Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég bind vonir við að þessi ráð- stefna muni skila miklum árangri fyrir heiminn allan,“ segir Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna - COP21- sem hefst í Par- ís í dag. Hún hefur verið kölluð mikilvægasta alþjóðaráðstefna sög- unnar, enda brýnt orðið að ná tök- um á þeim vanda sem hlýnun loft- hjúpsins hefur í för með sér á jörðinni. Bjartsýni sendiherrans byggist á því að flest þátttökuríki hafa fyrir- fram boðað margþættar skuldbind- ingar sem taka eiga við þegar Kyoto-bókunin rennur út árið 2020. Ýmsir hlutar hennar eru þó ófrá- gengnir. Er hugmyndin að halda hitahækkun undir 2°C, en að óbreyttu verður hitastigið um það bil 5°C hærra en fyrir iðnbyltingu. Meðal þess sem gera þarf er að veita snauðari ríkjum heims fjár- hagslegan stuðning til að auðvelda þeim að draga úr mengun og laga sig að breytingum sem þegar eru að eiga sér stað í umhverfinu af völd- um hlýnunar. Hefur verið talað um að veita sem svarar 100 milljörðum dollara á ári vegna þessa frá 2020. 40 þúsund þátttakendur Ísland fylgir þeirri stefnu sem lönd Evrópusambandsins hafa markað sem er 40% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990. Ráðstefnuna sækja um 40 þúsund manns frá öllum ríkjum heims, vís- indamenn, embættismenn, áhuga- menn um umhverfismál, ráðherrar og þjóðarleiðtogar. Frá Íslandi koma meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Ráðstefnunni lýkur 11. desember. Gríðarleg und- irbúningsvinna liggur að baki ráð- stefnunni og þykja Frakkar hafa staðið sig mjög vel við að halda utan um alla þræði hennar. Eftir hryðjuverkin í París fyrir rúmum hálfum mánuði voru uppi raddir um að skynsamlegast væri að fresta ráðstefnunni. Frá því var fallið og segir Philippe O’Quin að þátttakendum hafi fjölgað og megi líta á það sem stuðning við Frakka og þá almennu samstöðu sem þar í landi hefur skapast um að láta hryðjuverkamenn ekki eyðileggja hið frjálsa og lýðræðislega þjóð- félag. „Við ætlum ekki að láta hræða okkur frá því að lifa því lífi sem við kjósum,“ segir sendiherr- ann. Philippe O’Quin hefur tekið virk- an þátt í að kynna ráðstefnuna hér á landi. Hann hitti stúdenta í Há- skóla Íslands fyrir helgi og mætti á fund í Höfða á dögunum þar sem kynnt voru áform fjölda íslenskra fyrirtækja um sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem þau skuldbinda sig til að setja sér markmið í loftslags- málum og fylgja þeim eftir með að- gerðum. Í ávarpi á fundinum hvatti sendiherrann fyrirtækin til að taka þátt því slík yfirlýsing og frum- kvæði fyrirtækja væri í takt við það sem verið er að gera víða um heim. Rætur flóttamannavandans Aðspurður hvort hætta væri á að viðsjár í alþjóðamálum að undan- förnu mundu draga athyglina frá verkefnum loftslagsráðstefnunnar kvaðst sendiherrann ekki telja að það myndi gerast. Hnattrænar um- hverfisbreytingar magna mörg vandamál samtímans, svo sem hinn stóraukna fjölda flóttafólks. For- ystumenn ríkja heims gerðu sér grein fyrir að ef ekki væri gripið til ráðstafana myndu æ fleiri flýja heimkynni sín og komast á vergang. Við því yrði að sporna. »15 Bjartsýnn á árangur í París  Sendiherra Frakklands á Íslandi bindur miklar vonir við loftslagsráðstefnuna sem hefst í dag  Víðtækur stuðningur við margþætta aðgerðaáætlun þegar Kyoto-bókunin rennur út árið 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Umhverfi Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, er bjartsýnn á árangur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í París í dag. Hann hefur að undanförnu tekið virkan þátt í að kynna ráðstefnuna hérlendis. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skaðinn sem Skaftárhlaupið olli er mikill, en þetta skýrist ekki að fullu fyrr en með vorinu þegar aðstæður verða til að kanna stöðuna inni á af- rétti. Það er alveg ljóst að ýmsar skemmdir þarf að bæta og þá koma þessir fjármunir sér vel,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitar- stjóri Skaftáhrepps. Kemur sér vel Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis lagði til í síðustu viku að úr ríkissjóði yrði varið alls 56 milljón- um króna til þriggja sveitarfélaga hvar urðu skemmdir af völdum nátt- úruhamfara á síð- asta ári. Lagt er til að Ísafjarðar- bær fái 13 millj- ónir króna vegna vatnsflóða í febr- úar