Morgunblaðið - 24.11.2015, Page 30

Morgunblaðið - 24.11.2015, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 ✝ GuðmundurEyjólfs Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 25. jan- úar 1968. Hann lést á heimili sínu 10. nóvember 2015. Foreldrar Guðmundar eru Sigurður Vilhelm Ólafsson f. 2.11. 1937, og Bára Norðfjörð Guð- mundsdóttir, f. 7.9. 1936. Guðmundur var yngstur sjö systkina og heita þau Svanhild- ur Norðfjörð Erlingsdóttir, f. 1954, Klara Ólöf Sigurð- ardóttir, f. 1.7. 1959, d. 11.12. 1963, Eyjólfur Sig- urðsson, f. 1960, Sólrún Laufey Karlsdóttir, f. 1962, Klara Ólöf Sigurðardóttir, f. 1963, Helga Sig- urðardóttir, f. 1965. Guðmundur læt- ur eftir sig þrjár dætur og heita þær Marey Þóra, f. 1996, Birgitta Ýr, f. 2003, og Bríet Myrra, f. 2012. Útför Guðmundar fer fram frá Seljakirkju í dag, 24. nóv- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku besti pabbi í heimi. Ég sit hér í íbúðinni okkar og reyni enn að átta mig á því að þú varst tekinn frá mér og hvernig ég fer að því að lifa án þín. Ég hugsa mikið um að ég trúi ekki að ég fái ekki hringingu frá þér á hverjum degi og heyri þig segja: „Jæja, hvað segir prinsessan hans pabba,“ því þú sagðir alltaf að ég væri prinsessan þín. Þú hefur alltaf verið minn besti vinur og ein af mikilvægustu persónum í lífi mínu. Allar minningarnar okkar mun ég geyma vel og varð- veita, enda eru þær mikilvægar. Það sem ég elska þig mikið og það sem þú elskar mig mikið og Jes- ús, hvað ég mun sakna þess þegar þú vaktir mig með ryksugunni þinni á hverjum morgni og byrj- aðir að ryksuga tærnar mínar. Ég sakna þess að heyra í þér hlæja og þegar við vorum alltaf að fíflast. Við vorum með alveg eins húmor og vorum alltaf eitt. Allir sem þekkja þig vita hversu góður og yndislegur þú varst og ert. Það er svo skrítið að þú sért farinn því ég talaði við þig á laug- ardeginum og við hlökkuðum svo til að þú kæmir til mín til Dan- merkur um jólin. Jeminn, hvað við hlökkuðum til. Þú varst svo stoltur af því að þú varst nýbúinn að kaupa rúm handa mér í herbergið mitt heima hjá þér. Þú keyptir Barbie-sæng- urver því ég var alltaf prinsessan hans pabba, eins og þú sagðir allt- af. Þú sagðir mér alltaf að þú svæfir með bangsann minn eftir að ég flutti til Danmerkur því þú saknaðir mín svo og það var ljúft að finna hann í rúminu þegar ég lagðist upp í það. Ég setti auðvitað bangsann í kistuna þína, elsku pabbi minn. Þú hefur alltaf passað upp á mig og ég veit að þú munt gera það áfram. Þú varst og ert svo stoltur af því hvað mér gekk vel með dönsk- una og skólann úti í Danmörku og þú varst svo ánægður að sjá hvað mér gengur vel og það róaði pabbahjartað. Ég er svo stolt að þú ert pabbi minn. Ég elska þig meira en allt í heiminum, elsku besti pabbi í heimi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún) Þín dóttir, Marey Þóra. Það kom brestur í hjartað mitt þegar mér var tilkynnt að ynd- islegi barnsfaðir minn og einn besti vinur minn, Tumi, væri dá- inn. Ég gat varla trúað þessu þar sem við Marey töluðum við hann á laugardagskvöldinu áður og hann var að segja hvað hann hlakkaði til að vera hjá okkur í Danmörku um jólin. Ég lamaðist við tilhugsunina um að dóttir okkar væri orðin föðurlaus, að- eins 20 ára. Hún missti ekki að- eins föður sinn heldur líka besta vin sinn. Þau voru svo náin og lík og áttu mjög vel skap saman. Þau ræddu um allt. Þannig var með okkur Tuma að hann var ekki bara góður faðir og barnsfaðir – hann var líka einn minn besti vinur í 24 ár. Við hjálpuðumst mikið að í gegnum lífið eftir sambúðarslit. Þá slitn- aði aldrei vinskapurinn á milli okkar. Hann hjálpaði mér of- boðslega mikið þegar ég eignað- ist mitt þriðja barn árið 2004 og varð einstæð þriggja barna móð- ir. Hann var alltaf til taks fyrir mig og ég var alltaf til taks fyrir hann. Hann var mikið á heimili mínu og barna minna, enda er hann elskaður, virtur og dáður af öllum mínum börnum og allri minni fjölskyldu. „Vináttan verð- ur eilíf,“ sögðum við alltaf. Það var yndislegt fyrir hana Marey mína að alast upp við allan þennan kærleik og vináttu milli foreldra sinna. Hann tók mínum yngri börnum eins og sínum eigin og reyndist þeim rosalega vel. Þegar ég og mín yngri börn flutt- um til Danmerkur var Marey hjá pabba sínum og það var svo ynd- islegt að heyra í þeim í síma því það var svo mikill kærleikur og húmor hjá þeim. Það sem þau gátu fíflast og talað fallega hvert til annars var yndislegt að heyra. Í október 2014 ákvað Marey að flytja til mín og Tumi var svo ánægður fyrir okkar hönd. Hann var svo stoltur af því hvað hún er dugleg úti með dönskuna, skól- ann og með allt. Tumi lauk alltaf símtölum við mig með því að segja: „Ég elska þig.“ Elsku yndislegi Tumi minn, hér sit ég í íbúðinni þinni og skrifa þetta á meðan ég berst við tárin. Mikið finn ég fyrir þér. Þar sem ég veit að þú hefur alltaf passað upp á okkur þá veit ég að þú gerir það áfram og verndar okkur. Það sem ég á eftir að sakna þín mikið. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín en það mun ekki líða dagur án hlýlegra hugs- ana til þín, elsku yndislegi vinur. Ég mun passa vel upp á prinsess- una okkar – því lofa ég þér. Hér kemur ljóð sem ég orti um þig: Nú ertu þú okkur farinn frá, og góðir minningar streyma. Þú elsku vinur fórst of fljótt, farinn til æðri heima. Það sem mér þykir vænt um þig og þakka þér allt sem við gerðum saman. Við vorum einstök þú og ég, og höfðum það alltaf gaman. Hvíl í friði, elsku yndislegi Tumi minn. Megi Guðs englar umvefja þig ást og hlýju. Ég elska þig. Þín barnsmóðir og vinkona, Guðrún (Gudda). Elsku hjartans Tumi minn. Mikið rosalega er erfitt að sætta sig við það að missa þig. Við vorum svo miklir vinir og svo háð hvort öðru. Ég var alltaf til staðar fyrir þig þegar eitthvað bjátaði á hjá þér. Þú varst heim- alningurinn minn og synir mínir elskuðu þig og kölluðu þig alltaf Mumma frænda. Alltaf þegar þú komst í heimsókn þá var það fyrsta sem Kristófer frændi þinn sagði: „Viltu gista?“ En hann dýrkaði þig. Þú spurðir mig um daginn: „Hvenær á ég að koma og hjálpa þér, Systa mín, að skreyta?“ Hann vissi það að ég hafði ekki þolinmæði í að leysa flækjurnar á jólaseríunum. Þú gerðir það alltaf fyrir mig og hjálpaðir mér mikið fyrir jólin en það verður skrýtið að hafa þig ekki hjá mér um jólin eins og öll önnur jól. Þú vildir bara vera hjá mér. Vonandi ertu kominn á góðan stað, elsku hjartað mitt. Ég veit að þetta var erfið barátta, elsku bróðir minn. Ég elska þig. Þín systir, Klara og börn. Í dag kveð ég minn litla bróður Tuma. Maður á ekki að þurfa að skrifa minningargrein um litla bróður sinn. Þetta er það erf- iðasta sem ég hef gert. Söknuð- urinn er svo mikill. Ég leit alltaf upp til þín og það var alltaf svo gott að tala við þig. Þú varst með góðan og skemmtilegan húmor. Þú varst hjá mér fyrir stuttu að hjálpa mér hérna heima, við hlóg- um mikið og áttum góða stund saman. Við ætluðum að hittast aftur eftir nokkra daga en því miður fengum við ekki tækifæri til þess. Þú hefur alltaf verið ljúfur og kátur sama hvað bjátaði á. Nú ertu farinn, elsku bróðir, og ég mun sakna þín. Ég mun sakna húmorsins þíns og nærveru. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Takk, elsku Tumi minn, fyrir að hafa verið til staðar fyrir mömmu og pabba. Við munum hugsa vel um þau fyrir þig. Minn- ing þín mun ávallt lifa og við munum deila minningunum um þig með dætrum þínum. Guffa mun taka vel á móti þér í himnaríki. Hvíl í friði, elsku bróðir minn. Minn fallegi bróðir með brúnu og bláu augun. Ég læt æðruleysisbænina fylgja með því þér þótti svo vænt um hana. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Ég elska þig. Þín systir, Helga. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Tumi, með þessum orð- um viljum við kveðja þig, kæri bróðir og mágur, og biðjum við Guð að geyma þig í náðarfaðmi sínum. Eyjólfur og Indíana. Það er sárt að sjá eftir bróður sínum á besta aldri. Elsku Tumi eins og hann var ávallt kallaður hefur kvatt okkur. Það er sárt að hugsa til þess að fá aldrei að hitta hann aftur. Aldrei að fá knúsið hans aftur. Tumi var ljúfur, hjartahlýr og með góðan húmor. Ég sé fallega brosið hans og glottið ljóslifandi fyrir mér. Góð- mennska var honum í blóð borið, dæmi um það er hversu vel hann hugsaði um foreldra sína en hann þar nánast alla daga, stundum að elda eða að stússast í kringum þau. Tumi var sjarmerandi per- sónuleiki, með eitt blátt auga og eitt brúnt. Yfirvegaður og hjarta- hlýr en um leið mikill sprelligosi. Hann átti líka oft erfiða tíma. Síð- ast þegar ég hitti hann heima hjá mömmu þá kom hann hjólandi og sagði við mig og brosti: „Nú skal maður taka á því! Tumi var mús- íkmaður og Bubba aðdáandi. Hvert sinn þegar ég heyri Fjöllin hafa vakað, þá minnir það mig alltaf á litla bróður minn. Ég minnist Tuma með hlýju og þakklæti. Ég veit að honum líður vel á þeim stað sem hann er núna. Guð geymi þig í ljósinu elsku bróðir minn. Þín systir, Svana. Svanhildur Norðfjörð Erlingsdóttir. Elsku, besti Tumi frændi minn, þín verður sárt saknað og mun ég geyma allar þær ljúfu og góðu minningar sem ég á um þig í hjartanu. Guð geymi þig, fallegi engill. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þín frænka, Heiðdís Helga. Í dag kveð ég elskulegan frænda minn og „stóra“ bróður hann Tuma. Ég á minningar um hann Tuma frá því ég man eftir mér. Þá var ég mikið heima hjá ömmu og afa og Tumi var bara þremur árum eldri en ég. Það var mikið brallað á þeim árum og alltaf gaman að vera með frænd- systkinum mínum. Ég var alltaf í skottinu á þeim og fannst það rosalega spennandi. Ég þvældist með honum um hverfið og fannst hann rosa stór og flottur frændi. Hann var með mér á róló og passaði mig úti ef einhver var að stríða mér. Það var svolítill prakkari í honum strax og stál- umst við einn daginn til að kveikja eld í brekkunni fyrir ofan Bakkana og þegar amma kvart- aði undan brunalykt, þegar við komum inn, þá vorum við auðvit- að alveg blásaklaus. Seinna þegar ég var unglingur þá flutti ég tímabundið til ömmu og afa og bjó Tumi þá enn heima. Sá tími hefur alltaf verið dýr- mætur í huga mínum og er enn dýrmætari nú eftir að Tumi hefur kvatt þennan heim. Á þessum tíma eignaðist ég „stóra bróður“ minn sem mig hafði alltaf dreymt um að eiga. Ég eignaðist líka í honum mjög góðan vin sem var alltaf til staðar fyrir mig. Við elskuðum það þegar við vorum ein heima og gátum spilað Bubba alveg í hæsta. Þegar ég fór út á lífið þá hitti ég oft Tuma og hann var ekki síð- ur að passa mig þá en þegar ég var lítil. Ef hann sá unga menn stíga í vænginn við litlu frænku þá vatt hann sér að þeim og sagði: „Viltu láta litlu systur mína í friði!“ Það var ofsalega gott að tala við Tuma í trúnaði og gaf hann manni góð ráð. Seinni árin hitt- umst við æ sjaldnar en höfum átt okkar samtöl inni á milli. Það er ég þakklát fyrir. Hann tók alltaf svo vel á móti manni þegar við hittumst og var alltaf hress og í góðu skapi, sama hvaða höndum lífið fór um hann. Hann var óeig- ingjarn, umhyggjusamur, greið- vikinn, fyndinn og algjör snyrti- pinni. Margar húsmæður hefðu bliknað í samanburði við hann. Svo fannst honum nú gaman að gera sig fínan, vera í flottum föt- um eftir sturtu með góðan ilm og gel í hárinu. Algjör töffari alltaf og þannig ætla ég alltaf að muna hann. Fín- an og flottan með brandaraglott- ið framan í sér eitthvað að stríða manni. Hann var með svo mikinn húmor og maður gat ósjaldan hlegið að honum og með honum og mun ég sakna þess. Tumi reyndist ömmu og afa svo vel síðustu árin. Hann kom næstum daglega til þess að að- stoða við þrif og eldamennsku og ósjaldan fór hann með ömmu í bæjarferðir. Hann munaði líka ekkert um það að gera ömmu fína í leiðinni, greiddi henni og nagla- lakkaði hana. Það finnst mér lýsa Tuma mínum vel. Síðast þegar ég hitti Tuma þá vorum við á fjölskyldufundi. Fundinum var slitið, Tumi kvaddi og ég horfði á eftir honum ganga í burtu. En svo sneri hann við og sagði: „Ég átti eftir að kveðja þig, frænka mín, og gekk til mín, tók utan um mig og kvaddi.