Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Side 6

Víkurfréttir - 11.12.1986, Side 6
6 Fimmtudagur 11. desember 1986 VÍKUR-fréttir URVAL URA Seiko - Orient Citizen - Adec Swatch Eldhúsklukkur og vekjaraklukkur Skartgripakassar í úrvali Gull- og silfurskartgripir Pi GEORG V. HANNAH —orðvan. Úr og skartgripir - Hatnargötu 49 - Keflavik - Sími 1557 Beitingamenn Vanan beitingamann vantar nú þegar á línubát sem rær frá Suðurnesjum. Upplýsingar í síma 6161 og 4666. BRYNJÓLFUR HF. Þegar fólk sem vinnur mikið eins og hér á Suður- nesjum, gengur örþreytt til náða eftir erilsaman vinnu- dag, svífur það fljótt og fyrirhafnarlítið inn í draumalöndin. Þetta er nánast eins og slökkt sé á rofa. Þegar nokkuð öruggt er að allt venjulegt fólk er steinsofnað, fer flokkur huglausra vesalinga af stað, hræfuglar, sem skríða í skjóli næturinnar inn um opna glugga á myrkvuðum íbúðarhúsum. Þeir fara herbergi úr herbergi og gramsa í eigum sofandi fólks í leit að einhverju fé- mætu. Vafalaust kunna hræfuglarnir vel að meta þann hóp, sem skellihlær upp úr svefninum um leið og þeir tæma veskin þeirra. Seinna skilja svo íbúarnir ekki hvernig þetta og hitt hverfur sporlaust af heim- ilum þeirra. Það fer jafnvel að gruna hvert annað um græsku, og slíkt hefur stundum endað með skelf- ingu. Ef innbrotsþjófurinn er nú svo bráðlátur, að hann gefur fómarlambinu ekki tækifæri á að festa almenni- lega svefn, áður en hann skríður inn um gluggann, getur ýmislegt óskemmti- legt gerst fyrir báða. Hálf- sofnandi maður með ilmandi peningalykt í vit- um sér úr rúmfötunum, sem nýkomin eru úr þvottahús- inu, skynjar óljóst óboðinn gest gramsandi í hirslum og fötunum sínum i myrkrinu, - honum getur varla dottið nema eitt í hug. Hann glaðvaknar svo rosalega, þegar hann áttar sig á að hér er þjófur á ferðinni, að hann gæti alveg eins gripið náttlampann, ráðist á aðskotamanninn og barið hann í klessu, eða jafnvel handleggsbrotið hann. En þá liggur hann heldur betur í því lagsmaður. Hann er orðinn skaðabótaskyldur sakamaður vegna líkams- árásar. Við höfum dæmi um þetta alls staðar úr heiminum, t.d. í Botnswana um daginn, þegar húsráð- andinn beit eyrað af inn- brotsþjófnum, hann slapp að vísu því hann sagðist hafa bitið eyrað af í sjálfs- vöm, og ekki hefur heldur náðst í þjófinn ennþá. Refis- lögin segja nefnilega: Hver sem gerist sekur um líkams- árás, skal sæta sektum eða varðhaldi. Ef háttsemin er sérlega vítaverð (maðurinn kannski alvanur að fást við illvirkja í draumum) getur hann lent i fangelsi í 1-3 ár. En hvað eiga menn yfir- leitt að gera undir slíkum kringumstæðum, ef svona eðlileg viðbrögð em refsi- verð? Það er von að menn spyrji. Það getur reynst erf- itt að gefa einhver einhlít ráð eða formúlu. En þar sem menn eru ekki almennt með Lögbók heimilanna við hendina í svona uppákom- um, ættu smá ráðleggingar ekki að saka. Strax þegar menn eru öruggir um að innbrotsþjófurinn er raun- verulegur, en ekki draum- ur eða draugur, skoða menn með öðru auganu, stærð- ina og hvort gesturinn er vopnaður. Ef hann er pervisinn og óvopnaður, þá kveikja menn á náttlamp- anum, rísa upp við dogg og eru alveg sallarólegir, og umfram allt, nú þýðir enga stæla. Maður horfir beint í augun á honum og segir: Ef enginn hefur boðið þér hingað, skaltu koma þér út úr húsinu og það hið snar- asta. Ef þjófurinn ekki hlýðir í hvelli, þá fyrst telst hann sakhæfur. Þegar hér er komið eru línumar farn- ar að skýrast, maður fer ofur rólega fram úr rúminu og leiðir gestinn til sætis i stofunni og biður hann að bíða andartak. Síðan hringir maður í lögregluna og bíður rólegur með gest- inum þangað til lögreglan mætir á staðinn. Það er sem sagt gert ráð fyrir svona næturheimsókn- um í lagakerfinu, en þar segir: Ef maður ryðst í heimildarleysi inn í hús annars manns, og synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, skal hann sæta sektum eða varð- haldi allt að 6 mánuðum. Grínlaust ættu allar fjöl- skyldur að æfa þjófavarnir á heimilum sínum, nokkr- um sinnum á ári. HAGKAUP NÝTT LAMBAKJÖT 1. FL. Læri heil ........ pr. kg 311.10 Hryggir .......... pr. kg 325.80 Lærissneiðar ..... pr. kg 349.90 Kótelettur ....... pr. kg 348.10 Kjúklingar........ pr. kg 189.00 Kalkúnar ......... pr. kg 478.00 Bulgar jarðarber 1/1 dós . 89.50 Gold Reef ananas 1/1 dós. 69.90 Laufabrauð Kristjáns, 25 stk. 475.00 Sykur, 1 kg............. 16.30 Ljómi, 500 gr............ 38.90 - BÖKUNARVÖRUR Á JÓLATILBOÐI - HAGKAUP NJARÐVÍK - SÍMI 3655 :getraunir: „Vona að Leeds-ararnir verði stórveldi aftur“ „Eg er einn af mörgum gömlum stuðningsmönum Leeds, sem er fyrrum stórveldi í ensku knattspyrnunni, og ég vona að svo verði aftur“, segir næsti spámaður okkar, Rúnar Georgsson, knattspyrnumaður og starfsmaður hjá Varnarliðinu. „Ég tippa í hverri viku, yfirleitt á einn gulan og einn hvítan. Arangurinn hefur verið þokkalegur, mest fengið 9 rétta nú í haust. Deildin hefur verið mjög skemmtileg það sem af er. Frammistaða Arsenal hefur komið mest á óvart og ég vona að þeir haldi sama dampi áfram. A eftir Leeds hef ég haldið upp á fallbyssudrengina. Þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur, nokkuð sem fáir reiknuðu með“, sagði Rúnar. Heildarspá Rúnars: Aston Villa - Man. Utd. . 2 Luton - Everton ....... I Man, City - West Ham . X Newcastle - Nott’m For. Norwich - Arsenal .... Q.P.R. - Charlton ..... South’pton - Coventry . Tottenham - Watford .. Wimbledon - Sheff. Wed Blackburn - Oldham Plymouth - Derby .. Sheff. Utd. - Portsm. ÓIi Thord. í efsta sætið Ólafur Thordersen yngri gerði sér lítið fyrir og skaust í efsta sætið í getraunaleiknum. Hann fékk 8 rétta og hafði það áður en úrslit í sunnudagsleiknum urðu kunngerð. Það er því óhætt að segja að baráttan um sæti í úrslita- keppninni sé að harðna. A eftirÓla koma þrír með7 rétta, Sigurður J., Indriði Jóh. ogÆvar Már Finnsson. - pket.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.