síðastliðnum þegar vatnsflóð olli skemmdum á Suðureyri, til dæmis á veitu- kerfi, safnahúsi og sundlaug. Einnig er gert ráð fyr- ir að Fjallabyggð fái sömu upphæð til að mæta ófyrirséðum útgjöldum sveitarfélagsins vegna flóðanna á Siglufirði í ágúst síðastliðnum þegar aurflóð féll á bæinn í kjölfar rign- inga. Loks var gerð tillaga um að Skaftárhreppur fengi 30 milljónir króna til að mæta kostnaði við við- gerðir á óskráðum vegum, varnar- görðum og girðingum sem eyðilögð- ust í Skaftárhlaupinu sem varð í lok september. „Nú þurfum við að fara yfir stöðuna og forgangsraða verk- efnum. Þetta framlag frá ríkinu kemur sér sannarlega vel,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir. Í Skaftártungu eru tólf bæir í byggð og á nokkrum þeirra eyði- lagðist ræktarland og girðingar í flóðinu. Þær búsifjar segir sveitar- stjórinn að Bjargráðasjóður muni bæta og hafi menn á hans vegum komið austur í haust og tekið stöð- una út. Frekari afgreiðsla mála hjá sjóðnum er þó eftir. Nýtt brúarstæði í athugun Mestu afleiðingar hlaupsins séu þó sennilega skemmdirnar á brúnni yfir Eldvatn við Eysti-Ása, en sem kunnugt er gróf mikið undan eystri stöpli hennar í flóðinu svo nauðsyn- legt var að loka henni. Nýlega var brúin opnuð fyrir umferð léttari bíla, sem kemur sér vel, til dæmis vegna skólaakstur. Ljóst er þó að reisa þarf nýja brú á þessum slóð- um. Brúarstæðið yrði þó annað en nú er og því hafa menn á vegum Vegagerðarinnar kannað svæðið og lesið í landið. Skaftárhreppi bættur skaðinn  30 milljónir kr. frá ríkinu vegna náttúruhamfara  Afleiðingar Skaftárhlaups skýrast í vor  Leit að brúarstæði  Suðureyri og Siglufjörður fá einnig stuðning Morgunblaðið/RAX Hamfarir Í Skaftárhlaupi margfaldaðist vatnsmagn fljótanna, svo Eldvatnið var mjög tilkomumikið að sjá. Sandra Brá Jóhannsdóttir Grjótvörn við vestari bakka Eld- vatnsins neðan við Ásabæina í Skaftártungu kom í veg fyrir að kirkjugarðinn í Eystri-Ásum tæki af. Talsvert hefur grafið úr bakk- anum á undanförnum árum og hefur fljótið verið að færa sig sí- fellt nær garðinum, hvar var graf- ið frá kristnitöku fram yfir alda- mótin 1900. „Það eru fjögur til fimm ár síð- an þessi grjótvörn var útbúin og nú er gildi hennar sannað,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum, í samtali við Morg- unblaðið. Hann telur að hundr- uðum manna hafi í aldanna rás verið útbúinn legstaður þarna. „Sem betur fer fóru beinin ekki í þessa jökuleðju. Á sínum tíma vildu vísindamenn nálgast jarð- neskar leifar fólks sem hafði lifað Skaftárelda með tilliti til þess hvaða áhrif öskumengun hefði haft á þess bein og liðamót. Ég held að þeir hafi farið í gegnum fjögur lög af gröfum til að finna réttu beinin.“ Beinin sluppu frá jökuleðjunni LEGSTAÐUR ALDANNA Á BÖKKUM ELDVATNSINS Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kirkjugarður Eldvatn hefur étið sig æ nær en nú virðist framrásin stöðvuð. Upp úr miðnætti í fyrrinótt var lögreglu tilkynnt um mann á Gömlu-Hring- braut, sem var mjög ölvaður og gekk fyrir bíla. Kastaði hann sér fyrir lögreglubíl og var í framhaldi af því færður á lögreglustöðina Hverfisgötu. Þegar búið var að fá upp nafn og hvar við- komandi átti heima ætluðu lög- reglumenn að koma honum heim. Það hugnaðist honum ekki og veitt- ist að lögreglumönnum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Skömmu síðar var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Maður hafði verið sleginn í andlitið þannig að í honum brotnuðu tvær framtennur og var hann einnig með áverka á nefi. Gerandi var farinn af vett- vangi en lögregla er með upplýs- ingar um viðkomandi. Maður kastaði sér fyrir lögreglubíl Einn heppinn lottóspilari var með allar töl- urnar réttar í út- drætti á laug- ardagskvöld og hlýtur hann 45,4 milljónir í vinn- ing. Miðinn var keyptur í Olís Sæbraut v/Sunda- garða í Reykjavík. Enginn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og gekk 2. vinningur upp á rúmlega hálfa milljón því ekki út. Fimm voru með 4 réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Glúrinn Eyjamaður náði 13 rétt- um á Enska getraunaseðilinn á laugardag og fær rúmar þrjár milljónir króna fyrir vikið. Eyja- maðurinn var eini Íslendingurinn með 13 rétta. Fær yfir 45 milljónir króna í lottóvinning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.