Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 20

Morgunblaðið - 30.11.2015, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 ✝ Tryggvi Þor-steinsson læknir fæddist í Reykjavík 30. desember 1923. Hann lést á Landspít- alanum 23. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Laufey Tryggva- dóttir húsfreyja í Vatnsfirði við Djúp og síðar í Reykjavík, f. 16. desember 1900, d. 30. desember 1990, og Þorsteinn Jóhannesson prófastur í Vatns- firði og síðar fulltrúi í Reykjavík, f. 24. mars 1898, d. 17. apríl 2001. Systkini Tryggva: Þuríður, f. 22. júní 1925, Jóhannes, f. 25. september 1926, d. 7. nóvember 2013, Jónína, f. 5. september 1930, d. 10. ágúst 1998; Haukur, f. 26. febrúar 1938. Fóstursystur: Elín Jónsdóttir, f. 26. október 1922, d. 28. september 2011; Sig- urlína Helgadóttir, f. 4. desem- ber 1932. Barnsmóðir Tryggva er Að- alheiður Steina Scheving hjúkr- unarfræðingur, f. 19. febrúar 1927. Sonur þeirra er Guðjón Scheving verkfræðingur, f. 7. Barnabörnin eru fjögur. Fyrrv. sambýlismaður er Björn Jónsson, f. 15. maí 1959. Tryggvi flutti á fyrsta ári að Stað í Steingrímsfirði og á sjötta ári í Vatnsfjörð við Djúp og ólst þar upp. Stúdent frá M.R. 1944 og cand. med. frá H.Í. 1951. Við nám og störf í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og handlækn- ingum í Danmörku og Svíþjóð 1952-57. Sérfræðingsleyfi í hand- lækningum 1958. Starfandi læknir í Reykjavík frá 1957, á Akranesi frá 1958, við Landspít- alann frá 1959 og Borgarspít- alann frá 1960 til starfsloka 1993, þar af aðstoðaryfirlæknir slysadeildar 1960-82 og yfirlækn- ir endurkomudeildar 1990-93. Kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1966-74, stundakennari og síðar lektor við læknadeild H.Í. 1974-93. Að starfsferli loknum sinnti hann störfum hjá Trygg- ingastofnun og Krabbameins- félaginu þar til hann varð átt- ræður. Tryggvi skráði minningar sínar frá Vatnsfjarð- arárunum og voru þær gefnar út á bók, Á æskuslóðum við Djúp, árið 2006. Árið 2009 kom síðan út bókin Kvöldheimar sem er þýðing Tryggva á ljóðabálkinum Aftonland eftir Nóbelshöfundinn Pär Lagerkvist. Útför Tryggva fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 30. nóv- ember 2015, klukkan 13. október 1951; maki Sigrún Stef- ánsdóttir lífeinda- fræðingur, f. 4. maí 1951. Börn þeirra eru: Hild- ur, f. 23. janúar 1976; Stefán, f. 18. desember 1980; Steinar f. 31. júlí 1986. Barnabörnin eru 6. Tryggvi kvæntist 5. apríl 1952, Hjördísi Björnsdóttur leið- sögumanni og fulltrúa hjá Garða- bæ, f. 5.2. 1934. Dætur þeirra: 1) Laufey faraldsfræðingur, f. 18. febrúar 1954; maki Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarð- fræðingur, f. 13. október 1953. Börn þeirra: Hjördís Þórey, f. 1. mars 1976; Tryggvi, f. 15. sept- ember 1979; María Þóra, f. 14. október 1985. Barnabörnin eru 4. 