Morgunblaðið - 30.11.2015, Qupperneq 1
Kynning Mjölnisfólk á fundi á laugardag.
Íþróttafélagið Mjölnir hyggst
taka húsnæði gömlu Keiluhall-
arinnar í Öskjuhlíð á lang-
tímaleigu og flytja alla starfsemi
sína þangað.
Æfingahúsnæðið, sem ber
óformlega heitið Mjölnishöllin, er
um 3.000 fermetrar að stærð og
verður stærsta bardagaæfinga-
húsnæði í heimi þegar það verður
tekið í gagnið, að sögn Jóns Við-
ars Arnþórssonar, formanns
Mjölnis. Stefnt er að því að opna
æfingahúsnæðið á fyrstu mán-
uðum 2016. »9
Mjölnir flyst í Keilu-
höllina í Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Eggert
M Á N U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 281. tölublað 103. árgangur
SÍMAKROT VAR
KVEIKJAN AÐ
SÖGUNNI
FYRSTI FOR-
RITARINN
VAR KONA
SEGIR FLUG-
HRÆÐSLUNNI
STRÍÐ Á HENDUR
ADA LOVELACE 10 SÓLVEIG LÁRA ÍÞRÓTTIRKARL JÓHANN 26
var við völd. Þetta var í síðasta sinn sem tré frá
Noregi er sett upp í miðborginni. Siðurinn mun þó
halda sér því framvegis verður tréð fengið úr
skógarlundi í Heiðmörk, sem Norðmenn á Íslandi
Á aðventunni þegar skammdegið hellist yfir land-
ið bægir fólk því burt og lýsir upp tilveruna. Það
sást vel í Reykjavík í gær, þegar kveikt var á ljós-
um Óslóarjólatrésins á Austurvelli þar sem gleðin
ræktuðu. Það var sjö ára norsk-íslenskur dreng-
ur, Birkir Elías Stefánsson, sem tendraði jóla-
ljósin, en einnig var á svæðinu Khamshajiny Gun-
aratnam, varaborgarstjóri Óslóar. »13
Morgunblaðið/Eggert
Tilveran lýst upp á Austurvelli
Stemning þegar kveikt var á síðasta jólatrénu sem fengið er frá Noregi
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
„Við gætum verið búin að ganga frá
samning fyrir langa löngu. Viðræð-
urnar lykta af því að þeir ætla ekki að
semja við okkur,“ segir Gylfi Ingv-
arsson, talsmaður starfsmanna í ál-
veri Rio Tinto í Straumsvík. Verkfall
starfsmanna hefst á miðvikudag ef
ekki tekst að semja fyrir þann tíma.
320 starfsmenn eru á bak við kjara-
samninginn.
Að sögn Gylfa greinir deiluaðila
aðeins á um eitt atriði, en veigamikið;
hvort Rio Tinto fái að nýta sér nýjar
heimildir til verktöku. Varðar ákvæð-
ið störf 32 starfsmanna að sögn for-
svarsmanna Rio Tinto en Gylfi segir
störfin vera nær 100 að mati samn-
inganefndar verkalýðsfélaga vegna
kjarasamnings við ISAL.
Gylfi segir þó, að séu störfin um 30
líkt og Rio Tinto haldi fram, þá sæti
það furðu að fyrirtækið standi og falli
með því að því
verði gert kleift
að ráða verktaka í
stað starfsmanna.
„Af hverju gerðu
þeir þá ekki slíkar
kröfur til stjórn-
enda?“ spyr hann
en búið er að
ganga frá samn-
ingum við stjórn-
endur og millistjórnendur Rio Tinto
að sögn Gylfa.
Aðspurður hvort starfsmenn ætli
að halda kröfum sínum til streitu þó
að það kunni að kosta störf allra
starfsmanna svarar Gylfi því til að
starfsmenn ætli ekki að láta undan
kröfum fyrirtækisins. „Þá er fyrir-
tækið búið að taka ákvörðun og notar
kjaradeiluna til að loka fyrirtækinu.
