Morgunblaðið - 30.11.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 30.11.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 „Það er beðið eftir þessu fólki,“ seg- ir Kristín Hrönn Þráinsdóttir fag- stjóri Leiðsöguskólans sem er sjálf- stæð eining undir hatti Mennta- skólans í Kópavogi. Hún segir að nú séu um 70 nemendur í skólanum, en þeir séu þó ekki allir í fullu námi. Hún segir að aðsókn hafi aukist með hverju árinu og þörf á menntuðum leiðsögumönnum sé brýn eins og sjáist á eftirspurn eftir útskrifuðum leiðsögumönnum. Leiðsöguskólinn var stofnaður árið 1976 og í byrjun var leiðsögu- nám nokkurra vikna námskeið en er nú eins árs starfsnám, sem byrjar í ágústmánuði og lýkur í lok maí. Aldursdreifing nemenda er mjög mikil í þessu námi. Yngstu nem- endur eru 21 árs, en krafa er gerð um þann aldur og stúdentspróf eða sambærilegt nám. Í vetur er elsti nemandinn 73 ára. „Við fylgjum námskrá mennta- málaráðuneyt- isins um leið- sögunám,“ segir Kristín. „Lögð er áhersla á að fólk geti tjáð sig á er- lendu tungumáli og þurfa nem- endur að taka inntökupróf í einu kjörmáli. Æfa sig í leiðsögn á sínu kjörmáli Í ferðum skólans á vorönn skiptast nemendur á um að vera leiðsögumenn á sínu kjörmáli. Langflestir velja ensku, en núna er- um við einnig með fólk sem valdi þýsku, ítölsku, spænsku, dönsku og sænsku. Þetta er í fyrsta skipti í mjög mörg ár sem enginn valdi frönsku og oftast hefur norska einn- ig verið meðal tungumálanna.“ Kennt er í skólanum þrjú kvöld í viku og auk tungumála byggist kennslan á fræðslu um land og þjóð, menningu, náttúru og atvinnuvegi. Kristín segir að reynt sé að undir- búa nemendur svo að þeir geti fjallað um og svarað því sem ferða- menn hafi áhuga á að vita um ís- lenskt samfélag. Fræðsluferðir innanbæjar og utan séu stór þáttur í kennslunni. Á heimasíðu segir að leiðsögu- nám sé hagnýtt og taki mið af ólík- um þörfum ferðaþjónustunnar í takt við breytt ferðamynstur ferða- manna. Endurmenntun Háskóla Ís- lands býður upp á sambærilegt nám. „Beðið eftir þessu fólki“ Ljósmynd/Kristveig Halldórsdóttir Kynnisferð Nemendur í Leiðsöguskólanum í Kópavogi í heimsókn í Hallgrímskirkju.  Um það bil 70 nemendur eru í leiðsögunámi í Leiðsögu- skólanum í MK  Yngstu nemendur 21 árs, sá elsti 73 ára Kristín Hrönn Þráinsdóttir „Ég er aldursforsetinn, það fer ekki á milli mála, “ segir Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur, þegar spjallað er við hann um leiðsögunám í Ferðamálaskól- anum. Við starfslok hjá Hafrann- sóknastofnun síðasta vor sá hann fram á að hafa lítið fyrir stafni í vetur í fyrsta skipti síðan hann var krakki heima á Norðfirði. Því varð þetta nám fyrir valinu enda viðfangsefnin þar flest á áhuga- sviði Sveins, sem lengst af á starfsferli sínum fékkst við loðnu, síld og aðra uppsjávarfiska. „Það var að mörgu leyti rökrétt framhald að setjast niður og fræð- ast nánar um plöntur á Íslandi, jarðfræði, söguna og bókmennt- irnar,“ segir Sveinn. „Allt eru þetta þættir sem ég hef gaman af og ég hef alltaf verið áhugamaður um útivist og þvælst mikið um landið. Ég var í yfir 30 ár á kafi í hestamennsku, stundaði fjall- göngur, skotveiði og hjólaði um hálendið, meðal annars Fjalla- baksleiðirnar og Kjöl á fjallahjóli. Námið er skemmtilegt og gaman að vita meira um landið sem mað- ur hefur verið að þvælast um.“ Þegar Sveinn varð sjötugur í vor hafði hann starfað í 45 ár hjá Hafrannsóknastofnun eftir nám í Skotlandi, auk tveggja sumra meðan hann var í námi. Hann seg- ist ekki vita hvað yngstu stúlk- urnar í leiðsögunáminu séu gaml- ar, en hann geti hæglega verið afi þeirra. Hann segir að námið sé at- vinnumiðað, en það eigi eftir að koma í ljós hvort hann gerist leið- sögumaður. Alltaf með færið í vasanum Sveinn segir ekki ólíklegt að áhugi hans á fiskifræði og öðru lífi í náttúrunni tengist uppeldinu í Neskaupstað. Leikvöllurinn hafi verið fjörðurinn, bryggjurnar, fjaran og fjallið. „Maður fór varla út úr húsi án þess að vera með færi í vasanum til að geta farið að veiða niður á bryggju.