Morgunblaðið - 30.11.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 30.11.2015, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 ✝ Torfi fæddist22. mars 1923 á Heydalsá í Stranda- sýslu og ólst þar upp. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 21. nóv- ember 2015. Foreldrar Torfa voru Guðbrandur Björnsson Halldórs- sonar frá Smáhömr- um, f. 14.5. 1889, d. 2.7. 1946, oddviti og útvegsbóndi á Heydalsá, og Ragnheiður Guð- mundsdóttir Péturssonar í Ófeigsfirði, f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972, húsmóðir á Heydalsá. Systkini Torfa eru: Guð- mundur, f. 26.11. 1915, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Heydalsá, Björn Halldórs, f. 8.8. 1917, d. 7.12. 1950, útvegsbóndi á Hey- dalsá, Sigrún, f. 18.9. 1918, d. 18.5. 1978, húsmóðir í Reykjavík, Sverrir, f. 26.3. 1921, d. 22.7. 2012, bóndi á Klúku og versl- unarmaður, Matthildur Ása, f. 26.8. 1926, húsmóðir á Smáhömr- um, Vigdís, f. 24.5. 1929, d. 21.9. 2005, húsmóðir á Reyðará í Lóni, Aðalbjörg, f. 10.11. 1930, d. 17.4. 1998, húsmóðir í Reykjavík, Bragi, f. 21.9. 1933, bóndi á Hey- gift Jón Magnúsi Kristjánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn en auk þess á Jón eina dóttur. 6) Guðbrandur, f. 18.12. 1966, trésmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Dóru Björgu Jónsdóttur og eiga þau þrjá syni. Hann stundaði barnaskólanám í Heimavistarskólanum á Hey- dalsá, lauk prófi frá Reykjum í Hrútafirði 1939, gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1940 og kennaraprófi frá KÍ 1951. Torfi var farkennari í Hróf- bergsskólahverfi í Steingríms- firði 1941-44, Kirkjubóls- og Fellsskólahverfi 1944-48 og 1953- 55, var stundakennari í Gagn- fræðaskólanum við Hringbraut í Reykjavík 1951-52, kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1952- 53 og skólastjóri við Heimavist- arskólann á Finnbogastöðum í Árneshreppi 1955-83. Hann flutti þá til Reykjavíkur og starfaði við aðalbanka Búnaðarbankans 1984-93. Torfi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina. Torfi skrifaði m.a. sögur skól- anna á Heydalsá, Finn- bogastöðum og Drangsnesi og fleiri þætti í byggðasögu Strandasýslu, Strandir I-III. Þá hefur hann ritað endurminningar sínar, Strandamaður segir frá, sem Vestfirska forlagið gaf út í tveim bindum, 2000 og 2001. Útför Torfa fer fram frá Digraneskirkju í dag, 30. nóv- ember 2015, klukkan 13. dalsá, Sigurgeir, f. 13.5. 1936, d. 10.4. 1989, bóndi á Hey- dalsá. Torfi kvæntist 15.6. 1957 Aðal- björgu Alberts- dóttur, f. 1.5. 1934, fyrrv. skólaráðs- konu. Hún er dóttir Alberts Valgeirs- sonar og Óskar Samúelsdóttur frá Bæ í Árneshreppi. Börn Torfa og Aðalbjargar eru: Björn Guðmundur, f. 14.11. 1956, bóndi á Melum í Árnes- hreppi, kvæntur Bjarnheiði Foss- dal og eiga þau fimm börn. 2) Óskar Albert, f. 26.5. 1958, fram- kvæmdastjóri á Drangsnesi, kvæntur Guðbjörgu Hauksdóttur sjúkraliða og eiga þau fimm börn. 3) Snorri, f. 22.7. 1959, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Ingu Dóru Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn en fyrir átti Snorri einn son með Erlu Ríkharðsdóttur. 4) Ragnar, f. 18.4. 1963, tré- smíðameistari í Reykjavík, kvæntur Ernu G. Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 5) Fríða, f. 4.7. 1965, kennari í Reykjavík, Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til tengdapabba míns, Torfa Guðbrandssonar. Hann tók mér opnum örmum þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna nítján ára gömul. Torfi var góður maður, hjartahlýr, greiðvikinn og traust- ur. Hann ólst upp í stórum systk- inahópi og virtist allt leika í lyndi þegar ský dró fyrir sólu. Berklar herjuðu á Heydalsárheimilið. Ragnheiður, móðir hans var búin að fara með þrjú börn sín á Vífils- staði sem í þá daga var berkla- sjúkrahús. Torfi var þreklaus og greindist með berkla. Móðirin leggur þá af stað með þriggja ára drenginn til Ísafjarðar, en þar var nýtt sjúkrahús sem Vilmundur Jónsson læknir stýrði. Tengda- pabbi talaði alltaf með sérstökum hlýhug um hann. Þetta hljóta að hafa verið þung skref móðurinnar bæði vestur og aftur heim. Hall- fríður, móðursystir og dóttir henn- ar, styttu honum stundirnar næstu fimm árin. Lífsbaráttan byrjaði snemma, þessi litli drengur háði orrustu við hvíta dauða sem æv- inlega setti mark sitt á líkama hans. Ég var ekki búin að vera lengi í fjölskyldunni þegar ég var hætt að sjá að tengdapabbi var fatlaður. Aðalbjörg og Torfi voru sam- hent hjón og góð hvort við annað. Hann skólastjóri og hún ráðskona í Finnbogastaðaskóla á Ströndum. Þar var alltaf mikil gleði, sungið, leikið, sýndar myndir og spilað á harmonikku fyrir dansi. Ég hugs- aði oft að þarna hefði ég viljað vera í skóla. Þau hugsuðu mjög vel um börnin. Þegar við Björn, elsti son- ur þeirra, hófum búskap á Melum var það eitt af mínum gæfuspor- um. Það var yndislegt að vera með tengdaforeldrana nánast í túnfæt- inum. Alltaf boðin og búin til að hjálpa. Börnin okkar sóttu líka mikið til afa og ömmu í skólanum, afinn var alltaf að uppfræða börn- in. Það var sárt að sjá á eftir þeim suður en strengurinn slitnaði aldr- ei. Við vorum alltaf í góðu sam- bandi. Tengdapabbi hringdi iðu- lega og spurði um búskapinn. Hann var alltaf svo áhugasamur um hagi okkar. Aðalbjörg og Torfi undu sér vel sunnan heiða, bæði í Bogahlíðinni og Lautasmáranum. Þau fóru bæði að vinna og stunduðu menningu og félagslíf. Tengdapabba þótti alltaf gaman að spila og syngja. Ef við hittumst hjá þeim var lagið tekið. Þegar elstu börnin okkar fóru suður í skóla bjuggu þau hjá afa og ömmu. Það var gott að vita af þeim í góðu yfirlæti hjá þeim. Þau voru áhugasöm um barnabörnin sín, bæði í námi og starfi, þau voru stolt af afkomendum sínum. Þegar heilsu hrakaði fóru þau á Hrafn- istu í Boðaþingi og kunnu vel við sig þar. Þaðan fluttu þau á Ísafold og áttu þar góðar stundir. Vika leið frá því að við vorum hjá þeim að Torfi sofnaði svefnin- um langa, alveg eins og hann vildi. Hann sagði alltaf að sér þætti slæmt ef hann yrði rúmfastur og þyrfti mikla umönnun. Nú er liðið að leiðarlokum, ég er þakklát fyrir öll góðu árin sem við áttum saman og fyrir umhyggjuna sem hann sýndi okkur alltaf. Von- andi getum við miðlað henni til komandi kynslóða. Það væri gjöf. Ég geymi minningu tengda- pabba í hjarta mínu og sendi tengdamóður minni samúðar- kveðjur. Bjarnheiður J. Fossdal. Þá er minn kæri tengdafaðir all- ur. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna í Bogahlíð 12 í Reykjavík um haustið 1985, þá nýbúinn að kynnast einkadóttur þeirra sem síðan tók mig sem eig- inmann sinn. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og umgang- ast þennan mæta mann í hartnær 30 ár. Samskiptin við hann voru í einu orði mannbætandi. Torfi hafði til að bera marga góða kosti og hafði mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Reynsla æskuáranna markaði sterkan svip á líf hans enda voru uppeldisár hans frábrugðin því sem flestir eiga að venjast. Hann var fæddur í sveit og þurfti sem barn að dvelja fimm ár á sjúkrahúsi vegna berklaveiki langt frá fjölskyldu. Á tímabili var honum vart hugað líf, veikin skildu eftir sig bæklun sem gerði miklar kröfur til starfsorku hans og lífsgleði. Torfi var mynd- armaður með skörp andlitsein- kenni, vel greindur og mælskur, fágaður í framkomu, gæddur mikl- um sjálfsaga og tónelskur með af- brigðum. Heilsteyptari manneskju hef ég varla kynnst. Hann var for- ingi og kunni að gefa skipanir og hefði eflaust sómt sér vel í mörgum fleiri störfum en kennslu. Hann hafði svo margt til brunns að bera og ég hugsa að eiginleikar og skap- gerð hans hefðu t.d. sómt hvaða enskum lávarði sem var vel. En hann var kennari í hjarta sínu og því starfi sinnti hann af mikilli kostgæfni og hann hætti reyndar aldrei að kenna. Fram á síðasta dag veitti hann leiðsögn bæði stórum sem smáum fjöl- skyldumeðlimum. Þótt sjón hans hafði hrakað hin síðari misseri hlustaði hann á útvarp og fylgdist vel með og átti til að spyrja áleit- inna spurninga. Þá var eins gott að vera með á nótunum, stundum var eins og skólastjórinn væri mættur. Hann var mér og mörgum öðrum nokkurs konar lærdómsfaðir. Hann miðlaði með orðum en ekki síður með að sýna fordæmi með sinni eigin hegðun og framkomu. Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar frá þriggja vikna heimsókn þeirra hjóna til okkar í Tókýó árið 1995. Torfi fór reglu- lega í sínar gönguferðir og skilaði sér alltaf aftur þótt stundum hafi hann villst örlítið af leið en fékk þá aðstoð hjálpsamra heimamanna. Ég dáðist að dugnaði og áræðni hans. Það var einmitt í Tókýó að Torfi hóf að skrifa endurminningar sínar sem síðan voru gefnar út í tveimur bindum nokkrum árum seinna. Þar fann Torfi næði til að byrja. Torfi og Alla voru ekki fjárhags- lega efnuð umfram annað venju- legt fólk, en þeim tókst einstaklega vel að byggja upp mikið ríkidæmi í börnum sínum og hafa svo sann- arlega notið ávaxtanna vel. Afkom- endur með börn þeirra í farar- broddi hafa sinnt foreldrum sínum á aðdáunarverðan hátt og síðustu ár leið varla sá dagur að ekki dytti einhver inn í heimsókn. Það var ætið glatt á hjalla þegar fólkið hans Torfa kom saman. Að taka lagið var skilyrði á öllum fjölskyldusam- komum, stórum sem smáum. Aldr- ei var leiðinlegt í kringum Torfa og Öllu. Ekki fór framhjá neinum að þau hjónin voru alla tíð einstaklega samhent og má með sanni segja að þau hafi verið ástfangin upp fyrir haus allt til loka. Að leiðarlokum ber að þakka fyrir samfylgdina. Eftir standa sterkar, góðar og lærdómsríkar minningar. Torfi Guðbrandsson hefur skilað góðu ævistarfi, eins og góður