Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Þjóðminjasafnið og Safna- húsið taka á sig jólalegan blæ í desember. Jólasýningar verða opnaðar og árleg jóla- dagskrá verður í Þjóðminja- safninu. Í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu verða jólatré til sýnis en margir kannast við slík tré sem oft voru heima- gerð. Í Þjóðminjasafninu verður jólahús á Torginu þar sem börn geta skoðað eft- irgerðir af safngripum. Þá verður jólaratleikur í boði á mörgum tungumálum. Jólasveinar, Grýla og Leppalúði sækja svo safnið heim og skemmta gestum. Jólastemning í söfnum Heimagerð jólatré til sýnis Gaman Jólasveinar koma í heimsókn. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Staðalímynd forritara er ung-ur karlmaður. Og ekki aðósekju því alls staðar íheiminum eru karlar mun fleiri í stéttinni en konur. Þótt kon- ur séu í æ ríkari mæli að hasla sér völl sem forritarar er enn langt í að þær verði jafn margar og karlarnir. Árið 2014 voru konur aðeins 17% af tæknistarfsfólki hjá Google þar sem hlutfallið var þó hærra en hjá flest- um öðrum alþjóðlegum tölvu- og tæknifyrirtækjum. Google sem og mörg fyrirtæki og menntastofnanir víða um heim hafa undanfarið unnið markvisst að því gera forritunarnám eftirsókn- arverðara fyrir konur. Til dæmis hrinti Google á síðasta ári af stað milljarðaverkefninu Made with code til að fjölga kvenkyns forriturum í Kísildal. Í ár er fullt tilefni til að rifja upp að fyrsti forritarinn var kona. Augusta Ada Byron hét hún og leit fyrst dagsins ljós í London 10. des- ember fyrir 200 árum. Hennar er nú minnst með margvíslegum hætti, t.d. sýndi BBC nýverið heimild- armyndina The Countess of Computing, og í Vísindasafninu í London stendur yfir sýning um ævi og störf Ödu Lovelace eins og hún var síðar kölluð. Dóttir Byrons lávarðar Ada var eina skilgetna barn eins frægasta skálds Breta, Byrons lávarðar. Þau feðginin áttu ekki eft- ir að eiga mikið saman að sælda því lávarðurinn fór til Grikklands skömmu eftir fæðingu dóttur sinnar og steig aldrei aftur á breska grund. Byron var sagður hafa kvænst móð- urinni, Annabella Milbanke bar- ónessu, til fjár. Hún var alla tíð bit- ur út í sinn fyrrverandi og til að berja úr dótturinni mögulega arf- genga „skáldgeðveiki“ lagði hún hart að henni að leggja stund á stærðfræði og rökfræði. Ekki var al- gengt að stúlkur færu í slíkt nám á þessum tíma sem trúlega hefur verið óaðgengilegt fyrir aðrar en dætur að- alsins sem hafði ráð á einkakennurum. Samband þeirra mæðgna var hvorki náið né gott og lét Anna- bella móður sína, lafði Mil- banke, að mestu um uppeldi dótt- ur sinnar. Ada átti við ýmis veikindi að stríða í æsku. Hún fékk oft höf- uðverk sem olli sjóntruflunum og allt sitt fjórtánda ár var hún rúm- liggjandi eftir mislinga og þurfti síð- an að ganga með hækjur í mörg ár. Hún nýtti þó tímann vel og nam stærðfræði af krafti hjá mörgum einkakennurum, þ.á m. meðal Mary Sommerville, sem kynnti hana fyrir stærðfræðingnum, heimspekingnum og uppfinningamanninum Charles Babbage. Greiningarvél Babbages Babbage er þekktastur fyrir að hafa hannað reiknivélar og tölvu og sagður sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Hann er því oft kallaður faðir tölv- unnar þótt ýmsir af síðari tíma kynslóðum séu kannski eins vel að nafnbótinni komnir. Svo- kallaðri greiningarvél, Ana- lytical Engine, sem hann hannaði, var ætlað að leysa flóknar stærð- fræðiformúlur. Vélin er talin tölva í þeim skilningi sem síðar var lagður á fyrirbærið. Meiningin var að for- rita vélina með gataspjöldum líkt og þá var byrjað að nota í vélrænum vefstólum. Áður hafði Babbage hannað tvær stórar reiknivélar, mismunavélina, Difference Engine, og endurbætta og einfaldari útgáfu hennar. Vélarnar þrjár byggðust allar á hárnákvæmri smíð á tann- hjólum og vélrænum hlutum og áttu að ganga fyrir handafli eða gufuvél. Ada hreifst af hugmyndum Babbages um fyrrnefnda greining- arvél sem hann í kvöldverðarboði Töfrakona talnanna