Morgunblaðið - 24.11.2015, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk,
Ester Laufey, litli ófæddi Hjalta-
son, Gunna, Baldi, systkini, Ester
amma og aðrir ástvinir, minning-
arnar um Hjalta Má verða ykkur
öllum sem skínandi ljós sem leiðir
og styrkir á lífsins leið. Guð
geymi ykkur og megi kærleikur,
ljós og friður umvefja ykkur alla
daga.
Blessuð sé minning Hjalta
Más sem geymdur er í himni
Guðs.
Karl, Guðrún og Hafþór.
Elsku Hjalti frændi.
Horfinn ertu héðan, vinur,
hjartaprúður, stór í raun,
þú sem fyrir þelsins varma
þáðir oft hin dýrstu laun,
þú sem unnir, þú sem kunnir
þraut að sigra, veita skjól,
þú sem bljúgu barnsins hjarta
bjóst svo tíðum innri jól.
Æðrulaus þú gekkst um garða,
gerðir traustan heimareit:
þangað fró í fátækt sinni
fleiri sóttu en nokkur veit.
Börn þín muna – börn þín una
bjartri mynd af föðurhönd
sem þau leiddi, sem þeim greiddi
seint og snemma málin vönd.
Langt úr fjarska ber nú blærinn
blómailm og daggir heim
– það er kveðjan hljóð að handan:
hinztu bros og tár frá þeim
sem þú unnir, sem þú kunnir
sorg að firra, rétta hönd
ástúðlega eins og vorið
yfir bæði höf og lönd.
Öll við þökkum þína ævi,
þína sterku, tryggu lund
– sjáum þig úr hörðum heimi
halda á mildan gleðifund:
hún sem ann þér, hún sem fann þér
helgan stað í brjósti sér,
bak við tímatjaldið bláa
tekur sæl á móti þér.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku Hjalti og Anna, megi
Guð vera með ykkur.
Skúli Geir, Ingibjörg
og fjölskylda.
Minningar um þig, elsku Hjalti
Már, hrannast upp í huga mér.
Núna þegar þú ert farinn frá öll-
um þeim sem elska þig og eiga
eftir að sakna þín svo óendanlega
mikið. Ég man svo vel 35 ár aftur
í tímann þegar þú varst lítill, ljós-
hærður, brosmildur hnokki með
blá augu sem heilluðu og bræddu
alla. Það var svo gaman að knúsa
þig og leika við þig, það var svo
auðvelt að fá þig til að hlæja og
skríkja. Þú varst alltaf til í að
gefa knús og faðmlag. Þá strax
sýndir þú þann kærleika og góð-
vild sem átti eftir að einkenna
þig. Kærleikurinn og hlýjan sem
einkenndu þig svo sterkt og sem
þú sýndir öllum sem nálægt þér
voru.
Það var gaman að fylgjast með
þér verða að fallegum fullorðnum
manni með ákveðin markmið og
drauma í huga. Þú lést draum
þinn rætast um að verða flug-
maður. Síðasta minning mín um
þig er þegar við hittumst í okkar
árlegu fjölskylduútilegu í júlí sí-
ðasliðinn. Við mættum snemma,
á fimmtudeginum, ásamt foreldr-
um þínum, Balda og Betu, Hel-
enu systur og Guðmundi. Þú og
Anna Ýr voruð svo falleg og ham-
ingjusöm og geislandi þar sem
þið komuð labbandi frá bílastæð-
inu til okkar tilbúin að fara í fjall-
göngu. Þið voruð líka svo ánægð
þegar þið komuð daginn eftir,
þreytt og sæl eftir vel heppnaða
ferð þrátt fyrir kulda og trekk á
fjallinu. Mánuði seinna, þegar ég
frétti að þriðja barnið væri á leið-
inni, skildi ég vel alla þessa ham-
ingju sem hér var á ferð. Þú varst
fyrirmyndarfaðir stelpnanna
þinna og hefur gefið þeim alúð
þína og væntumþykju sem þær
eiga eftir að taka með sér áfram í
lífinu. Anna Ýr og stelpurnar
voru alltaf í fyrsta sæti hjá þér og
ég man að þegar ég spurði þig
hvort þú ætlaðir ekki að fara að
fljúga stóru þotunum í millilanda-
fluginu varstu fljótur að svara því
til að það vildirðu ekki. Þú vildir
ekki vera svo mikið fjarverandi
frá fjölskyldunni. Það er erfitt og
allt of snemmt að kveðja góðan
dreng og frænda eins og þú varst,
elsku Hjalti Már. Það er sárt að
þú fáir ekki að njóta þess að ala
upp stelpurnar þínar og litla
ófædda barnið með Önnu Ýr. Guð
blessi þig og geymi. Guð gefi öll-
um sem þig syrgja styrk á þess-
um erfiðu tímum sem fram undan
eru. Elsku Anna, Elísa og Ester,
ykkur sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur og megi góður
Guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg. Baldi og Beta, Ester amma,
systkini og allir aðrir ættingjar,
ykkur votta ég mína dýpstu sam-
úð og megi Guð einnig styrkja
ykkur í þessari miklu sorg. Bless-
uð sé minnig þín, elsku Hjalti
Már.
Þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín frænka,
Dóra Sólrún.
Lífið getur á stundum verið
hverfult og örlögin óréttlát. Í dag
kveðjum við Hjalta Má Baldurs-
son, fyrirmyndarsamstarfsmann
og traustan félaga sem stóð í
blóma lífsins. Hjalti hóf störf hjá
Flugfélagi Íslands vorið 2005 og
hefur hann á undanförnum ára-
tug áunnið sér virðingu okkar
samstarfsmanna hans með ein-
staklega vandaðri og yfirvegaðri
framkomu.
Auk vinnu sinnar sem flug-
maður gegndi Hjalti um nokkurt
skeið trúnaðarstörfum fyrir hönd
félaga sinna með setu í sam-
starfsnefnd flugmanna og Flug-
félags Íslands. Einnig á þeim
vettvangi kom Hjalti ávallt fram
af sanngirni en um leið trú-
mennsku fyrir bættum hag fé-
laga sinna og Flugfélags Íslands.
Við nutum ekki bara samstarfs
með Hjalta í flugmannsstarfinu
heldur fengum við að njóta tón-
listarhæfileika hans, en hann var
meðlimur í hljómsveit flugmanna
Flugfélags Íslands, Föxunum.
Faxarnir hafa við hin ýmsu tilefni
komið fram á undanförnum árum
og hefur verið frábært að fá að
njóta tónlistar þeirra. Það er því
stórt skarð höggvið í okkar góða
hóp og er söknuðurinn mikill.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
Hjalta, Önnu eiginkonu hans,
yndislegum dætrum og ófæddum
dreng. Megi Guð blessa ykkur og
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
F.h. Flugfélags Íslands,
Árni Gunnarsson.
Við komum saman strákarnir
til að minnast þín með örfáum
orðum. Það var fyrir rúmum átta
árum sem við stofnuðum Faxana
og upphófst samfelld sigurganga
sveitarinnar með þig ávallt í
broddi fylkingar. Á gullaldar-
tímabilinu gáfum við m.a. út smá-
og breiðskífu og héldum ófá
sveitaböllin, norðan og sunnan
heiða, hjá Lísu tengdamömmu
þinni á Gömlu Borg, að ógleymd-
um ýmsum öðrum uppákomum
og tónleikum. Okkur er sérstak-
lega minnisstætt afmælið hjá El-
ísabetu mömmu þinni þar sem
það var í fyrsta og eina skiptið
sem þú fékkst að velja lagalist-
ann, því lögin voru ekki í takt við
aldur gestanna. En þú bættir fyr-
ir það með brennandi áhuga þín-
um á diskói og óviðjafnanlegri
danskennslu þinni, okkur öllum
til bóta.
Jafnt á æfingum sem í upptök-
um lagðir þú gríðarlegan metnað
í allt sem þú gerðir. Þú misstir
hinsvegar nokkur rokkstig þegar
þú dróst upp Campari-ið. Svo
metnaðarfullur varstu í að plokka
bassann að þú gafst ekki upp
sama hvað á dundi. Það var engin
bassalína sem þú ekki tæklaðir.
Það stóð aldrei á þér þegar blásið
var til æfinga, mættur fyrstur og
farinn síðastur.
Greiðvikinn varstu í orði og á
borði og hvers manns hugljúfi.
Þú hélst alltaf á lofti merki Fax-
anna og faxamerki Flugfélags Ís-
lands. Við vorum sammála því
strákarnir að það er bara hægt að
tala vel um þig.
Í okkar mörgu ferðum út á
land með Föxunum og fjölskyld-
um, var eftir því tekið hversu
mikill pabbi þú varst og góður fé-
lagi.
Gleðigjafi í einu og öllu. Sem
dæmi um það hversu duglegur þú
varst í líkamsrækt, hjólreiðum og
crossfit, gáfum við þér í þrítugs-
afmælisgjöf 50 kílóa bassamagn-
ara sem þú naust að rogast með
upp á þriðju hæð í æfingahús-
næðinu.