skipstjóri hefur hann aflað vel og skilað sinni áhöfn heilli í höfn og þeir sem hafa átt því láni að fagna að vera honum samferða í líf- inu eru sannarlega ríkari af þeirri samfylgd. Far þú í friði, minn kæri tengda- faðir. Jón Magnús Kristjánsson. Meira: mbl.is/minningar Torfi Þorkell Guðbrandsson  Fleiri minningargreinar um Torfa Þorkel Guðbrands- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sesselja Guð-munda Sigurðardóttir fædd- ist í Reykjavík 4. september 1930. Hún andaðist á Landakotsspítala 16. nóvember 2015. Foreldrar Sesselju voru hjónin Helga Kristín Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 14.11. 1913, d. 1947, og Sigurður Sigurbjörn Sigurðs- son bátsmaður, f. 24.1. 1908, d. 1971. Sigurður var sonur Sigurðar Sigvaldasonar, f. 14.5. 1866 í Húnavatnssýslu, bónda á Ferju- bakka, sonar Sigvalda Sigurðs- sonar bónda, f. í Húnavatnssýslu, og Guðrúnar Magnúsdóttur, f. í Skagafirði. Móðir Sigurðar var Guðfinna Þorvaldsdóttir, f. 12.8. 1885, dóttir Þorvaldar Sigurðssonar, hafnsögumanns og Guðrúnar Björnsdóttur, fædd í Borgarfirði. Helga Kristín var dóttir Guð- mundar Teits Helgasonar sjó- manns, f. 8.9. 1881 í Reykjavík, sonar Helga Teitssonar hafnsögumanns og Kristínar Sigrún Erla, f. 2002. b) Eva Rak- el, f. 1969, gift Höskuldi Ólafs- syni, f. 1965. Barn hennar er Daníel Helgi, f. 1992, og dætur hennar og Höskuldar eru Agnes Líf, f. 1995, og Sunneva Sjöfn, f. 1998. Sonur Höskuldar er Ólaf- ur, f. 2001. c) Guðmundur Ant- on, f. 1977, kvæntur Helgu Val- dísi Árnadóttur, f. 1979. Börn þeirra eru: Helgi Sigurður, f. 2005, Ása Líf, f. 2008, og Hilmir Leó, f. 2014. 2) Stefanía Guð- ríður húsmóðir, f. 1951, gift Arnóri Hannessyni, f. 1951, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Guð- laug, f. 1977, maki Kristján Jónsson, f. 1971. Synir þeirra eru: Guðmundur Atli, f. 2012, og Jón Arnór, f. 2014. b) Hannes, f. 1982, kvæntur Kristjönu Þrast- ardóttur, f. 1987. 3) Kristín Helga menntunar- og stjórn- sýslufræðingur, f. 1953, gift Vil- hjálmi Geir Siggeirssyni, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Sig- geir, f. 1975, kvæntur Örnu Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1976. Börn þeirra eru: Esja Kristín, f. 2004, og Vilhjálmur Gunnar, f. 2008. b) Sesselja Guðmunda, f. 1985. c) Melkorka Þöll, f. 1990, unnusti Árni Grétar Finnsson, f. 1990. 4) Sigríður, fyrrverandi sóknarprestur í Hvanneyr- arprestakalli, f. 1963. 5) Jón Ólafur, f. 17.4. 1972, d. 1.6. 1984. Sesselja verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 30. nóv- ember 2015, klukkan 15. Vigfúsdóttur, f. í Rangárvallasýslu. Móðir Helgu Kristínar var Sess- elja Árnadóttir, f. 3.12. 1878 í Gull- bringusýslu. Sess- elja var dóttir Árna Loftssonar, útvegsb., f. í Gullb. og Sigríðar Ein- arsdóttur, f. í Rang. Sesselja var elsta barn for- eldra sinna. Bræður hennar voru Guðmundur E., f. 2.11. 1938, d. 1998, og Guðfinnur S., f. 16.11. 1940, d. 2009. Sesselja giftist hinn 3. mars 1948 lífsförunaut sínum, Guð- mundi Kristni Jónssyni raf- virkjameistara, f. 5.5. 1928, d. 1.12. 2006. Guðmundur og Sess- elja kynntust í miðbæ Reykjavík- ur, þar sem þau ólust upp. Börn Guðmundar og Sesselju eru: 1) Helgi Sigurður framkvæmda- stjóri, f. 1948, d. 30.4. 