Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015
» Ungir rapparar spreyttu sig í Rímnaflæði, rappkeppni félagsmiðstöðv-anna, á föstudagskvöldið var og tróðu auk þeirra upp Emmsjé Gauti,
Herra Hnetusmjör og Sigga Ey. Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson
úr félagsmiðstöðinni Afdrepi í Snæfellsbæ sigraði í keppninni. Gylfi rapp-
aði lagið Frjáls. Í öðru sæti var Alex Birgir Bjarkason og Oliver Sveinsson
úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Velkomin í BRH og í þriðja sæti
var Sara Mjöll Stefánsdóttir úr Félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík.
Rímnaflæði, rappkeppni félagsmiðstöðvanna, fór fram í félagsmiðstöðinni Miðbergi
Sigurvegari Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson úr Afdrepi í Snæfellsbæ sigraði.
Magdalena Keppandi úr Félagsmiðstöðinni 105 í Háteigsskóla rappar.
Rappað af kappi Um það bil fjörutíu keppendur tóku þátt í Rímnaflæði Samfés að þessu sinni.
Þrjár í Fókus Andrea, Díana og Rakel úr félagsmiðstöðinni Fókus.
Morgunblaðið/Eggert
Vinsæl keppni Uppselt var á rappkeppni Samfés og hún var sýnd í beinni útsendingu á netsamfelag.is.
Blásið verður til hipphopp- og UFC-
veislu á Nasa 12. desember nk. því
þá koma fram hipphopp-tónlistar-
mennirnir R.A. The Rugged Man,
A-F-R-O (skammstöfun á All Flows
Reachout) og Mr. Green. Sama
kvöld fer fram UFC-bardagi Gunn-
ars Nelson og Connors McGregor í
Las Vegas og verður hann sýndur í
beinni á risatjaldi.
Um viðburðinn segir í tilkynningu
að R.A. the Rugged Man geti talist í
hópi merkilegustu hipphopp-
tónlistarmanna sem senan hafi alið
af sér og hann sé enginn nýgræð-
ingur þegar rapp sé annars vegar.
„Hann hóf sinn feril aðeins tólf ára
gamall og hefur unnið með lista-
mönnum eins og Mobb Deep, Wu
Tang Clan og Notorius B.I.G svo
fátt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.
R.A. the Rugged Man sé virtur
textasmiður af gamla skólanum og
nýjasta plata hans, Legends Never
Die, hafi fengið góðar viðtökur.
Mr. Green sló í gegn með
skemmtilegum myndböndum á You-
Tube og mun vera ein skærasta
stjarna sk. „lyrical“-hipphopps.
Hann þykir magnaður taktasmiður
og hefur verið eftirsóttur í hipp-
hopp-heiminum. Mr. Green gaf ný-
verið út plötu með Malik B úr hljóm-
sveitinni Roots og vakti nýlegt
verkefni þeirra mikla athygli en það
fólst í því að Mr. Green gekk um göt-
ur New York-borgar og tók upp tón-
list með fólki sem hann hitti og sýndi
afraksturinn á YouTube.
Ótrúlegur orðaforði
Um A-F-R-O segir í tilkynningu
að hann hafi slegið í gegn á tánings-
aldri, sé einkar hæfileikaríkur, orða-
forði hans með ólíkindum mikill og
textasmíðin hugmyndarík. „A-F-
R-O er undrabarn sem R.A. upp-
götvaði í rappkeppninni Definition
of a Rap Flow sem hann setti á lagg-
irnar. Hefur hann verið að fá mikla
athygli á heimsvísu með sínum ótrú-
legu hæfileikum. Myndbönd af sögu
hans hafa gengið manna á milli á
samfélagsmiðlum sem tugmilljónir
hafa séð,“ segir í tilkynningunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
standa yfir til kl. 04 að morgni en
tónlistarmennirnir gera hlé á þeim á
meðan bardagi Gunnars Nelson
verður sýndur á risatjaldi. Tónleik-
arnir eru þeir síðustu í Evrópuferð
R.A. The Rugged Man og félaga.
R.A. The Rugged Man á Nasa
Þekktir hipphopp-tónlistarmenn og
bardagi Gunnars í beinni 12. desember
R.A. The Rugged Man Hóf hipphopp-feril sinn tólf ára gamall og hefur
unnið með listamönnum eins og Mobb Deep og Notorius B.I.G.
A-F-R-O Orðaforði hans þykir með ólíkindum og textasmíðin hugmyndarík.
Myndbönd af sögu hans hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum.
HUNGER GAMES 4 2D 5:15,8
THE NIGHT BEFORE 8,10:45
GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5:15
SPECTRE 6,9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar