Morgunblaðið - 24.11.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 24.11.2015, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino                                    ! ""# "$  !    ! !#" # $% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  !! "$" $    % " % !# #" $!   !! "# %"  %  !# "" !# "  $!## "$$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Kröfuhafar LBI, slitabús gamla Landsbankans, samþykktu í gær frum- varp að nauðasamningi slitabúsins á kröfuhafafundi á Hótel Hilton Nordica. Frumvarpið var samþykkt með 99,76% atkvæða eftir fjárhæðum og 99,67% at- kvæða eftir höfðatölu. Þar með hafa kröfuhafar formlega samþykkt greiðslu stöðugleikaframlags í ríkissjóð. Í framhaldi af samþykki kröfuhafa mun slitastjórn LBI leggja fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu samningsins. Stað- festing þarf að liggja fyrir eigi síðar en 15. mars næstkomandi ef ekki á að leggjast 39% stöðugleikaskattur á slitabúið. Kröfuhafar LBI sam- þykkja nauðasamning ● Í þremur tilkynningum sem sendar voru til Kauphallar í gær kemur fram að Benedikt Jóhannesson, stjórnar- formaður Nýherja, og tengdir aðilar hafi selt samtals níu milljón hluti í Nýherja á genginu 14,7 krónur á hlut. Samtals nemur því andvirði hlutanna 132,3 millj- ónum króna. Gengi Nýherja var 15 krón- ur á hlut í lok dags í gær. Eftir viðskiptin eiga Benedikt og tengdir aðilar tæplega 10,5 milljón hluti í Nýherja. Benedikt selur í Nýherja fyrir rúmar 130 milljónir STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Það hefur verið stefna stjórnarinn- ar að bjóða sjóðfélögum upp á hag- stæð kjör og þetta er bara eitt skref í þá áttina að vera með einna hag- stæðustu kjörin á markaðnum. Sam- hliða því er þetta einnig góður fjár- festingakostur fyrir sjóðinn. Við viljum gjarnan stækka þennan eignaflokk í eignasafni sjóðsins enda hefur það gefið góða raun í gegnum árin. Þetta er því tvíþætt; við viljum mæta þörfum sjóðfélaga með sem bestum hætti og auka vægi þessa eignaflokks í safninu.“ Þetta segir Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis – lífeyrissjóðs, um þá ákvörðun sjóðsins að bjóða upp á lægstu föstu verðtryggðu vextina sem Gildi hefur boðið á húsnæðislán- um frá upphafi eða 3,55%, en þeir lækka úr 3,70%. Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum sjóðsins lækka einnig um 15 punkta og verða frá 3,20%. Vexir á óverðtryggðum lán- um verða áfram frá 6,75%. Í síðasta mánuði tilkynnti Lífeyrissjóður verslunarmanna bætt lánskjör og veðsetningarhlutfall fyr- ir sjóðfélaga sína en fastir verð- tryggðir vextir LV eru nú 3,60%. En er þetta samkeppni við bank- ana? „Við lítum á markaðinn og hvað er í boði, bæði hjá bönkunum og öðr- um sem lána á þessum markaði. Það er auðvitað hluti af því að bjóða það sem er einna hagstæðast að vita hvað þeir eru að gera.“ Árni segir að Gildi hafi breytt lán- tökureglunum fyrir tæpum tveimur árum. „Við breyttum reglunum þeg- ar við hækkuðum veðhlutfall, lækk- uðum lántökugjaldið og höfum verið síðan með ein hagstæðustu vaxta- kjörin. Í mars á þessu ári bættum við síðan við óverðtryggðum lánum sem valkosti. Við viljum hafa fjölbreyti- leika þannig að sjóðfélagar hafi úr ýmsum möguleikum að velja þegar kemur að íbúðalánum.“ Lánstími á lánum hjá Gildi er allt að 40 ár og veðhlutfall getur verið allt að 75%. Lántökugjaldið er 0,5% af lánsupphæð og segir Árni að það sé með því lægsta sem bjóðist. „Við vitum ekki betur en þetta sé það lægsta sem þekkist.“ En hvaða þýðingu hefur það fyrir sjóðinn að bjóði bestu kjörin? „Ég á frekar von á því að okkar sjóðfélagar horfi til okkar sem raunhæfs kosts í lántöku við íbúðakaup. Ég geri ráð fyrir að útlánin muni aukast hjá okk- ar í kjölfarið.“ Mikil samkeppni á markaðnum Magnús Árni Skúlason, hagfræð- ingur hjá Reykjavík Economics, segir að sjaldan hafi verið eins mikil sam- keppni á íbúðalánamarkaði og núna. „Mögulega ýtir þetta undir einhverja hækkun á íbúðaverði þegar í boði eru lægri vextir.