2) Hildur söngkona og versl- unarmaður, f. 11. júní 1958; fyrrv. maki er Árni Jónsson, f. 18. maí 1953. Börn þeirra: Hildi- gunnur, f. 12. febrúar 1978; Val- gerður, f. 15. september 1980; Laufey, f. 15. september 1987. Ekki hugsaði ég um framtíð- ina, 16 ára unglingurinn, þegar ég kyssti Laufeyju 15 ára heimasæt- una í fyrsta skipti á tröppunum í Hamrahlíð eftir fyrsta-des-ball í MH. Hvað þá að í kjölfarið myndi fylgja áratuga gæfurík samfylgd ásamt foreldrunum, Hjördísi og Tryggva, og systurinni Hildi. Tryggvi Þorsteinsson var alinn upp í afskekktri vestfirskri sveit af ástríkum foreldrum og fróð- leiksfúsum og tileinkaði sér hjartahlýju og nægjusemi þeirra. Hann lifði tímana tvenna, fæddur og uppalinn við gamla búskapar- hætti og undir dönskum kóngi, setti upp stúdentshúfuna fyrir há- degi 17. júní 1944 og var við stofn- un lýðveldisins á Þingvöllum eftir hádegi, síðan gagnmenntaður við HÍ eftir stríð og á dönskum og sænskum háskólasjúkrahúsum. Hann var mikill námsmaður og vel lesinn klassíker. Það var sama hvar var borið niður, Tryggvi hafði ótrúlega ítarlega þekkingu og skilning á því sem hann kynnti sér enda einkar vel gefinn og minnugur. Þorsteinn, faðir hans, hafði orðatiltæki um slíka menn; hann talaði um að tiltekinn maður væri svo mikill stúdent í sér. Það gilti um þá feðga, stúdentana, að það þýddi ekkert að mæta í heim- sókn til þeirra og geta ekki svarað fyrir sig um það sem gerðist nær og fjær, allt frá afstöðu til Víet- namstríðsins á sínum tíma, til vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Tryggvi átti gott nótna-, plötu- og bókasafn. Hann þekkti efnið út í hörgul og gat farið með innihald- ið í lifandi og skýru máli og flutt heilu kvæðabálkana. Hvíld Tryggva frá erilsömu og oft and- lega erfiðu starfi við slysalækn- ingar var ekki síst píanóið; mér finnst sem hann hafi alltaf sest við það þegar hann kom heim í dags- lok – en þó fyrst eftir að hafa heilsað Hjördísi sinni innilega enda voru þau einstakt kærustu- par fram á síðasta dag í nær 65 ár – og þá gat hann jafnt spilað Chopin eftir nótum eða sönglög eftir eyranu. Tryggvi sóttist ekki eftir met- orðum heldur ræktaði garðinn sinn – og þá má segja, bókstaflega talað eftir að þau Hjördís fluttu úr borg í bæjarsveit, úr Hamrahlíð- inni í Hraunhóla við Engidal í jaðri hraunsins við bæjarmörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þar fór vel um þau og að loknu föstu starfi Tryggva tók hann upp pensla og striga og málaði, skipti út ritvélinni fyrir tölvu og skrifaði endurminningar og þýddi mikinn sænskan ljóðabálk og fékk útgef- ið. Tryggvi var einstaklega hugul- samur um fjölskyldu sína eins og öll hans ætt er og ég veit að dætur hans minnast návistar hans frá fyrstu tíð sem fullrar af mikilli hlýju og elsku. Fyrir mig get ég sagt að ég naut hlýju og fannst ég ávallt velkominn hjá þeim Hjör- dísi og Tryggva. Nú er glímu Tryggva við Elli kerlingu lokið og stóð ekki lengi; hún náði fyrstu tökum á líkamanum þegar hann var kominn langt í nírætt en aldr- ei andanum. Ég óska honum vel- farnaðar á framtíðarlendum og þakka honum fyrir allt það mikla og góða sem hann lét eftir sig hjá okkur vinum og vandamönnum og þykist geta skilað sama þakklæti frá þeim fjölmörgu sjúklingum sem ávallt minntust hans með miklum hlýhug. Þorgeir S. Helgason. Elsku afi Tryggvi er látinn. Þótt hann hafi ekki verið afi minn var hann sjaldnast kallaður annað en afi Tryggvi heima hjá okkur Tryggva, manninum mínum, og dóttursyni hans og Hjördísar. Ekki eingöngu til aðgreiningar frá Tryggva mínum, heldur einn- ig og ekki síður af því að hann var mér sem afi í þau 18 ár sem ég þekkti hann. Tryggvi var einstakt ljúfmenni, einn af þeim einstaklingum sem öllum líður vel að