Morgunblaðið - 24.11.2015, Page 19

Morgunblaðið - 24.11.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 Vandaður kuldafatnaður á góðu verði Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I K Sport Keflavík I Nína Akranesi Sportver Akureyri I Borgarsport Borgarnesi I Sportbær Selfossi I Axel Ó Vestmannaeyjum Stærðir 2–12 ára Kristján Jónsson kjon@mbl.is Marokkómenn munu í desember taka í notkun nýtt sólarorkuver í héraðinu Ouarzazate og verð- ur það meðal hinna stærstu sinnar tegundar í heiminum. Verið mun sjá um milljón manna fyrir raforku. Notuð er tækni sem byggist á því að hit- inn er notaður til að bræða salt en hitinn sem salt- ið getur varðveitt er síðan notaður til að knýja gufutúrbínur á kvöldin. Orkuverið verður við endimörk flatrar, rauð- leitrar eyðimerkur þar sem mikið er um grjót, hún er sunnan við Atlasfjöllin. Fyrirtæki í eigu Sólarorkan nýtt í Marokkó  Taka í desember í notkun eitt af stærstu verum sinnar tegundar í heimi  Marokkómenn stefna að mikilli nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum Sádi-Araba, ACWA Power, reisir og rekur orku- verið í Ouarzatate. Þegar það er komið í fulla stærð munu speglarnir með sólarsellunum þekja svæði á stærð við höfuðborgina Rabat. „Þarna verður svæði á stærð við 35 knatt- spyrnuvelli með risastórum, íhvolfum speglum sem eru hreyfanlegir þannig að þeir elta sólina allan daginn,“ segir Paddy Padmanathan, starfs- maður hjá ACWA. Verð á sólarsellum lækkar nú hratt mörkuðum og ýtir það undir áhuga margra á að nýta sól- arorku í og við Sahara. Marokkómenn hafa fram til þess nær eingöngu notað innflutt jarðefnaelds- neyti og flytja auk þess inn rafmagn frá Spáni. En yfirvöld vilja nýta bæði sólar- og vindorku auk vatnsafls sem mikið er af í fjöllum landsins. BBC segir að stefnt sé að því að 42% allrar raforku sem notuð er í landinu komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Orka Meðal stærstu sólarorkuvera heims. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Franska flugvélamóðurskipið Char- les de Gaulle er nú á austanverðu Miðjarðarhafi og tók í gær í fyrsta skipti þátt í loftárásunum á stöðvar Ríkis íslams, IS, í Sýrlandi. Um borð í skipinu, sem er kjarnorkuknúið, eru 26 herþotur. Bretar hafa einnig boðið Frökkum afnot af flugbæki- stöð sem þeir leigja á Kýpur. Líklegt er talið að Bretar muni hefja þátt- töku í loftárásunum á næstu vikum. Francois Hollande Frakklands- forseti og David Cameron ræddust við í París í gær og heimsóttu Batacl- an-tónlistarhúsið þar sem hryðju- verkamenn myrtu minnst 89 manns. Hollande fer til Washington í dag, Berlínar á miðvikudag og Moskvu á fimmtudag en hann hyggst reyna að mynda bandalag stórvelda gegn IS. „Við munum herða árásir okkar, velja þau skotmörk sem valda sem mestu tjóni hjá þessum hryðjuverka- her,“ sagði Hollande. Cameron og Hollande ákváðu að auka enn samstarf ríkjanna tveggja í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Verður skipst á gögnum leyniþjónustustofn- ana og gögnum frá flugfélögum. Umdeilt er hve mikið gagn loft- árásir Bandaríkjamanna, Rússa og Frakka gera í baráttunni við IS. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að árásir Rússa með herþotum og stýriflaugum hafi snúið taflinu við en fátt bendir til að IS hafi enn sem komið er misst tökin á verulegu landsvæði. Annað sem margir hafa áhyggjur af er mannfall meðal óbreyttra borgara í árásunum. Full- yrt er á vef Al-Jazeera að Rússar hafi fellt yfir 400 óbreytta borgara síðan í september, þar af 97 börn. Óbreyttir borgarar og mannfall Óvíst er hve áreiðanlegar þessar tölur eru. Sama er að segja um full- yrðingar þess efnis að Frakkar hafi gert loftárásir á bækistöðvar í Raqqa, helstu borg IS, sem samtök- in hafi að mestu verið búin að yf- irgefa. En ljóst þykir að gríðarmikil eyðilegging hafi orðið í Raqqa og loftárásirnar gætu valdið því að IS yrði að hverfa frá borginni. Það yrði mikið áfall fyrir samtökin og gæti grafið undan áróðri þeirra. Vandinn vegna hryðjuverkanna er ekki bundinn við Sýrland. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær í Malí vegna árásar á hótel í höfuð- staðnum Bamako á föstudag en þá féllu 19 manns. Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, þau kenna sig ýmist við IS eða al-Qaeda sem virðast keppa um athygli á þess- um slóðum. Boko Haram-samtökin í Nígeríu munu í fyrra hafa drepið vel yfir 6000 manns, ívið fleira fólk en IS í Sýrlandi og Írak. Hollande hyggst herða loftárásir  Fregnir af miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara í loftárásum Rússa í Sýrlandi vekja ugg en gætu verið ýkjur Styðja IS » Boko Haram lýstu á sínum tíma yfir stuðningi við IS í Sýr- landi og Írak. Óljóst er hve mikla hjálp samtökin fá frá IS ef nokkra. » Stuðningsyfirlýsingar af þessu tagi efla hins vegar enn súnnítana í Ríki íslams. Íranar eru sjía-múslímar og óttast margir súnnítar tök þeirra á Írak og Sýrlandi. Mikil umskipti urðu í Argentínu um helgina þegar hægrimaðurinn Mauricio Macri sigraði perónistann Daniel Scioli í seinni umferð forseta- kosninganna. Macri fékk um 51,5% atkvæða. Perónistar hafa ráðið for- setaembættinu í 12 ár samfleytt. Macri, sem er 56 ára verkfræðing- ur, er nú borgarstjóri í Buenos Ai- res. Hann hefur mikla reynslu af við- skiptum og vill draga úr ríkis- afskiptum. Macri var um árabil forseti knattspyrnufélagsins Boca Juniors. Árið 1991 var Macri rænt og kraf- ist lausnargjalds en hann er sonur auðkýfings sem fæddist á Ítalíu og fluttist til landsins eftir seinni heims- styrjöld. Honum var sleppt eftir 12 daga og í ljós kom að flestir af ræn- ingjunum voru í glæpahring með tengsl við liðsmenn leyniþjónust- unnar og alríkislögreglunnar. Sumir voru háttsettir í lögreglunni. Hring- urinn var nú brotinn upp og Macri segir að málið hafi reynst stökkpall- ur fyrir sig í stjórnmálum enda varð hann þjóðþekktur. Meðal stefnumála Macris er að leggja af gjaldeyrishöft og óvinsæl verðlagshöft sem ná til mörghund- ruð vörutegunda. Argentína er þriðja stærsta hagkerfi Rómönsku Ameríku en stöðnun hefur verið í efnahagnum síðustu ár og spilling er útbreidd. Verðbólga er hátt í 30%. Hagvöxtur nær enginn, margir hag- fræðingar segja að ríkið standi ekki undir útgjaldastefnu Cristinu Kirc- hner Fernandez, fráfarandi forseta sem grunuð er um að hafa látið falsa hagtölur. Hún hefur einkum aflað fjár með því að skattleggja úflutning á korni. kjon@mbl.is Hægrimaður- inn vann  Macri lofar umbótum í Argentínu AFP Ánægð Mauricio Macri fagnar sigri á sunnudag, með honum eru eigin- konan, Juliana Awada, og dóttirin Antonia. Tveir ísraelskir vísindamenn, Eran Segal og Eran Elonav, hafa fundið ástæðuna fyrir því að matarkúrar valda oft vonbrigðum. Í grein þeirra í tímaritinu Cell er sagt frá könnun með 800 hraustum þátttak- endum, 18-70 ára gömlum, sem látnir voru borða sams konar holl- ustumat um hríð. Mældar voru breytingar, m.a. á glúkósamagni. Í ljós kom að áhrifin voru afar mismunandi eftir ein- staklingum. Í stuttu máli, það sem hefur góð áhrif á einn þarf alls ekki að virka eins á annan. Engin ein formúla dugar fyrir alla. kjon@mbl.is HEILSUFÆÐIRANNSÓKN Mismunandi áhrif matarkúra Neyðarástand var enn í gær í Brussel vegna hryðju- verkahættunnar og fáir á ferli á götunum, víða sáust brynvarðir vagnar lögreglunnar. Skólar og jarðlesta- kerfi voru lokuð enda óttast yfirvöld að gerðar verði árásir á fjölfarna staði. Lögreglan handtók alls 16 manns í áhlaupum á grunsamlega staði í Brussel og Charleroi á sunnudag en ekki fundust nein vopn og ekki hefur tekist að finna Salah Abdeslam, einn þeirra sem frömdu ódæðin í París. Hann er frá Brussel en gæti hafa flúið til Sýrlands. Nú er að sögn BBC talið að tveir árásarmannanna í París hafi komið til Grikklands á fölsuðum vegabréfum sem flóttamenn. Brussel enn í mikilli hættu AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.