sem hann varð 16 ára deyr amma hans, Sigurlaug. Hann var einbirni og móðursystur hans búsettar í Ameríku og um föðurfjölskyldu var ekki að ræða. Faðirinn týndur í stríð- inu og fátt eftir af móðurfólk- inu. Með dugnaði, einn síns liðs, kom hann sér til mennta. Dísa og Diddó voru ung að árum þegar þau fundu hvort annað. Sambúð þeirra var farsæl alla tíð. Börnin þeirra eru Sigur- laug Regína og Jónas Gauti. Elsku Dísa, Sigurlaug og Jón- as, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Elliðaeyjarsystur, Helga, Unnur Lára og Jóhanna. Það er margs að minnast við andlát Friðþjófs. Hann var einn af fjórum tengdasonum ömmu minnar og afa í Stykkishólmi en af þeim lifir einn í dag. Ég minnist hans fyrst þegar hann kom í Borgarnes til okkar. Þá hafði hann hitt Dísu móðursyst- ur sem var förunautur hans alla tíð síðan. Það sem ég tók þá eftir var hressileiki hans og glaðværð og honum þótti maturinn hjá móð- ur minni góður, sem hann var. Segja má að honum þótti gott að komast inn í okkar mann- mörgu ætt og kynnast þar fjöl- skyldunni en sjálfur mátti hann standa á eigin fótum u.þ.b. sex- tán ára gamall er hann missti ömmu sína sem var hans uppal- andi en foreldrar hans voru þá látin. Hann lauk síðan versl- unarskólanámi og þar á eftir varð hann viðskiptafræðingur og vann við það fag alla tíð. Ómældur er dugnaður hans á því sviði. Gaman er að minnast áranna sem við áttum á sumrin í Stykkishólmi og Elliðaey en þar ólust móðursystur mínar upp. Friðþjófur var þar í sum- arfríum og oft var kátt á hjalla og gaman að minnast góðra stunda, sérstaklega í Elliðaey á fögrum sumardögum. Hann var þar manna kátastur og hafði gaman af eyjalífinu. Ég minnist þess hvað hann nennti að vera með okkur krökkunum þá í alls kyns leikjum og þetta ein- kenndi hann alla tíð, áhugasam- ur um spil og leiki og ekki hvað síst skákina. Er ekki sagt að menn eigi ekki að gleyma að leika sér þó menn verði full- orðnir? Eftir að undirritaður fluttist til Reykjavíkur í nám má segja að ég hafi notið þar ómældrar gestrisni. Vil ég við leiðarlok þakka allar þær stundir hjá honum og Dísu. Þá var oft sleg- ið í skák eða fótboltaspil og mál rædd. Varðandi skákina þá gegndi Friðþjófur stjórnarstörfum hjá Taflfélagi Reykjavíkur og var þar um tíma formaður sem og dóttir hans Sigurlaug sem einn- ig varð formaður síðar. Eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu þá kom hann og hans góða kona oft í afmæli hjá dætrum mínum. Gaman er að minnast þess hvað hann var þakklátur fyrir þau boð og mærði mjög köku- gerð konu minnar sem ég verð að segja að hefur þar náð góð- um árangri. Hvað er nú hægt að segja, hann Friðþjófur er horfinn okkur og við söknum hans og sendum Dísu , Sigurlaugu, Jón- asi og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jónas H. Jónsson, Valgerður Stefanía Finn- bogadóttir og dætur. Fallinn er frá Friðþjófur Max Karlsson. Með honum er genginn mikill dugnaðarforkur sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna, allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af sam- viskusemi og jákvæðni. Tveggja ára gamall kom hann til Íslands með móður sinni frá Þýskalandi, en faðir hans var þýskur hermaður og móðir hans íslensk. Sex ára missti hann móður sína og tók þá móðuramma hans hann að sér, en hún dó þegar drengurinn var sextán ára. Það hlýtur að gefa auga leið að þessi lífsreynsla þessa unga pilts hefur mótað hann. Ég heyrði Diddó oft vitna í ömmu sína og þau ráð sem hún hafði gefið honum, það mátti greini- lega finna að það hvatti hann til dáða í lífinu. Lífsförunaut- urinn í um sextíu ár er hún Dísa móðursystir mín, stoð hans og stytta í gegnum tíðina. Þegar hún var rétt á tánings- aldri í Stykkishólmi kom flokk- ur símamanna þangað vestur í vinnuferð og í þeim hópi var Friðþjófur varla tvítugur; þau felldu hugi saman og örlögin voru ráðin, engin spurning þegar ástin tekur völdin. Alla tíð frá því að ég man eftir mér hefur samband þeirra verið kærleiksríkt. Gamall frændi sagði frá því þegar Dísa og Diddó byrjuðu sitt sam- band, þau voru svo falleg, sagði hann, og svo lík hvort öðru þegar þau spásseruðu um göt- ur bæjarins yfir sig ástfangin, þessar elskur. Mikill samgangur var á milli minnar fjölskyldu og þeirra í þá tíð. Það var mikið spilað og teflt, heilu skákmótin voru stundum heima á Helgugötu 8 í stofunni, við krakkarnir feng- um að vera með og Diddó var ekkert að hlífa okkur við keppnishörku sinni. Sjóræn- ingjaspil voru líka vinsæl og það var líka tekið alvarlega. Stutt var í hláturinn og gleðina hjá Diddó, sem var mjög smit- andi og skemmtilegur. Elliða- eyjaferðirnar eiga stóran sess í minningunni, lundaháfasmíði