vera nálægt. Hann hafði sérlega hlýja og góða nærveru, var ákaflega greindur og góður maður, skemmtilega íhaldssamur, með skarpa hugsun og fróður um allt milli himins og jarðar. Hann hafði skoðanir á hlutunum, en alltaf tjáði hann þær á mildilegan hátt og af yfirvegun. Þegar hann talaði um það sem skipti hann mestu máli, svo sem æskuárin fyrir vestan, fékk hann blik í augun og hreif undantekn- ingarlaust aðra með sér. Tryggvi var gæddur mörgum góðum hæfileikum. Fjölskylda okkar naut oft góðs af því hversu músíkalskur hann var. Hann spil- aði til að mynda á flygilinn við skírnarathafnir barna okkar hjóna, nú síðast í fyrra, þá kominn á tíræðisaldur. Barnabarnabörn- in sakna nú afa Tryggva, en þau voru öll hænd að honum og fannst alltaf gott að koma í Hraunhólana til afa Tryggva og ömmu Hjördís- ar. Tryggvi var mikill fjölskyldu- maður og stóð heimili þeirra Hjördísar okkur ávallt opið. Tryggvi og Hjördís voru mjög samhent og miklir félagar og aug- ljóst hvað þau báru mikla elsku og hlýju hvort til annars alla tíð. Þær eru líka dýrmætar minn- ingarnar af ferðum okkar fjöl- skyldunnar með Tryggva og Hjördísi ásamt Laufeyju og Þor- geiri, tengdaforeldrum mínum, í Breiðdalinn að heimsækja for- eldra mína og ég veit að foreldr- um mínum þóttu þessar heim- sóknir ekki síður skemmtilegar og félagsskapurinn góður. Nú þegar komið er að kveðju- stund er þakklæti fyrir góð kynni mér efst í huga. Þótt líkaminn væri farinn að bregðast Tryggva síðustu misserin hélt hann and- legri reisn allt fram á síðasta dag. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að þakka honum fyrir allt það sem hann var mér og kveðja hann á dánarbeði. Elsku hjartans Hjördís mín, elsku Laufey og Þorgeir, Hildur, Guðjón og Sigrún og aðrir ástvin- ir. Ég færi ykkur hugheilar sam- úðarkveðjur. Minning Tryggva lifir áfram í hjörtum okkar allra sem þekktu hann. Ragnhildur Jónsdóttir. Tryggvi Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Tryggva Þorsteins- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefán S. Stef-ánsson fæddist 16. september 1930 í Gerði í Vest- mannaeyjum. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- teigi, Hrafnistu, 20. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Stefán Guð- laugsson, útvegs- bóndi í Gerði, f. 6.12. 1888 í Vestmannaeyjum, d. 13.2. 1965, og Sigurfinna Þórðardóttir, húsfreyja, f. 21.11. 1883 að Hellum í Mýrdal, d. 13.11. 1968. Systkini Stefáns voru: Guðlaugur Martel, f. 22.2. 1910, d. 13. 2. 1911. Óskar, f. 31.5. 1912, d. 14.11. 1916. Guð- laugur Óskar, f. 12.8. 1916, d. 22. 7. 1989. Þórhildur, f. 19.3. 1921, d. 20.9. 2011. Gunnar Björn, f. 16. 12. 1922, d. 27.12. 2010. Uppeldissystir Stefáns var Ragna Vilhjálmsdóttir, f. 12.2. 1916, d. 3.12. 1979. Stefán kvæntist hinn 16. sept- ember 1955 eiginkonu sinni, Vil- borgu R. Brynjólfsdóttur, f. 27.12. 1930, frá Dyrhólum í Mýr- dal. Stefán og Vilborg eignuðust fimm börn, þau eru: 1. Stefán þeirra eru: Kristinn Guðjón, f. 5.8. 1969, hann á soninn Illuga Þór, f. 28.11. 1991, Stefán Hrafn, f. 18.5. 1973 og Ágúst Torfi, f. 22.4. 1980, hann á soninn Sindra Róbert, f. 21.8. 