2013, kvæntur Sigrúnu Sjöfn Helga- dóttur, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Anna María, f. 1968, gift Bene- dikt Hálfdánarsyni, f. 1965. Börn þeirra eru: Benedikt, f. 1994, og Við systurnar þrjár, barna- börnin og tengdadóttir vorum hjá mömmu þegar hún fékk hvíldina. Fjölskyldan var hjá henni síðustu dagana sem hún lifði og þannig hefði hún viljað hafa það. Líf hennar, ást og umhyggja snerist um fjölskylduna; pabba, börnin, barnabörnin, barna- barnabörnin, tengdafólk, ætt- ingja og vini. Móðurmissirinn setti mark sitt á líf mömmu og hafði það óneitanlega áhrif á aðra í fjöl- skyldunni. Amma dó upp úr þrí- tugu frá þremur ungum börnum og var mamma elst systkina og bar ábyrgð á ungum bræðrum sínum þar sem faðir þeirra þurfti að sinna starfi sínu fjarri heimilinu. Í gegnum árin átti hún eftir að fylgja nokkrum af sínum nánustu til grafar, eigin- manni sínum Guðmundi Kr. Jónssyni, tveimur sonum sínum, Jóni Ólafi og Helga Sigurði, og bræðrum sínum tveimur, Guð- mundi og Guðfinni. Þá hafði það mikil áhrif á líf fjölskyldunnar þegar Sigríður systir veiktist, en þær mæðgur bjuggu saman hin seinni ár. Mamma tók áföll- um af æðruleysi og vissi sem var að hún gat ekki alltaf stjórnað aðstæðum. Mamma og pabbi giftust ung að aldri. Þau ólust upp í miðbæ Reykjavíkur, höfðu þekkst frá barnsaldri og léku sér saman sem börn. Þegar mamma var 23 ára áttu þau pabbi þrjú börn og voru nýflutt í Hlíðargerði 6 sem þá var ennþá í byggingu, en af dugnaði og eljusemi kláruðu þau að reisa þetta fallega og yndis- lega hús. Seinna byggðu þau hús í Skriðustekk þar sem Sigríður og Jón Ólafur ólust upp. Það var ávallt mannmargt í Hlíðargerði. Við börnin tókum okkar pláss, ættingjar og vinir voru tíðir og velkomnir gestir og yngsti bróðir hennar mömmu, Guðfinnur, þá unglingur, bjó hjá okkur um tíma. Mamma vildi hafa litla bróður sinn undir sín- um verndarvæng. Það sem einkenndi heimilis- lífið var reglusemi. Heimilið var fallegt og snyrtilegt og allt í röð og reglu og við börnin lærðum fljótt að taka þátt í heimilis- störfum. Það var alltaf heitur matur á borðum á matmálstím- um og mamma bakaði oft kökur eins og títt var á þessum tíma hjá myndarlegum húsmæðrum. Mamma var þekkt innan stór- fjölskyldunnar fyrir glæsilegar veislur og veisluborð. Hún hvatti alla til að borða vel og vildi ekki að fólk færi svangt út úr sínu húsi en hún borðaði yf- irleitt lítið sjálf. Mamma var ætíð glæsileg og hugsaði vel um útlit sitt og taldi það vera hluta af sjálfsvirðing- unni að gera það. Hún gerði lík- amsæfingar á hverjum degi allt fram á síðasta dag. Heimilið var hennar hreiður og vinnustaður þar sem lífið fór fram og hún reyndi sitt besta til að gera lífið skemmtilegt og litríkt. Ég læt orð Sigríðar systur vera síðustu orðin í þessari stuttu grein um mömmu: „Elsku mamma, nú er komið að þér að kveðja.