Þrátt fyrir stærð magnarans í
kílóum og vöttum þurftum við
samt iðulega að biðja þig um að
hækka svo þú gætir yfirgnæft
gítarglamrið. Þér þótti ákaflega
vænt um hvíta bassann þinn og
vildir ekki spila á annan og aldrei
með nögl. Þú stalst nú reyndar
oft á píanóið í pásum og varst orð-
inn lúmskt góður. Í öllum okkar
lagasmíðum og laglínugerð varst
þú nauðsynlegur hlekkur og mót-
aðir Faxahljóminn, alltaf í dúr en
ekki moll. Þú varst okkar Rúni
Júl. Brátt mun „bassinn botninn
fylla“ í himnasal.
Ég hef margt að rita þér en vil ekki rita
þér með bleki og penna. En ég vona að
sjá þig bráðum og munum við þá talast
við augliti til auglitis. Friður sé með þér.
Vinirnir biðja að heilsa þér. Heilsa þú
vinunum hverjum fyrir sig.
(3. Jóh. 1:13-15)
Einn dag um loftin sveif sá dýri farmur
á dröslinum sem hýsti sálirnar tvær.
Líka engillinn er stóð þér ávallt nær
en ei þann dag því úr varð mikill
harmur.
Hann týndi þér og tárum fylltist
hvarmur
þann tólfta dag sem Guð minn öllu
breytti
er drösullinn á drýldu hrauni steytti.
Svo dæmdi Guð og fylgdi helgur
armur.
Með þínu ljósi lýstu veginn þann
í þinni för með vængjum nýjum
þöndum.
Svo gáðu að hann Guð mun sjá um
hitt.
Vinur, ég mun gera hvað best ég kann
og allir sem þú bræðra tengdist
böndum,
að lofa, fylgja og heiðra ljósið þitt.
(VOG)
Fyrir hönd Faxanna,
Vignir Örn Guðnason.
Að útskýra veruleikann getur
reynst þrautin þyngri. Sérstak-
lega þegar veruleikinn snýst í
andhverfu sína og verður óraun-
verulegur.
Þetta höfum við upplifað síð-
ustu daga. Að ná utan um þá
staðreynd að kær vinur okkar og
vinnufélagi er ekki lengur með
okkur.
Hjalti Már átti það sem allir
óska sér, hamingjuna. Stóra elsk-
andi fjölskyldu, marga góða vini
og vann við það sem hann elskaði.
Hann var stoltur af uppruna sín-
um og talaði ávallt af virðingu og
kærleik um fjölskyldu sína sem
var honum svo kær. Heilindi
hans, góðmennska, ástríki, tak-
markalaus dugnaður og áhugi
skiluðu honum innihaldsríkum
árangri í lífi og starfi. Enda var
Hjalti eldklár, hjartahreinn og
með falleg lífsgildi.
Það var ávísun á góðan dag að
eiga flug með Hjalta. Við sjáum
fyrir okkur ljóslifandi geislandi
brosið yfir vinstri öxlina þegar
dyrnar að flugstjórnarklefanum
voru opnaðar: „Jæja, hvað er nú
að frétta?“ Hann var áhugasam-
ur um aðra, spurði af áhuga, ekki
forvitni og allir skiptu máli hjá
Hjalta.
Mont eða mikilmennska var
ekki til í persónuleika hans,
hrokalaus og einlægur áhugi
hans á mönnum, málefnum og
vinnunni smitaði út frá sér. Að
láta öðrum líða vel í kringum sig
er náðargáfa. Hjalti bjó yfir þess-
um eiginleika. Hann var einstak-
lega vel gerður drengur, bar virð-
ingu fyrir fólki og skoðunum
þess, kærleiksríkur og heil-
steyptur.
Hann sagði það sem hann
meinti og meinti það sem hann
sagði. Hlustaði, heyrði og sýndi
einlægan áhuga.
Þó að íslenskan sé rík að sterk-
um og fallegum orðum eru þau
vandfundin sem lýsa öllum þeim
kostum sem Hjalti bjó yfir.
Nærvera þessa bjarta drengs
var svo sterk að við finnum öll
ennþá fyrir henni. Það er erfitt að
minnast einhvers, sem maður
finnur svo sterkt fyrir að maður
efast stundum um að hann sé far-
inn.
Orðið dáinn er svo endanlegt
og fær svo sterka merkingu þeg-
ar maður tengir það við ástvin.