2004. Stefán ólst upp í Gerði í Vest- mannaeyjum. Hann útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslun- arskóla Íslands 1951 og frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1954. Stefán var í útgerð Halkion VE ásamt systkinum sínum og var skipstjóri á þremur skipum er öll báru nafnið Hal- kion frá Vestmannaeyjum frá 1956 til 1975. Stefán varð afla- kóngur Vestmannaeyja 1962, þá var Stefán sæmdur heiðursverð- launum sjómannadags árið 1963 er hann ásamt áhöfn sinni á Hal- kion VE björguðu skipsáhöfn- unum á Bergi VE-44 og Erlingi IV VE-45, samtals 19 manns. Stefán stundaði versl- unarrekstur í Reykjavík frá 1975 til 1990 ásamt Gunnari bróður sínum og var starfs- maður Reykjavíkurhafnar frá 1991 til starfsloka árið 2000. Stefán tók þátt í félagsstörfum í félaginu Akóges frá árinu 1957, fyrst í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Stefán var heið- ursfélagi í Akóges. Útför Stefáns fer fram frá Ás- kirkju í dag, 30. nóvember 2015, kl. 13. Sigfús, f. 14.7. 1956, kvæntur Þórunni Gyðu Björnsdóttur, f. 29.8. 1959. Börn þeirra eru Signý f. 27.6. 1983, Stefán Björn, f. 25.10. 1987, og Bjarki, f. 12.9. 1990. 2. Sig- urfinna, f. 22.9. 1957, d. 8.5 1964. 3. Brynjólfur Þór, f. 11.7. 1964, kvæntur Ingunni Guðnýju Þorláksdóttur, f. 15.10. 1966, börn þeirra eru Hilmar Þór, f. 12.7. 2004, og Vil- borg Gróa, f. 25.3. 2006. Fyrir átti Brynjólfur Daníel Smára, f. 10.10. 1998. 4. Valur, f. 4.7. 1966, kvæntur Heiðbjörtu Hað- ardóttur, f. 23.6. 1967, börn þeirra eru tvíburarnir Guð- laugur Agnar og Valur Pálmi, f. 29.5. 1995, fyrir átti Heiðbjört soninn Einar Þór Hreinsson, f. 7.12. 1986, hann á soninn Guðjón Óskar. 5. Örn, f. 4.7. 1966, kvæntur Dóru Bryndísi Hauks- dóttur f. 24.8. 1966, sonur þeirra er Haukur Þór, f. 2.10. 1993. Fyrir hjónaband eignaðist Stef- án soninn Magnús, f. 12.8. 1952, hann er kvæntur Lilju Krist- insdóttur, f. 27.7. 1950, synir Nú er elsku pabbi minn búinn að kveðja þennan heim eftir erfið veikindi. Það er margs að minnast þegar maður lítur yfir farinn veg en óneitanlega leitar hugurinn aftur til heimahaganna í Eyjum fyrir gos. Þú varst farsæll skipstjóri á Halkion VE 205 enda fékkst þú heiðursverðlaun sjómannadags 1963 fyrir frækileg björgunaraf- rek. Það má segja að fyrstu 10 ár ævi minnar hafir þú verið meira og minna á sjó, enda þegar við vorum peyjar á Gerðisbrautinni var ekki óalgengt að við sætum við útvarpið og hlustuðum á ykk- ur í talstöðinni og svo var legið úti í herbergisglugganum og fylgst með þegar bátarnir voru að koma inn leiðina og athuga hvort við sæjum ekki Halkion koma. Eina sjóferðin sem ég fékk að fara með þér á Halkion var gos- nóttina 23. janúar 1973 og er óhætt að segja að þeirri sjóferð gleymi ég aldrei. Þegar þú hættir á sjó rákuð þið Gunnar bróðir þinn Heildversl- unina Brek og þá fengum við peyjarnir að hjálpa ykkur í ófá skiptin. Þér þótti líka gaman að veiða á stöng og fórum við þónokkrar ferðirnar í Gíslholtsvatn, Heiðar- vatn og að ekki sé talað um ferð- irnar í Vatnsá um verslunar- mannahelgarnar. Eftir að við fluttum frá Eyjum eftir gos og stutt stopp í Hafn- arfirði bjuggum við í Tungubakk- anum, og þegar fækkaði í heimili bjugguð þið mamma ykkur gott heimili á Rauðalæknum. Þegar við Dóra tókum saman fengum við að búa hjá ykkur í nokkra mánuði eða þangað til við keypt- um okkar fyrstu íbúð í Sigtúninu og þá var gott að hafa stutt á milli til að kíkja yfir til