Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. „Þeir geta aldrei brotið mig niður“
2. Verða að sanna samþykki
3. Mikilvægur sigur Liverpool á Swansea
4. Er hann Elvis kannski enn á lífi?
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dagur íslenskrar tónlistar verður
haldinn hátíðlegur á morgun, 1. des-
ember, og munu helstu útvarps-
stöðvar landsins spila þrjú íslensk
lög samtímis kl. 11.15 af því tilefni. Ís-
lendingar geta þá sameinast við út-
varpið og sungið lög til heiðurs ís-
lenskri tónlist og er þetta fimmta
árið sem haldið er upp á daginn með
þessum hætti. Markmiðið er að fá
börn í skólum og leikskólum, fólk á
vinnustöðum og alla alls staðar til að
kveikja á útvarpinu klukkan 11.15 og
syngja með. Lögin þrjú eru „Bláu
augun þín“, lag Gunnars Þórðarsonar
við texta Ólafs Gauks Þórhallssonar,
þjóðlagið „Krummi krunkar úti“ og „Í
síðasta skipti“ eftir Pálma Ragnar
Ásgeirsson, Ásgeir Orra Ásgeirsson,
Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór
Jónsson. Söngtexta má finna á Face-
book-síðu Syngjum saman: face-
book.com/syngjumsaman.
Verðlaunin Lítill fugl verða einnig
veitt á morgun einstaklingi sem hef-
ur þótt skara fram úr í stuðningi við
íslenska tónlist á árinu.
Morgunblaðið/Ómar
Sungið saman á Degi
íslenskrar tónlistar
Fyrstu gluggar jóladagatala Nor-
ræna hússins og Hönnunarsafns Ís-
lands verða opnaðir í dag. Dagatalið í
Norræna húsinu er að þessu sinni
hannað af listakonunni Lóu Hlín
Hjálmtýsdóttur. Gluggi verður opn-
aður kl. 12.34 daglega fram að jólum
og dagskráin að vanda leynileg. Í
anddyri Hönn-
unarsafnsins verður
glugga breytt í jóla-
dagatal, einn hlutur
úr safneign sýndur
á dag og er daga-
talið tileinkað
hönnun kvenna
í ár.
Jóladagatöl opnuð
Á þriðjudag Vaxandi austanátt, hvassviðri eða stormur undir
kvöld, fyrst sunnantil á landinu. Snjókoma eða slydda, en úrkomu-
lítið norðaustanlands og lengst af mun hægari vindur. Dregur úr
frosti og hlánar við suðurströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10 m/s og él á víð og dreif
um allt land. Frost 0 til 7 stig. Kólnar í veðri, einkum norðantil.
VEÐUR
Íslendingar
unnu titil í Kína
Mikil spenna ríkti á Íslandsmótinu í
listhlaupi á skautum í Skautahöllinni
í Laugardal í gær. Tveir síðustu kepp-
endurnir í unglingaflokki A, Agnes
Dís Brynjarsdóttir og Emilía Rós Óm-
arsdóttir, slógu báðar Íslandsmetið
sem var í eigu Völu Rúnar
B. Magnúsdóttur frá
því á Reykjavíkur-
leikunum í fyrra. » 7
Íslandsmetið tvíbætt
í Skautahöllinni
Haukar og ÍBV féllu úr leik í
Evrópukeppnum í handknatt-
leik karla um helgina. Haukar
lutu í lægra haldi fyrir Arnóri
Atlasyni og félögum hans í
franska liðinu St. Raphael í
EHF-keppninni. ÍBV lét hins
vegar í minni pokann fyrir
portúgalska liðinu Benfica í
Áskorendabikarnum. »4
Íslensku liðin féllu
úr Evrópukeppnum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á annað hundrað manns kemur
reglulega í getraunakaffi Víkings í
kjallaranum í Víkinni á hverjum laug-
ardegi. Öflugt getraunastarf hefur
vakið athygli og alla jafna er félagið
með næsthæstu innkomu íþrótta-
félaga á landinu í gegnum getrauna-
starfið á eftir Íþróttafélagi fatlaðra.
„Þetta er gríðarlega mikilvægt fé-
lagslegt atriði hjá okkur. Þetta
þjappar félagsmönnum saman og
þarna er hægt að ræða öll heimsins
mál,“ segir Haraldur Haraldsson,
formaður Víkings.