Fyrsti forritarinn fæddist fyrir 200 árum. Þótt Ada Lovelace hefði kannski ekki erft skáldagáfu föður síns, Byrons lávarðar, þótti hún með afbrigðum talnaglögg. Hún lýsti hvernig hægt væri að forrita greiningarvél hins þekkta stærðfræðings Charles Babbage, og telst fyrir vikið bera nafnbótina fyrsti forritarinn með réttu. Mynd/Science & Society Pricture Library/Wikipedia Commons Forkunnarfín Vatnslitamynd af Ada Lovelace eftir Alfred Eduward Chalon. Uppfinningamaður Charles Babbage var upphafs- maður reiknivéla, fyrir- rennara nútíma tölva. Við erum alvön umræðunni um hvað við eigum að borða en veltum kannske sjaldnar fyrir okkur hvern- ig. Erum við oft að sleppa máltíðum, borða á hlaupum, upptekin við e-ð annað en matinn, í tölvunni, með blaðið, eða í bílnum? Erum við á sjálfstýringunni, frekar en til staðar í því sem við erum að gera? Tókum við kannske ekki eftir því hvað við vorum að borða? Erum við oft að borða „sést-varla-bitann“ – fljótt og hratt og hugurinn segir „þetta var eiginlega ekki neitt“? Vitað er að tilfinning um seddu er háð hversu hratt við borðum. Ef við stillum okkur inn á, eða veitum at- hygli merkjum líkamans þá segir hann okkur ágætlega til. Oft erum við ekki að virða svengdar- og seddutilfinningar, eða hvernig okkur verður af matnum. Jólamaturinn Stundum erum við svo önnum kaf- in við að afla tekna fyrir hinu dag- lega brauði að við megum ekki vera að því að setjast niður og borða þetta góða brauð! Þrátt fyrir tímaleysi hversdags- ins, þar sem við veljum oft skyndi- bitann, eitthvað einfalt og fljótvirkt, þá er fólk jafnan að leggja hug og hjarta í jólamatinn. Undirbúning- urinn er oft langur og sumir fara á fjöll og veiða. Svo er verkað, grafið, kryddað, sultað og bakað. Við höfum í hávegum hefðirnar og upplifum minningar liðinna jóla, söknum, gleðjumst og hlökkum til. Við njót- um þess að vera prúðbúin og í há- tíðaskapi. Dáumst að fagurlega dekkuðu veisluborði. Maturinn lítur æðislega út, ilmurinn „er svo lokk- andi“. Kjötið er safaríkt og meyrt, bragðið unaðslegt. Eftirrétturinn gómsætur. Við gefum okkur góðan tíma til að njóta matarins og upplifa stundina með ástvinum okkar. Það kemur að því að við finnum að við er- um orðin eðlilega södd. Okkur er auðvelt að hætta vitandi það að það verður alltaf til nóg fyrir okkur að njóta. Við viljum ekki troða okkur út, ekki frekar en við óskum neins sem okkur þykir vænt um að honum verði bumbult og illt. Þvert á móti viljum við að honum verði gott af því sem við bjóðum honum upp á og segjum því „verði þér að góðu“. Félagsleg athöfn Neysla matar er félagsleg athöfn, tengd tilfinningum eins og gjafmildi, umhyggju, þakklæti og vellíðan. Slíkar tilfinningar stuðla að jákvæðu efnaflæði í líkamanum og þar með verður okkur frekar gott af matnum. En þess sem neytt er með grettu og hugarfarinu „æi, ég ætti nú ekki að vera að borða þetta jukk!“ er á hinn veginn farið. Mættum við sem oftast eiga slíkar stundir, þar sem við stöldrum við, njótum og erum til í núinu. Upplifum þakklæti til þess sem veitir, einnig Móður Náttúru sem nærir okkur og styður og við umgöngumst af ást og virðingu. Njótið aðventunnar!  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjaf- arþjónusta, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is Getty Images/Image Source Félagslegt Neysla matar er félagsleg athöfn, tengd jákvæðum tilfinningum. Éttu betur!! Heilsupistill Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur Fyrirtæki – verslanir Jóla gjafavörur Einstök hönnun Merki um gæði Orkidea í potti hvít 67cm (2stk.) Kertahús f/teljós 3stk. Sett 8/10/13cm Kaktus í glasi 2-teg. 40cm/48cm Myndarammi Grace 24x19 Til í fleiri stærðum Teljósastjaki á fæti 3stk sett 33cm Köngla krakkar 4.teg.16cm Jólaupphengja börn á kúlu 25cm. 4-teg. Nafnspjalda kúlur 6 stk sett 40mm. Stytta engill 76cm nat/gold Jólasveinn 82cm. Einungis sala til fyrirtækja og verslana www.danco.is Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.