“ Guð veri með þér. Kristín Helga Guðmundsdóttir. Elsku yndislega og fallega amma mín. Ég hef hugsað mikið til þín síðustu daga, hve stór þáttur þú hefur verið í lífi mínu og hve margar minningar ég á um þig. Ég hugsa um ferðirnar sem við höfum farið í saman í gegnum árin. Þessar ferðir voru yndis- legar, skemmtilegar og ógleym- anlegar og mun ég varðveita minningarnar um þær alla tíð. Minningarnar um nýársdag eru vel geymdar hjá mér en þá daga bauð mamma þér, Guðmundi afa og Sigríði í mat og hófum við því árið saman. Eftir að við Kristján stofnuðum okkar heimili þá buð- um við þér, mömmu og Sigríði í mat annað hvort á aðfangadags- kvöld eða á gamlárskvöld. Það var svo yndislegt að fá ykkur í mat á þessum hátíðardögum og þú varst alltaf svo glöð að koma til okkar. Ég er svo glöð að hafa átt þessar samverustundir með þér og að eiga þessar minningar um þig núna. Þú áttir svo glæsilegt heimili og hélst alltaf glæsilegustu veislurnar og skreyttir allar kökurnar, sem þú bakaðir, svo fallega. Þú varst alltaf svo glæsileg á allan hátt og falleg, það var umtalað hve tignarleg kona þú varst. Þú komst líka fram við alla eins, það skipti ekki máli við hvern þú varst að tala, þú hafðir áhuga á öllu sem viðkomandi hafði að segja og mundir það vel. Þegar við Krist- ján kynntumst náðuð þið strax svo vel saman, þú varst alltaf svo almennileg við hann og bauðst hann strax velkominn í fjölskylduna. Eftir að við áttum Guðmund Atla varstu svo glöð fyrir okkar hönd að þú bauðst okkur að halda skírnarveisluna á heimilinu þínu og það sama átti sér stað þegar við eignuð- umst Jón Arnór. Við vorum og erum þér ótrúlega þakklát, við gátum haldið glæsilega veislu á fallega heimilinu þínu þar sem Sigríður frænka skírði drengina okkar. Ég sakna þess verulega að fara í heimsókn til þín og Sigríð- ar með Guðmund Atla og Jón Arnór, þar sem mamma var oft hjá ykkur eða kom með mér til ykkar. Þú varst alltaf svo já- kvæð, glöð og góð við okkur þegar við komum í heimsókn og hafðir svo gaman af því þegar ég kom í heimsókn með drengina. Þú leyfðir Guðmundi Atla meira að segja að sitja í stólnum þín- um við eldhúsborðið á meðan hann fékk sér að borða og sjálf sastu á eldhúskolli. Það þýddi ekkert fyrir mig, mömmu eða Sigríði að segja þér að þú ættir sjálf að sitja í stólnum þínum. Þú tókst það ekki í mál og varst alltaf svo einstaklega góð við drengina okkar Kristjáns. Þó svo að ég hafi komið með dót fyrir drengina þá voru og eru pottarnir þínir skemmtilegasta dótið á Skriðustekknum. Ég sakna þess að tala við þig, ég sakna þín og mun alltaf gera. Takk fyrir að vera amma mín, takk fyrir að vera þú, mér þykir og mun ávallt þykja einstaklega vænt um þig. Ég er einstaklega þakklát fyrir að eiga góðar og skemmtilegar minningar um þig og mun ég geyma þær í hjarta mínu og ávallt varðveita, elsku yndislega amma mín. Ég vona að þér líði vel núna þar sem Faðirinn hefur tekið vel á móti þér ásamt elskulegum eiginmanni þínum Guðmundi, sonunum Helga og Jóni Ólafi, bræðrum þínum og móður ásamt öðrum skyldmönnum, vinum og kunningjum. Hópur- inn sem tók á móti þér hefur verið mjög stór og þér vel fagn- að þar sem um yndislega og góða konu er að ræða. Guð blessi þig alla tíð, elsku amma mín. Elsku mamma, Kristín, Sig- ríður og aðrir ættingjar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín dótturdóttir, Guðlaug Arnórsdóttir Sesselja G. Sigurð- ardóttir (Sella)  Fleiri minningargreinar um Sesselju G. Sigurð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.