Hann segir að aukinn kraftur hafi
verið settur í starfið fyrir nokkrum
árum og að dæmi séu um að menn
sem lengi hafi verið frá klúbbnum
hafi aftur komið að félaginu. „Sér-
staklega eru þessir eldri duglegir að
koma og hitta menn sem þeir hafa
ekki séð í mörg, mörg ár eða ára-
tugi,“ segir Haraldur.
Að sögn hans hefur getrauna-
starfið mest skilað félaginu á sjöundu
milljón króna á einu ári. „Þetta er
gríðarlega mikilvægt yfir vetrar-
mánuðina þegar fjármagnið sem
kemur inn er hvað minnst,“ segir
Haraldur.
Feðgar og feðgin,
hjón og systkini
Að sögn hans koma bæði konur og
karlar í Víkingsheimilið að tippa.
„Við sjáum svolítið að feðgar séu að
koma saman. Svo eru einnig hjón og
feðgin sem tippa saman og systkini,“
segir Haraldur. Hann segir dæmi um
að menn hafi nælt sér í stóra vinn-
inga. Þá er gjarnan spilað svokallað
húskerfi þar sem menn leggja pening
í pott. Fyrir nokkrum árum skilaði
það þátttakendum nokkrum millj-
ónum í heildina í hús.
„En þetta snýst ekki síst um kýt-
ing manna á milli þar sem þeir eru að
segja hvað þessi og hinn er lélegur í
tippinu,“ segir Haraldur og hlær.
Koma í kaffi, kýta og tippa
Á annað hundrað manns í getrauna-
kaffi Víkings Bakhjarlar í kjallaranum
Morgunblaðið/Eggert
Dyggir Víkingar Flesta laugardaga mætir stór hópur í Víkina til að ræða málin og efla félagsandann. Frá vinstri eru Eggert Guðmundsson, Brynjar
Bragason, Heiðar Gunnarsson, Bjarni Gunnarsson, Gísli Elíasson, Jón Ólafsson, Björn Kristjánsson, Diðrik Ólafsson og Magnús Theódórsson.
„Við mætum þarna til að rífa kjaft hver við annan.
Þetta er eins konar búningsklefahúmor,“ segir Jó-
hannes Tryggvason, einn fastagesta í kjallaranum í
Víkinni. Jóhannes lék sjálfur knattspyrnu með Vík-
ingum fyrir rúmum fjörutíu árum og segir hann marga
þá sem koma til að tippa hafa stundað íþróttir með fé-
laginu. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og því lengra sem
líður frá því að við spiluðum fótbolta, því betri vorum
við. Það eru svo fáir til frásagnar frá þessum tíma,“
segir Jóhannes í gamansömum tón.
Hann segir þann elsta sem mæti vera 93 ára en svo
komi margir með börnin og barnabörnin, því sé fólk á breiðu aldursbili.
„Það eru margir sem eru á milli áttatíu og níutíu ára gamlir. Þetta er það
sem er svo skemmtilegt við þetta. Fólk er að mæta með börnin sín og
ólíkar kynslóðir hittast þarna,“ segir Jóhannes. Spurður hvort getraunir
gefi eitthvað af sér, þá segir hann að eitt árið hafi hann grætt um 600
þúsund krónur. „Við erum með kerfi þar sem þú getur sett pening í pott.
Nú síðast var potturinn 500 þúsund sem við lögðum undir. Í hálfleik stóð
hann í fimm milljónum en á endanum fengum við bara helming fjárfest-
ingarinnar til baka,“ segir Jóhannes.
Verða sífellt betri í fótbolta
eftir því sem tíminn líður
JÓHANNES TRYGGVASON ER FASTAGESTUR Í GETRAUNAKAFFINU
Sölvi Geir Ottesen, Viðar
Örn Kjartansson og félagar
þeirra í Jiangsu Sainty urðu
í gær bikarmeistarar í kín-
versku knattspyrnunni. Ji-
angsu Sainty sigraði þá
Shang-hai Shenhua, 1:0,
eftir framlengingu, í síðari
bikarúrslitaleiknum. Viðar
segir í samtali við Morgun-
blaðið að um sé að ræða
stærsta afrekið á sínum
ferli en hann og Sölvi tóku
báðir þátt í leiknum. »1