“ Það var hinsta kveðjan hans til mín. Ég mun sjá mikið eftir stóra bróður mínum og halda fast í all- ar góðu minningarnar. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Tumi minn, og þú verður alltaf í hjartanu mínu. Guð geymi þig. Þín, Heiða. Elsku Tumi frændi. Ég vil ekki trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég er búin að hræðast þessar fréttir í alltof langan tíma en svo komu þær. Tumi frændi er dáinn. Tumi frændi sem ég taldi ósigrandi eft- ir allt. Þú varst vinur allra, þú varst ávallt hress og kátur þegar við hittumst sama hvað dundi á. Þú varst vinur minn, frændi minn og mér sem stóri bróðir. Það verður skrítið að fara til ömmu og afa eða Klöru frænku og enginn Tumi til að rekast á og hlæja með. Eins og Maren Dögg sagði eftir síðustu heimsókn hjá ömmu og afa og þú þar að sjálf- sögðu: „Tumi frændi er svo skemmtilegur, hann er smá svona rugludallur og alltaf að stríða mér,“ svo brosti hún út í eitt. Svona minnumst við þín, með gleði í hjarta. Ég er þér þakklát, þakklát fyr- ir allar þær stundir sem við átt- um saman og allar þær minning- ar sem við sköpuðum saman. Þakklát þér fyrir að hugsa um ömmu og afa og alla hina sem þurftu á þér að halda. Ég mun aldrei gleyma þér, mér þykir svo vænt um þig, elsku Tumi minn. Ég sakna þín. Þín litla frænka, Guðrún Ósk. Elsku Tumi minn. Mér brá rosalega og líður illa að þú sért dáinn. Ég trúi þessu ekki enn. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo góður við mig og kallaðir mig alltaf Skoppu. Ég á svo margar minningar um þig og ég sagði alltaf við Mar- eyju systur að hún væri svo heppin að eiga svona góðan og skemmtilegan pabba. En þú varst alltaf líka smá pabbi minn. Ég man þegar þú varst stundum að passa okkur. Það var svo gam- an og ég man hvað það var gam- an í blöðruleiknum og hvað það var gaman að tala við þig. Þú varst svo góður og skemmtilegur við okkur öll. Mér finnst rosalega leiðinlegt að komast ekki í jarð- arförina þína en þú ert í hjarta mínu og ég hugsa um minning- arnar. Mér þykir vænt um þig og ég skal sko passa vel upp á systur mína, hana Mareyju, prinsessuna þína eins og þú kallaðir hana allt- af. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir) Þín vinkona ávallt, Írena Líf. Ég kynntist Tuma í gegnum mína bestu vinkonu Evu sem er frænka hans. Tumi var alveg yndislegur drengur og ég á eftir að sakna hans mjög mikið. Við áttum margar góðar stundir og gátum talað saman klukkustund- unum saman. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á mann og ég hafði mjög gaman að því að tala við hann. Hann var svo blíður og skilningsríkur. Það var einmitt það sem gerði það að verkum að ég heillaðist af honum sem per- sónu. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa manni ef maður var í ein- hverjum erfiðleikum. Að missa svona góðan vin tekur virkilega á mann og hef ég verið töluvert sorgmædd. Ég finn fyrir miklum söknuði. Að missa vin sinn svona ungan í blóma lífsins er sárt og að hugsa til þess að maður geti ekki lengur farið í heimsókn til hans og átt með honum góðar stundir er næstum óhugsandi. Tumi var góður vinur í raun og mun ég geyma minninguna um hann í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég varð vitni að því þegar Tumi tók trú á Jesú Krist og trúi ég því að hann sé núna kominn á betri stað heim til Jesú. Það huggar mig mikið á þessum erf- iðu stundum frá andláti hans. Ég vil líka senda allri fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Tuma verður sárt saknað og von- ast ég til þess að fá að hitta hann aftur þegar ég verð kölluð heim. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Svandís Ásta Jónsdóttir. Guðmundur Eyjólfs Sigurðsson (Tumi)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.