Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Page 8

Víkurfréttir - 11.12.1986, Page 8
8 Fimmtudagur 11. desember 1986 VÍKUR-fréttir Jólatónleikar Tónlistarskólans Aukin þjónusta í Sparkaup N.k. mánudagskvöld þ. 15. des. verða jólatónleikar Tónlistarskólans haldnir í Keflavíkurkirkju og hefjast kl. 20.30. Þar munu nem- endur leika og syngja í litl- um og stórum hópum á öll helstu hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Unglinga- lúðrasveitin mun leikajóla- sálma, skólahljómsveitin Teknir með flkniefni Nýlega handtók lögreglan aðkomumenn sem dvöldu á í verbúð í Grindavík. Voru uppi grunsemdir um að þeir hafi af og til verið að reykja hass í verbúðinni. Við handtökuna fannst hjá þeim óverulegt magn af hassi, að sögn Oskars Þór- mundssonar, lögreglufull- trúa í ávana- og fíkniefna- deild lögreglunnar í Keflavík. Þá var að kröfu deild- arinnar stöðvaður Banda- síkjamaður í flughöfninni á Keflavíkurflugvelli, með nokkur grömm af fíkni- efnum á sér. - epj. mun leika og svo mætti lengi telja. Tónleikar þess- ir verða ekki langir en von- andi hátíðlegir og skorum við á alla bæjarbúa að taka sér frí frá „jólastressinu" og gefa sér tíma til að koma og hlusta. Litlu jólin verða haldin í skólanum miðvikudaginn 17. des. og hefjast kl. 17. Þar verða einnig stuttir tón- leikar þar sem aðallega munu koma fram yngri nemendur skólans. Að tón- leikunum loknum fá svo allir kók og prins og síðan verður dansað í kringum jólatréð. Þessi skemmtun er aðallega ætluð nemendum skólans og er áætlað að henni ljúki'um kl. 18.30. Þar með er jólafríið hafið hjá öllum nema Unglinga- lúðrasveitinni sem mun hafa nóg að starfa yfir há- tíðirnar, og kennsla hefst aftur mánudaginn 5. janúar 1987. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í Spar- kaup að undanförnu. Að sögn Kristjáns Hansson- ar, verslunarstjóra, hafa staðið yfir lagfæringar á versluninni til að gera hana aðgengilegri og síð- ast en ekki síst er nú komið þar kjötborð. „Frá því ég kom hing- að hefur mikið verið spurt um kjötborð, og nú er það orðið að veruleika. Vona ég því að viðskiptavinir kunni vel að meta það. Við munum leggja áherslu á að vera með nýja og ferska kjöt- og fisk- rétti. Svo er ætlunin að vera með tilbúna rétti sem fljótlegt er að gera“, sagði Kristján í samtali við Víkur-fréttir. Kjötborðið verður oþið alla daga til kl. 20, nema sunnudaga. Á meðfylgjandi mynd er Kristján Hansson ásamt einni starfsstúlk- unni á bak við nýja kjöt- borðið. - pket. Jólagjafir fyrir tónlistarfólkið CASIO hljómborð Verð frá kr. 2.700 NÓTNABÆKUR NÓTNASTANDAR TAKTMÆLAR NESBÓK Hafnargötu 54 - Keflavík - Sími 3066 - ein af jólabókunum í ári JÓLASKRAUT í miklu úrvali. Jólakort, jólapappír, jóla- dagatöl, m.a. með súkkulaði. Svo eigum bið margt sniðugt í skóinn . . . P.S. Við eigum líka fallegar jólasveinahúfur ENGIN JÓL ÁN SPILA Mikið úrval af skemmtilegum spilum. Jólaspilið í ár, „Space Attack", og mörg fleiri, m.a. Rally-spilin vinsælu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.