“ Þess má geta að á tímabili störfuðu sex fiskifræðingar saman á Hafrannsóknastofnun, sem áttu uppruna sinn að rekja til Nes- kaupstaðar og Mjóafjarðar; auk Sveins þeir Jakob Jakobsson, Hjálmar Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði, Björn Ævarr Stein- arsson, Einar Hjörleifsson og Þor- steinn Sigurðsson. aij@mbl.is Gaman að fræðast meira um landið  Skellti sér í leiðsögunám við starfs- lok hjá Hafrannsóknastofnun Ljósmynd/HAG Nýr vettvangur Sveinn Sveinbjörns- son um borð í Árna Friðrikssyni. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ætli það hafi gerst í nokkrum skóla hér á landi áður að heill bekkur sé eingöngu skipaður Kín- verjum, ég efast um það,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands. Í leiðsög- unámi í skólanum eru nú 28 Kín- verjar meðal nemenda og fólk af kínversku bergi brotið. Kennslan fer fram á kínversku og áherslan er lögð á land, sögu, menningu og náttúru. Beint flug á milli? „Þetta fólk er allt búsett hér á landi og er á aldrinum frá tvítugu og þau elstu eru á sextugsaldri,“ segir Friðjón. „Þau vantar ákveð- inn grunn þó að þau hafi mörg hver starfað sem leiðsögumenn. Hér á landi búa um 800 Kínverjar og þessi nem- endahópur í skól- anum er bland- aður. Á meðal þeirra er þriðja kynslóð Kínverja hér á landi, sem hafa alist hér upp og tala ís- lensku, en aðrir hafa átt heima skemur á Íslandi. Þau mun ekki skorta verkefni því hingað koma um 50 þúsund Kín- verjar í ár, á næsta ári verða þeir ekki færri en 80 þúsund og síðan 120 þúsund. Það líða ekki mörg ár þar til farið verður að fljúga reglu- lega beint á milli íslands og Kína.“ Mikil aðsókn Friðjón segir að mikil aðsókn sé að leiðsögunámi og fljótt hafi fyllst í námið sem fór af stað í haust. Nú stunda um 40 Íslendingar nám í þessum fræðum. Þar af eru 10 í fjarnámi og er hluti þeirra búsettur erlendis. Hann segir aldursbilið breitt og fólk hafi mjög ólíkan bak- grunn. Hann segir að fyrirtæki í ferða- þjónustu kalli eftir fólki sem hafi góðan grunn, hafi lokið ákveðinni sérhæfingu með námi í leiðsögn og hafi þekkingu á landi og þjóð. Ekki sé útlit fyrir að skortur verði á störfum á næstu árum. Fram kemur á heimasíðu skólans að kennslan fer fram þrjú kvöld í viku frá því í byrjun október og fram í maí. Farið er í fjölmargar vettvangsferðir, auk þess sem lista- og menningarhús eru heimsótt. Í lok náms er farið í hringferð um landið þar sem nemendur fá að spreyta sig sem leiðsögumenn sem er undirbúningur fyrir starfið, segir á heimasíðu skólans. Morgunblaðið/Eggert Læra um Ísland Það var létt yfir hópnum í Ferðamálaskólanum á föstudag þó svo að íslensk vetrarfærð hafi gert það að verkum að nokkur forföll voru. Kínverskum ferðamönnum hingað til lands hefur fjölgað mjög. Heill bekkur eingöngu skipaður Kínverjum  Kennt á kínversku  Ætti ekki að skorta verkefni Friðjón Sæmundsson Fyrstu tíu mánuði ársins fóru 1.108.986 erlendir ferðamenn frá landinu eða 254.371 fleiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt taln- ingum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða 29,8% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum, að undanskildum Norðurlöndum sem hafa staðið í stað. Um 99 þúsund erlendir ferða- menn fóru frá landinu í október síðastliðnum eða 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukn- ingin nemur 48,5% milli ára og hef- ur hún ekki mælst svo mikil milli ára í októ- ber frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Aukning hefur verið alla mánuði ársins, þó aldrei jafn mikil og í októbermánuði. Aukningin var 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí, 23,4% í ágúst og 39,4% í september. Fjölgun ferðamanna alla mánuði ársins Allt árið Hoppað á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.