meðal annars úr gardínustöng- um, álrörum og fleira; þessum tilraunum stóð Diddó fyrir. Morgnarnir þegar átti að fara út í Breiðhólma að háfa lunda, þvílíkur bægslagangur eins og enginn væri morgundagurinn. Stundum út á klettunum með lundaháfana sungu þeir pabbi og hann og þá oft úr smiðju Halldórs Laxness: Ei mun sjóli armi digrum spenna, yrmlings sængur unga brík, utan hún sé feit og rík... o.s.frv. Tjaldútilegurnar eru sterkar í minningunni, Dísa og Diddó á Opel Kadett sem þjónaði þeim í mörg ár og við á Land Rover sem mér fannst komast yfir allar torfærur, en alltaf kom Kadettinn í humátt á eftir. Þegar starfsemi Byggðastofn- unar var flutt norður á Sauð- árkrók var Friðþjófur einn af fáum ef ekki sá eini sem flutti með, en hann hafði starfað hjá stofnuninni frá því að hún var sett á laggirnar. Þarna var ekki langt í að hann kæmist á eftirlaun. Þessi ákvörðun hans finnst mér lýsa dugnaði hans og elju- semi meira en mörg orð fá lýst. Elsku Dísa, Sigurlaug, Jón- as, ættingjar og vinir. Blessuð sé minningin um góðan dreng, Friðþjóf Max Karlsson. Sigurður Páll Jónsson. Friðþjófur Max Karlsson ✝ Guðrún fædd-ist á Öldugötu 32 í Reykjavík 15. ágúst 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 23. október 2015. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson vöru- bifreiðarstjóri, f. 10. mars 1903, d. 3. mars 1964, og Magnfríður Þóra Benediktsdóttir, f. 22. september 1905, d. 22. júní 1985. Guðmundur og Magn- fríður áttu sex börn og voru systkini Guðrúnar þessi: Sig- urður, f. 1930, Erla Soffía (eldri), f. 1938, d. 1939, Erla Soffía (yngri), f. 1940, Hreiðar, f. 1943 og Marinó, f. 1946. Guðrún giftist Gísla G. Guð- laugssyni fulltrúa í Reykjavík árið 1945. Gísli fæddist í Vest- mannaeyjum 17. febrúar 1923 og lést í Reykjavík 22. desem- ber 1993. Foreldrar hans voru Guðlaugur Gíslason, f. 20. maí 1896, d. 5. apríl 1972, og Krist- ín Ólafsdóttir, f. 18. feb. 1901, d. 5. ágúst 1959. Guðrún og Gísli eignuðust tvö börn: 1) Guðmund Þór útfararstjóra, f. 22. október 1945, kvæntur Margréti Ein- arsdóttur, f. 1953. Börn Guð- mundar og fyrri konu hans Katrínar Þórarinsdóttur, f. 1945, eru: a) Gísli Gunnar, f. 1962, maki Svanhildur Eiríks- dóttir, f. 1962, b) Eiríkur Þór, f. 1964, d. 1998, sambýliskona Hjördís Helga Ágústsdóttir, f. 1973, c) Sigurður Torfi, f. 1967, maki Helga Salbjörg Guðmundsdóttir, f. 1967, og d) Rúnar Þór, f. 1972, maki Kristín Ágústa Nathanaelsdóttir, f. 1970. 2) Kristínu lífeindafræðing, f. 6. júní 1949, maki Þórir Þórisson. Þau eiga þrjú börn: a) Þóri Jónas, f. 1976, maki Þorkatla Elín Sigurð- ardóttir, f. 1977, b) Rebekku Auði, f. 1980, maki Kevin Wi- dauer, f. 1985, og c) Gísla Steindór, f. 1981. Áður átti Kristín Guðrúnu Ýri, f. 1967, með Gunnari Ægissyni, f. 1947. Hún er gift Bergi Barðasyni, f. 1966. Guðrún gekk í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Henni var gert að hætta þar námi er hún varð barnshafandi, þættu það tíðindi í dag. Guðrún var prýðileg hannyrðakona og tók að sér saumaskap jafnhliða húsmóður- störfum og uppeldi barnanna. Árið 1968 gerðist Guðrún kaupkona í Parísarbúðinni í Austurstræti er hún keypti verslunina ásamt vinkonu sinni Rakel Sveinbjörnsdóttur. Ráku þær verslunina í sameiningu til ársins 1991. Guðrún var virk í Kvenfélagi Bústaðasóknar og söng í kór félagsins. Útför hennar verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 5. nóvember 2015, klukkan 13. Elsku amma mín, þá er kveðjustundin runnin upp. Þú og afi skipuðuð alltaf stóran sess í lífi mínu, enda var ég alin upp af ykkur að stórum hluta. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til baka, en ég ætla ekki að fara að telja það upp hér, við eigum þær minningar saman. Elsku amma mín, takk fyrir allt, guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Guðrún Ýr. Guðrún Guðmundsdóttir Okkar ástkæri SKÚLI GRÉTAR GUÐNASON, lögg. endurskoðandi, Sólbraut 17, Seltjarnarnesi, andaðist miðvikudaginn 28. október. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. nóvember klukkan 13. . Kristjana Björnsdóttir, Berglín Skúladóttir, Óskar Axelsson, Magnús Árni Kristín Dagmar Skúlason, Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ÁSTA KRISTINSDÓTTIR, áður til heimilis að Sólvöllum 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð 31. október. . Sigurhörður Frímannsson, Kristjana Sigurharðardóttir, Gunnfríður Sigurharðardóttir, Kristinn F. Sigurharðarson, Kristín J. Þorsteinsdóttir, Ívar E. Sigurharðarson, Marta Vilhelmsdóttir, Guðný Sigurharðardóttir, Einar Magnússon, Hörður Sigurharðarson, Bryndís Jóhannesdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.