En minningin heldur heiðri ein-
staklingsins á lofti. Hjalti verður
alltaf ljóslifandi í minningu okk-
ar.
Eina leiðin til að brynja sig
fyrir missi er að eiga aldrei neitt
sem skiptir máli. Þeir sem urðu
þess láns aðnjótandi að fá að
fylgja Hjalta í lífinu upplifa nú
stórkostlegan missi. Það var svo
margt sem hann hafði fram að
færa og hann átti svo mikið eftir.
Við sem unnum með Hjalta er-
um óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast honum og
kalla hann vin okkar. Skarðið
sem hann skilur eftir er stórt og
það fyllir það enginn. Það var
bara einn Hjalti Már.
Við sendum Önnu Ýri, Elísu
Björk, Ester Laufeyju, foreldr-
um, systkinum og öðrum ástvin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur
Fyrir hönd flugfreyja og flug-
þjóna Flugfélags Íslands,
Guðrún.
Traustur vinur er fallinn frá.
Við minnumst Hjalta með hlýhug
og virðingu. Við erum ákaflega
þakklát fyrir að hafa kynnst þér,
Hjalti, og getað notið margra
notalegra stunda með þér, Önnu
og stelpunum.
Myndast hefur stórt skarð í
vinahóp okkar, en enn stærra í
hjörtu okkar. Við munum treysta
vinaböndin áfram með Önnu og
börnum þínum, Hjalti, við lofum
því.
Þú hafðir svo sterka réttlæt-
iskennd, svo greiðvikinn, hugsað-
ir vel um fjölskyldu þína og varst
svo heilsteyptur á allan hátt.
Takk fyrir tímann þinn, far þú
í friði.
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk og
Ester Laufey, hugur okkar er hjá
ykkur.
Þessu ljóði fylgja góðar minn-
ingar frá tónleikum sem við fór-
um saman á:
Svefninn laðar, líður hjá mér.
Lífið sem ég lifað hef
fólk og furðuverur.
Hugann baðar andann hvílir
lokbrám mínum læsi uns
ég vakna endurnærður.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við.
Leggst útaf á mér slokknar
svíf um önnur svið.
Í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
Svefninn langi laðar til sín
lokakafla æviskeiðs,
hinsta andardráttinn.
Andinn yfirgefur húsið
hefur sig til himna
við hliðið bíður Drottinn.
Þegar svefn minn verður eilífur
finn ég aldrei aftur til.
(Björn Jörundur og Daníel Ágúst)
Gunnar, Harpa Lind,
Tinna Lind, Guðrún Inga
og Guðmundur.
Í dag kveðjum við elsku vin
okkar með djúpri sorg í hjarta.
Hjalti Már kvaddi þennan heim
alltof snemma eftir gæfuríka
dvöl. Þegar við lokum augunum
og minnumst hans streyma fram
minningar um Hjalta Má, bros-
andi í góðum félagsskap, ávallt
kátur, jákvæður og öðlingur í öllu
því sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Þrátt fyrir að vera afar prúð-
ur drengur lá Hjalti sjaldnast á
skoðunum sínum, en hann kom
þeim ætíð kurteislega frá sér og
bar virðingu fyrir skoðunum ann-
arra. Það voru góð síðkvöldin hjá
strákunum við rökræður með
viskísmökkunarívafi!
Hjalti var mikill fjölskyldu-
maður og hann sá ekki sólina fyr-
ir stelpunum sínum þremur.
Hann var líka gestgjafi fram í
fingurgóma og það sem ein-
kenndi heimsóknir á fallegt
heimili hans og Önnu, eða vel
skipulagt tjaldið í útilegu, var
hlýja og höfðinglegar móttökur.
Hann hafði þolinmæði fyrir okk-
ur borgarbörnunum og bauð okk-
ur að kynnast æskuslóðunum sín-
um, sjónum, rjúpnaveiðum og
fluginu.
Við höfum verið samferða í
gegnum lífið og minningarnar
eru margar. Ein minning sem
stendur upp úr er þegar við fór-
um saman fyrir sjö árum að
skoða aðstæður á fæðingardeild-
inni því barn númer tvö var vænt-
anlegt hjá okkur öllum í sama
mánuðinum. Öll höfðum við kom-
ið þarna áður, en skoðunarferðin
var frábær afsökun til að hittast
og hafa gaman af lífinu, fara út að
borða og láta konurnar keyra
heim.
