Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 8

Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Þorsteinn Víglundsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, bendir á að ef trygg- ingagjaldið lækki ekki á næsta ári séu kjarasamningarnir fyrir tímabil- ið 2016-2018 í uppnámi, en þeir koma til endur- skoðunar í febrúar næstkomandi.    Tryggingagjaldiðer enn hátt þrátt fyrir að at- vinnuleysi sé lítið og Þorsteinn segir að það skili nú 20-25 milljörðum króna ár- lega umfram það sem það ætti að gera.    Og ekki batnarþað, því að Þorsteinn bendir á að fjölmargir „kreppuskattar“ hafi verið lagðir á í tíð fyrri ríkisstjórnar og skattheimta á atvinnulífið hafi aukist mikið. Hann heldur áfram: „Árleg tekjuaukning ríkisins af þeim völdum nemur 85 milljörðum en niðurskurður útgjalda hefur ver- ið mun minni en áformað var. Ekki er að sjá neinn grundvallarmun á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar og þeirrar sem á undan henni sat. Vinstri er hægri og hægri vinstri.“    Þetta er ekki fagur vitnisburðurum þá stefnu í ríkisfjármálum sem tók við af skattpíningarstefnu vinstri stjórnarinnar en því miður er mikið til í honum.    Núverandi stjórnvöld geta hinsvegar byrjað að reka af sér slyðruorðið í skattamálum með því að lækka tryggingagjaldið mynd- arlega um næstu áramót.    Þorsteinn segir engin merki sjá-anleg um að ætlunin sé að lækka tryggingagjaldið, nú þegar önnur umræða um fjárlög er fram- undan. Getur það verið? Getur verið að ekkert verði gert? STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson Þorsteinn Víglundsson Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík -4 snjókoma Akureyri -1 alskýjað Nuuk -13 léttskýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 3 skúrir London 13 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 8 skúrir Berlín 7 skýjað Vín 7 alskýjað Moskva -5 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -7 heiðskírt Montreal -2 snjóél New York 3 léttskýjað Chicago 3 skýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:43 15:51 ÍSAFJÖRÐUR 11:17 15:27 SIGLUFJÖRÐUR 11:01 15:08 DJÚPIVOGUR 10:19 15:14 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Bazar veggljós Auðlind – minn- ingarsjóður Guð- mundar Páls Ólafssonar nátt- úrufræðings og rithöfundar held- ur fund um nátt- úruvernd í Þjóð- minjasafninu á morgun, 1. des- ember. Auðlind er náttúruverndarsjóður sem hefur endurheimt votlendis að meginviðfangsefni. Hann var stofn- aður 1. desember 2008 með það að markmiði að vera alhliða verndar- sjóður íslenskrar náttúru. Hann hef- ur þó einbeitt kröftum sínum að endurheimt votlendis, en eyðing þess er langmesti einstaki orsaka- valdur aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda hérlendis, segir í fréttatilkynningu. Til að gefa dæmi um árangur af endurheimt votlendis og kynna sjóð- inn verður haldinn styrktarfundur þriðjudaginn 1. desember kl. 17 í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir kynna Auðlind og Sigurkarl Stef- ánsson segja frá og sýna þann ár- angur sem orðið hefur af endur- heimt votlendis, sem styrkt var af Auðlind. Hlynur Óskarsson flytur hugleiðingar um votlendi, Andri Snær Magnason rithöfundur heldur ræðu og Sif Tulinius flytur tónlist. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Auðlind heldur kynningarfund Vigdís Finnbogadóttir Í ályktun 47. þings Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands, sem haldið var í síðustu viku, kemur fram að þingið telur brýnna en nokkru sinni að stórauka veiðarfæra-, haf- og fiskirannsóknir. „Aukin þekking á þessum svið- um er algjör grunnforsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum hafsins. Ómæld verðmæti fara for- görðum að óbreyttu ástandi. Það er algjör lág- markskrafa að tryggt sé að rannsóknarskip stofnunarinnar séu nýtt til rannsókna af fullum krafti allt árið, en liggi ekki í höfn langtímum saman vegna fjárskorts,“ segir í ályktun um Hafrannsóknastofnun. Sömuleiðis er skorað á stjórnvöld að tryggja Landhelgisgæslu Íslands nægjanlegt fjármagn til reksturs skipa stofnunarinnar. Fagna yfirlýsingu Rannsóknarnefndar Í ályktun um öryggismál er þeirri áskorun beint til stjórnvalda að þau beiti sér fyrir því að viðbrögð vegna sjóslysa verði í framtíðinni með sama hætti og þegar um flugslys er að ræða. Fagnað er yfirlýsingu Rannsóknar- nefndar samgönguslysa þar sem lýst er yfir að taka verði flakið af Jóni Hákoni BA til að ljúka rannsókn þessa hörmulega slyss og skorað er á þar til bær yfirvöld að bregðast við þessari beiðni. Loks má nefna að þing FFSÍ lýsir sem fyrr yfir afdráttarlausum stuðningi við hvalveiðar og varar eindregið við vanmati á þeim áhrifum sem afrán hvalstofna hefur á þá nytjastofna sem mesta þýðingu hafa. Hafrannsóknir verði stórauknar  Viðbrögð vegna sjóslysa verði með sama hætti og þegar um flugslys er að ræða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.