Morgunblaðið - 24.11.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Skaðabótakröfur fyrir fórnar-lömb talídómíð, lyfs sem ásjötta og sjöunda áratug lið-
innar aldar er talið hafa valdið van-
skapnaði um tíu þúsund barna í um
46 löndum, standa enn yfir. Fimm-
tíu og fjögur ár eru síðan þýski
lyfjaframleiðandinn Chemie Grü-
nenthal innkallaði lyfið, en því var
ætlað að koma í veg fyrir morgun-
ógleði og svefnleysi þungaðra
kvenna og selt sem slíkt víða um
heim allt frá árinu 1957. Í sumum
löndum var lyfið næstum orðið eins
vinsælt og aspirín áður en áhrif
þess á fóstur urðu ljós.
Lyfjaskandall án hliðstæðu
Breska blaðið The Sunday Times
beitti sér fyrir fjársöfnun til fórn-
arlambanna snemma á áttunda ára-
tugnum og fór þáverandi ritstjóri,
Harold Evans þar fremstur í flokki.
Þá sögu sem og um þátt blaðsins í
að ljóstra upp um lyfjaskandalinn,
sem á sér vart hliðstæðu í heim-
inum, hyggjast kvikmyndafram-
leiðendur í Hollywood segja á hvíta
tjaldinu. Harvey og Bob Weinstein
hafa keypt kvikmyndaréttinn til að
endurgera heimildarmyndina At-
tacking the Devil: Harold Evans
Talídómíð – einn mesti harmleikur á friðartímum
Saga um siðferðilega
ábyrgð á hvíta tjaldið
Talídómíð Lyfið átti að vinna bug á morgunógleði og svefnleysi þungaðra
kvenna, en hafði þær afleiðingar að um tíu þúsund börn fæddust vansköpuð.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Leggirnir mínir eru ekkertsérstaklega fallegir, þeireru alltaf með mjögmörgum marblettum,
skrámum og sárum. Við systurnar
höfum oft talað um hvað það er
vandræðalegt fyrir okkur að vera
í bikiníi í sundi allar bláar og
marðar á leggjunum. En það er
partur af þessu, maður þarf líka
að læra að detta. Mér finnst lang-
skemmtilegast að vera í fjalla-
hjólabruni, það er rosalegt adr-
enalínkikk. Mér finnst ekki
gaman að hjóla á malbiki,“ segir
Þórdís Björk Georgsdóttir og
hlær en hún er mikil fjallahjóla-
geit.
„Ég hef stundað fjallahjóla-
mennsku frá því í febrúar á þessu
ári, en þá byrjaði ég að mæta á
æfingar með Gunnhildi systur
minni hjá Hjólreiðafélagi Reykja-
víkur, þeir eru með fjallahjólaæf-
ingar í Öskjuhlíðinni í hádeginu
alla sunnudaga yfir vetrartímann.
Þar æfum við tæknilegu atriðin
því það þarf mikla æfingu til að
ná góðum tökum á þessu, æfa
stökkin fyrir brunið og fleira. Við
erum með frábæra kennara sem
leiðbeina okkur. Öskjuhlíðin hent-
ar vel því þar eru hólar, hæðir og
klettar en stundum förum við
eitthvað annað, ef veður leyfir.“
Vann hana loksins
Þórdís segir að þær systur
hjóli alltaf saman og það sé mjög
gaman.
„Hún hefur verið mér fremri
í allt sumar og unnið mig í keppn-
um þar til í Enduro-keppninni
núna í haust, þá loksins náði ég
að vinna hana, með einnar sek-
úndu mun,“ segir Þórdís en End-
uro Iceland stendur fyrir viðburð-
um þrisvar á ári þar sem hópur
fjallhjólara ferðast langar dagleið-
ir á fjöllum og keppir á stuttum
köflum sem eru mest niður í móti,
því þá reynir mest á tæknigetu og
úthald.
„En þetta er fyrst og fremst
til að hafa gaman og keppnis-
dagur endar alltaf í líflegu loka-
hófi.“
Gott meðal fyrir ofvirka
Þórdís segir að uppáhalds-
hjólavinir hennar séu synir henn-
ar og Gunnhildur systir hennar.
„Við erum öll ágætlega virk í
fjölskyldunni og með brest í at-
hyglinni, þannig að fjallahjólerí er
sérlega gott meðal fyrir okkur.
Við fáum svaka
útrás í þessu brölti
Hún segir að sér líði nánast eins og hún sé stödd inni í tölvuleik þegar hún brunar
á fjallahjólinu niður kletta og klungur. Að fá að leika sér úti í íslenskri náttúru á
fjallahjóli og njóta fegurðarinnar er það skemmtilegasta sem hún gerir. Og uppá-
haldshjólavinirnir eru synir hennar og systir.
Mæðgin Þórdís uppi á Helgafelli í hjólaferð með sonum sínum Erik Nóa og
Tristani Georg, en sá yngri er alveg sjúkur í fjallahjólabrölt.
Skáldsagan Lísa í Undralandi eftir
breska heimspekinginn Lewis Carroll
kom fyrst út fyrir 150 árum.
Nánar tiltekið 26. nóv-
ember 1865. Af því til-
efni efnir Bókasafn
Kópavogs til sér-
stakrar Lísudag-
skrár, annars vegar
á morgun, 25. nóv-
ember, og hins vegar á
fimmtudaginn, 26. nóv-
ember.
Á morgun, miðvikudag,
hefst dagskráin kl. 10
með sögustund fyrir
börn á aldrinum 3ja til
6 ára. Síðdegis þann
dag kl. 16 verður Disn-
ey-teiknimyndin Lísa í
Undralandi sýnd í
Kórnum í Hamra-
borg. Á fimmtudaginn
verður svo kvikmyndin Alice in
Wonderland sýnd í Kórnum,
Hamraborg.
Í bókinni segir frá Lísu, ungri
stúlku sem hefur svolítið frjórra
ímyndunarafl en gengur og gerist.
Sagan er uppfull af þrautum, rökvill-
um og mótsögnum og alls konar
heimspekilegum vandamálum höf-
undarins.
Sagt er að höfundurinn hafi fyrst
sagt söguna um Lísu um borð í
árabáti, þar sem hann var með
litlum frænkum sínum sem hann
þurfti að hafa ofan af
fyrir. Hann er sagður
hafa haldið þeim upp-
teknum með því að láta þær
spinna söguna áfram. Sagan
tók síðan á sig nýjar víddir
þegar Carroll settist niður og
skrifaði söguna um Lísu.
Vefsíðan www.bokasafnkopavogs.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lísa Thelma Marín Jónsdóttir í hlutverki Lísu í Undralandi, sem LA sýndi fyrr í
vetur. Í leikgerðinni var Lísa venjuleg óvenjuleg stelpa á Akureyri.
Fagna afmæli Lísu í Undralandi
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Lísa í
Undra-
landi
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 16:00 í HÖRPU
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á
hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 25. nóvember
kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma).
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og
verður sem hér segir:
• Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
- Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2015.
• Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar:
- Akraneshöfn og Sementsreitur - þróun og markmið til framtíðar.
• Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna sf:
- Verkefni Faxaflóahafna sf. til betra umhverfis.
• Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf:
- Flóasiglingar og ný Akraborg.
• Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda hf:
- Sjálfbær sjávarútvegur sem mengar ekki.
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirs-
purnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskipta-
vini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri.