Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Page 7

Víkurfréttir - 11.12.1986, Page 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. desember 1986 7 Hamagangur í öskjunni - þegar menn voru að undirbúa opnun Vöruhúss Nonna & Bubba Það var hamagangur í öskjunni er blaðamaður Víkur-frétta leit aðeins inn í hið nýja vöruhús Nonna & Bubba á mánudaginn, enda átti að opna morguninn eftir. Þegar tekist hafði að króa Jónas Ragnarsson af smástund, tókum við hann tali. Sagði hann að hugsunin bak við vöruhús þetta væri að hafa vörur sem ódýrast- ar og safna sem flestum vörutegundum á einn stað. Sagðist hann vonast til að Þakkir til Fitjanes- bræðra Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti til þeirra bræðra sem reka bensínstöðina Fitjanesti. fólk sæi sér fært að versla þarna, en lagt yrði upp úr því að hafa þarna t.d. vörur með gott geymsluþol. Einnig sagði hann að hafðar yrðu þarna árstíða- bundnar vörur, s.s. nú fyrir jólin væru það bökunar- vörur, öl o.fl. Fyrir páska þær vörutegundir sem helst væru notaðar þá o.s.frv. Síðan sagði hann: ,,Það er markmið okkar að halda verðmætunum sem mest heima og því opnum við nú þennan markað". - epj. Nýverið er ég var á ferð í Hagkaup varð bíllinn minn bensínlaus. Komu þá þeir bræður og ýttu bil mínum af mikl- um rausnarskap yfir á bensínstöðina. Éiga þeir sannarlega þakkir skilið fyrir. Kona Eigend'ur Rafbæjar, Jón Pálmi Skarphéðinsson og María Jónsdóttir, í nýja húsnæðinu. Rafbær flytur um set Eitt elsta hús á Hafnar- görunni í Keflavík er búið að fá nýja eigendur. Hér er um að ræða Hafnargötu 18, gömlu Þorsteinsbúð, en húsið var byggt árið 1907. Jón Pálmi Skarphéðinsson og María Jónsdóttir í R AF- BÆ keyptu húsið og hafa flutt starfsemina í það. Raf- bær var síðast í Grófinni. Nýjum herrum fylgja nýir siðir, segir einhvers staðar, og hafa nýju eigend- urnir tekið húsið allt í gegn að innan og gefið því „and- litslyftingu“ að utan. „Þetta hefur verið versl- un í tæp 80 ár og mér finnst ánægjulegt að fylgja því eft- ir“, sagði Jón Pálmi, sem hefur opnað verslun á neðri hæðinni en er einnig með teiknistofu og ráðgjöf á efri hæð svo og raftækja- og raf- lagnaþjónustu. I verslun- inni er úrval raftækja, bæði stór og smá, handverkfæri, vinnuverkfæri, ljós, lamp- ar og ýmislegt fleira, s.s. rafmagnsvörur. Starfs- menn fyrirtækisins eru 7 talsins. í tilefni opnunarinnar verður sölusýning á AEG- heimilis- og raftækjum á morgun, föstudag og laugardag. - pket. Hilla og skrifborö - kr. 10.600 Vagn - kr. 4.200 og stóll - kr. 1.650 BORÐ - Kr. 12.200 STÓLL - Kr. 6.800 STÓLL - Kr. 1.520 BORÐ - Kr. 8.900 TJARNARGATA 2 230 KEFLAVlK P.O. BOX 195 SÍMI 92-3377

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.