Það getur ekki verið að kjaradeilan
valdi þessari stöðu í málinu, það er al-
veg útilokað,“ segir Gylfi.
Ólafur Teitur Guðnason, talsmað-
ur Rio Tinto, segir samninganefnd
starfsmanna ekki vilja ræða kröfu
fyrirtækisins um verktakaákvæðið
og stranda viðræðurnar þar. Hann
vildi ekki tjá sig frekar um málið og
sagði fyrirtækið ekki semja í fjölmiðl-
um.
Aðrar fyrirætlanir með orku?
Gylfi segir að fjöldi fólks hafi sett
sig í samband við hann upp á síðkast-
ið vegna orðróms um að Rio Tinto
hafi aðrar fyrirætlanir með raforku
en að nýta hana til álframleiðslu.
„Þeir lokuðu álveri í Englandi og
fengu hærra verð fyrir að selja raf-
orkuna annað. Það er verið að líta til
þess að umræðan um raforkustreng-
inn sé komin lengra og að Rio Tinto
horfi til þess að nota raforkuna í eitt-
hvað annað en í álverið. Þeir fái meira
fyrir orkuna þegar sæstrengurinn
verður kominn, á einhverjum tíma-
punkti,“ segir Gylfi inntur nánar eftir
útskýringum.
Stál í stál í kjaradeilu
álversstarfsmanna
Verkfall hefst á miðvikudag í Straumsvík ef ekki semst
Nám fyrir leiðsögumenn hefur
verið vinsælt síðustu misseri og
áhugi verið á starfskröftum þeirra
sem útskrifast. Aldursbil nemenda
er mikið og í Leiðsöguskólanum er
elsti nemandinn nú 73 ára, en í
Ferðamálaskólanum er aldursfor-
setinn sjötugur.
Aldrei hafa fleiri ferðamenn
komið til landsins en í ár og m.a.
hefur ferðamönnum frá Kína fjölg-
að. 28 nemendur af kínversku bergi
brotnir stunda núna nám í Ferða-
málaskólanum og fer kennslan
fram á kínversku. »12
Morgunblaðið/Eggert
Leiðsögunám Kínverjar læra um Ísland.
Mikill aldursmunur
í leiðsögunámi
Hafrannsókna-
stofnun fór ný-
lega af stað með
verkefni þar sem
kortlögð verða
áhrif veiðarfæra
á humarslóð. Þá
er til skoðunar
að hefja talningu
á holum humars-
ins á helstu veiði-
svæðum til að afla betri upplýsinga
um þéttleika og lífshætti humars
við landið.
Humar hefur átt undir högg að
sækja síðustu ár og nýliðun verið
léleg. Veikir, yngri árgangar munu
innan fárra ára bera veiðarnar
uppi. »16
Í athugun að telja
holur humarsins
„Þetta er alvana-
legt vetrar-
veður,“ sagði
Sveindís Guð-
finnsdóttir, bóndi
og flugvallar-
stjóri í Kjörvogi í
Árneshreppi á
Ströndum. Leiðin
þangað norður er
nú ófær, en verð-
ur væntanlega
rudd á þriðjudaginn ef veður leyfir.
Ekki hefur verið flogið til Gjög-
urs í tæpa viku. Flug Ernis, sem
var á áætlun síðastliðinn föstudag,
féll þá niður vegna snjókomu.
„Leiðindi í veðrinu hófust fyrir
helgina og standa enn og núna er
hér svartabylur. En það væsir ekk-
ert um okkur,“ sagði Sveindís sem
telur veðurspána benda til þess að
flugfært gæti orðið á Strandir á
morgun. sbs@mbl.is »2
Svarta-
bylur og
leiðindi
Sveindís
Guðfinnsdóttir
Ófærð á Ströndum
og flugið féll niður