“ Hann segir að lánshlut- fall sé mismunandi á milli lífeyris- sjóða og viðskiptabankanna. „Lífeyr- issjóðirnir almennt eru að leita á örugg mið með 65-75% lánshlutfall því það er ólíklegt að fasteignaverð lækki að raungildi um 35-25% og þar með að þeir eigi á hættu að tapa veð- inu. Eftir því sem veðhlutfallið er hærra því meiri hætta er á að viðkom- andi lánveitandi tapi einhverjum hluta af veðinu sem er undirliggj- andi.“ Magnús Árni telur að unga fólkið sæki því frekar í að taka lán hjá við- skiptabönkunum þar sem lánshlut- fallið er hærra. „Þetta getur hins vegar haft áhrif á verð stærri og dýr- ari eigna. Þeir sem eru að kaupa dýr- ari eignir fara þá frekar í lífeyris- sjóðina og taka síðan viðbótarlán hjá viðskiptabönkum. Þetta gæti leitt til þess að verð á dýrari eignum hækki.“ En fjölgar þeim sem vilja endur- fjármagna íbúðalán sem eru í bönk- unum með lánum frá lífeyrissjóðun- um? „Það gæti gerst að það verði mikil endurfjármögnun en það þarf þá að greiða uppgreiðslugjald af lán- um með föstum vöxtum hjá bönkun- um. En það er ekkert uppgreiðslu- gjald hjá lífeyrissjóðunum, sem er töluverður kostur ef fólk vill greiða lánið hraðar.“ Magnús Árni segir að taka þurfi tillit til þess að mismunur er á kostn- aði lífeyrissjóða og viðskiptabanka. „Lífeyrissjóðirnir greiða ekki banka- skatt sem eykur kostnað bankanna, auk þess sem Seðlabankinn var að hækka bindiskyldu á viðskiptabank- ana sem gerir fjármögnun dýrari. Þá má nefna að þegar bankarnir gefa út sértryggð skuldabréf til að fjár- magna lán til íbúðarkaupa þarf að vera ákveðið eigið fé í þeim sem kveðið er á um í regluverki Fjár- málaeftirlitisins en lífeyrissjóðirnir eru undanþegnir þeim skilmálum. Þá eru bankarnir mögulega betur í stakk búnir til að koma til móts við greiðsluerfiðleika lántakenda.“ Almennt um ný lánskjör lífeyris- sjóðanna segir Magnús Árni: „Ann- ars má velta fyrir sér hvort þetta er þrýstingur frá verkalýðshreyfing- unni að efla samkeppni á fjármála- markaði en verkalýðshreyfingin hef- ur deilt á háa vexti.“ Gildi lækkar vexti á verð- tryggðum húsnæðislánum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íbúðalán Lífeyrissjóðir eru í auknum mæli að bjóða betri lánakjör.  Sjaldan verið eins mikil samkeppni á íbúðalánamarkaði, segir sérfræðingur Gengi hlutabréfa í Marel tók kipp við opnun Kauphallarinnar í gær í kjölfar þess að félagið tilkynnti um helgina að það hefði samþykkt kaup á MPS, hollenskum framleiðanda á kjötvinnslubúnaði. Í dagslok hafði gengi hlutabréfa í Marel farið í 250,5 krónur á hlut og hækkað um 11,58% í liðlega 1,7 milljarða króna viðskiptum. Heildarkaupverðið í viðskiptun- um nemur 382 milljónum evra, sem jafngildir um 54 milljörðum króna. Hluthafar MPS munu nota hluta kaupverðsins til að kaupa 10,8 millj- ón hluti í Marel á genginu 213 krón- ur hlutinn, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Skuld- binda þeir sig til að eiga hlutina í 18 mánuði hið minnsta en á meðal hluthafanna eru stjórnendur MPS. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu Marel er MPS leiðandi á heimsvísu í framleiðslu og þróun búnaðar til frumvinnslu í kjöti. Áætlaðar árstekjur félagsins í ár nema 150 milljónum evra og EBITDA-hagnaður er áætlaður um 40 milljónir evra. Fyrirtækið er með um 670 starfsmenn og fer framleiðsla að mestu fram í Hol- landi og Kína. MPS ræður auk þess yfir alþjóðlegu neti sölu- og þjón- ustueininga sem sinna viðskiptavin- um um allan heim. 95 milljarða fjármögnun Samhliða yfirtökunni tilkynnti Marel um langtímafjármögnun til fimm ára fyrir félagið í heild. Fjár- mögnunin er tryggð af Rabobank og nemur nærri 670 milljónum evra, tæplega 95 milljörðum króna. Morgunblaðið/RAX Kjöt Árni Oddur Þórðarson segir kaupin á MPS munu styrkja Marel. Kaupum Marel vel tekið á markaði  Gengi hækkar eftir 54 milljarða kaup á MPS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.