ykkar í mat eða kaffi og spjall, nú eða til að leita ráða hjá ykkur mömmu. Nú síðustu ár hafið þið mamma verið í góðu skjóli á Brúnavegin- um þar sem ykkur leið mjög vel. Þú varst duglegur að styðja okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var þegar ég ákvað að fara á sjó eða þegar við Dóra og Haukur Þór ákváðum að flytja norður til Ak- ureyrar, enda komu þið mamma norður til að hjálpa okkur við hús- bygginguna á sínum tíma. Undanfarna mánuði hefur ver- ið erfitt að vera svona fjarri og geta ekki fylgt þér síðasta spölinn og stutt hana mömmu. Elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað, takk fyrir allt. Ég vil þakka starfsfólkinu á Landspítalanum, Vífilsstöðum, Fríðuhúsi og Sólteigi á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun á honum pabba mínum. Einnig vil ég þakka bræðrum mínum, þeim Val, Stebba og Binna og fjölskyldum þeirra fyrir að hugsa svona vel um pabba og mömmu í veikindunum hans pabba, ástarþakkir fyrir það. Elsku mamma, missir þinn er mikill og við lofum að hugsa vel um þig. Örn Stefánsson. Afi Stebbi hefur nú kvatt okk- ur. Afi Stebbi með neftóbaksdós- ina sína í öðrum vasanum og bláan vasaklútinn í hinum. Afi sem sagði okkur iðulega sögur. Sögur af gamla tímanum, úr Gerði í Vest- mannaeyjum, af sjónum og bát- unum sem hann átti, af gosnótt- inni miklu. Fyrstu minningar okkar um afa eru úr Tungubakk- anum góða. Þar héldum við fjöl- skyldan jól í tvígang á þeim árum sem við bjuggum í Bretlandi. Afi hafði alltaf einstaklega gaman af öllu tilstandi í kringum gamlárs- kvöld. Hann keypti hatta og skraut á allt liðið, rakettur og tertur og flöskusprengjur sem all- ir krakkarnir fengu hvert í sinn pokann og máttu sprengja að vild um húsið. Hann var sá sem inn- leiddi öryggisgleraugun og brýndi fyrir okkur öllum að nota þau. Afi og amma voru gift í 60 ár. Á 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra kom stórfjölskyldan saman í Skorradal til að halda upp á þann merka áfanga. Þótt afi og amma hafi kýtt sín á milli af og til eins og gömul hjón var einstaklega fallegt að heyra hvernig afi talaði um ömmu þegar hún heyrði ekki til. Þegar hann sagði hversu stór- kostleg kona hún væri og hvað hann elskaði hana ennþá. Yndis- legt að heyra frá manni af þeirri kynslóð sem þekkt er fyrir flest annað en að tala af sér. Nú hefur þú kvatt þetta jarðlíf, elsku afi. Síðustu sporin voru þér þung en er við kveðjum þig minn- umst við með hlýju allra góðu stundanna. Þín barnabörn, Signý, Stefán Björn og Bjarki. Stefán S. Stefánsson  Fleiri minningargreinar um Stefán S. Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI ÞORSTEINSSON læknir, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 13. . Hjördís Björnsdóttir, Guðjón Sch. Tryggvason, Sigrún Stefánsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Þorgeir S. Helgason, Hildur Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislega mamma okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR FRÁ GRUNDARÁSI sem lést 22. nóvember verður jarðsungin föstudaginn 4. desember frá Bústaðakirkju kl. 15. . Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þórólfur Ólafsson, Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, Helgi Jón Jónsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.