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk,
Ester Laufey, foreldrar og aðrir
ástvinir, ykkur vottum við okkar
dýpstu samúð. Minningin um
ljóshærða, brosmilda og hjarta-
hlýja drenginn lifir um ókomna
tíð.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Margrét og Einar Magnús
Árný og Ragnar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Dáður drengur er allur, hann
Hjalti Már var tekinn svo skyndi-
lega frá okkur öllum sem elsk-
uðum hann að fá eru þau orð sem
geta lýst þeirri takmarkalausu
sorg sem við upplifum.
„Má bjóða ykkur vestur?“
Hjalti Már var í símanum og var
að safna flugtímum á vélina sína
sem hann átti í félagsskap með
öðrum. Það var auðsótt mál og
flugum við vestur með Hjalta,
lentum í Rifinu þar sem foreldrar
hans Gunna Beta og Baldi tóku á
móti okkur af sinni alkunnu
rausn. Áttum við yndislega stund
fyrir vestan áður en við flugum
með unga flugmanninum aftur í
bæinn. Þetta lýsir Hjalta Má vel,
en hann var einstakur ljúflingur,
hugulsamur og ræktaði samband
sitt við alla sem komu honum
nærri.
Yndislegt hefur verið að fylgj-
ast með honum stofna fjölskyldu
með sinni heittelskuðu Önnu Ýri
og dætrum þeirra, Elísu Björk og
Ester Laufeyju. Og lífið blasti
við, fjölskyldan var að stækka í
upphafi næsta árs.
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk og
Ester Laufey, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, góður Guð umfaðmi ykkur í
ykkar sorg.
Helga og Rúnar.
Elsku stóri frændi, það er
endalaust sárt og ósanngjarnt að
ég fái ekki að hitta þig aftur og
ræða við þig um hvað sem er. Það
var svo skemmtilegt að taka
spjall, þú varst alltaf tilbúinn að
hlusta og rökræða hlutina á
skemmtilegan hátt og stúdera
svolítið hlutina á þinn máta. Þú
sem ert svo einstaklega kærleiks-
ríkur, hugljúfur, sanngjarn en
samt svo ákveðinn og passaðir
svo vel upp á þá sem voru þér
kærir.
Takk fyrir allt, elsku Hjalti
Már, allar góðu minningarnar frá
því við vorum pjakkar rifjast upp
ein af annarri, hvað þú varst allt-
af góður og skemmtilegur, tala
nú ekki um dugnaðinn, sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur þá
gerðirðu það á fullkominn hátt.
Þú varst með eindæmum góður
fiskimaður, klár og góður flug-
maður, ekki síst góður faðir, eig-
inmaður og húsbóndi.
Það voru forréttindi að fá að
umgangast og þekkja þig á þess-
um allt of stutta tíma sem þú
varst meðal okkar. Leit ég upp til
þín alveg frá því ég man eftir
mér. Þú reyndist mér alltaf vel
sem stóri frændi og uppeldis-
félagi alla tíð og verður alltaf
stóri frændi og ein mesta fyrir-
myndin í mínu lífi.
Megi yndislegar minningar
um elsku Hjalta Má okkar lifa
áfram í hjörtum okkar.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Írsk bæn, þýð. Bjarni S. Konráðsson)
Arnar Laxdal Jóhannsson.
Það er ennþá erfitt að trúa því
að svo einstakur maður sem hann
Hjalti Már var sé tekinn frá fjöl-
skyldu sinni og vinum svo fyrir-
varalaust. Við Bergmundur átt-
um góða vini í ykkur Önnu. Það
var alltaf jafn gott að koma til
ykkar í kaffi og spjall. Oftar en
ekki varst það þú sem varst að
taka til veitingar þegar við kom-
um í heimsókn en það var yfirleitt
alltaf búið að fara í bakarí og
kaupa brauð og eitthvað sætt. Ég
man líka vel eftir því þegar ég
kom í eitt skiptið með drengina
mína til ykkar í Hafnarfjörðinn
og þú tókst þig til og fórst með öll
börnin á leikvöll svo við Anna
gátum setið og spjallað um allt og
ekkert. Þetta er svo lýsandi fyrir
þig, yndislegur pabbi og eigin-
maður. Þið Anna voruð alltaf svo
yndisleg hvort við annað og dæt-
ur ykkar og það var alveg ein-
stakt að sjá hversu heilsteypt og
kærleiksríkt samband ykkar hef-
ur alltaf verið.
Elsku Hjalti Már, takk fyrir
allt.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðast fram
mörg ljúf og falleg saga.
Hjalti Már Baldursson