Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. desember 1986 11 ÚTVARPAÐ FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis útvarpaði beint frá Fjölbrautaskólanum einn dag fyrir skömmu. Þorg- eir Olafsson frá Svæðisútvarpinu tók viðtöl við nokkra Suðurnesjamenn og á þessari mynd sést hann á tali við Sólveigu Olöfu Magnúsdóttur, nemanda á Ijölmiðlabraut. Ijósm. mad. Þrjú fyrirtæki hætta og tvö skipta um eigendur í lögbirtingablaðinu 26. nóv. sl. birtust tilkynningar um þrjú fyrirtæki á Suður- nesjum sem hætt hafastarf- semi sinni, og einnig aug- lýsing um tvö önnur þar sem breytingar hafa orðið nýverið á eignarhlutum. Skagavideó sf. Garði, Vídeóleigan Val, Grindavík og Bræðraborg sf., Keflavík, hafa öll hætt starfsemi sinni. Hjá Sólhúsinu sf. í Kefla- vík hafa nýverið orðið tvisv- ar eignarbreytingar á hluta- fé. Fyrst _ seldi Oddur Rósant Olafssoji og Margrét Erlingsdóttir, Vog- um, eignarhlut sinn, sem er helmingurinn í fyrirtæk- inu, þeim Steinþóru Þor- steinsdóttur og Pétri Jóns- syni, Vogum. Síðan seldu þau sinn eignarhluta aftur til Ægis Más Kárasonar, Keflavík. Þá hefurStefánThorder- sen, Njarðvík, selt eignar- hlut sinn (25%) í Njarðtaki sf. þeim Olafi V. Thorder- sen og Ólafi Ó. Thorder- sen, Njarðvík. - epj. „Þetta er fyrst og fremst list“ - segir Helgi Aðaisteinsson, sem fær ekki að opna húðflúrstofu í Keflavík, en hefur þó fengið að starfa hér á landi í þrjú ár Helgi Aðalsteinsson, sá hinn sami og sótti um að fá að opna húðflúrstofu að Hafnargötu 20 í Keflavík, en landlæknir er mótfall- inn, hafði samband við blaðið eftir útkomu síðasta tölu- blaðs. Sagði hann farir sínar ekki sléttar í sambandi við kerfiskallana hér á landi, sem hann kaus að nefna „gamla sveita- lubbaliðið“, þ.e. alltof margir embættismenn í dag sem vilja ráða yflr gerðum fólks, sagði hann. Síðan sagði Helgi: „Heil- brigðisnefnd Reykjavíkur og Hafnarfjarðar eða Holl- ustuvernd ríkisins hafa lagt tvisvar blessun sína yfir húsnæði það sem ég er með og tæki þau sem ég nota. Þá hefur verið gefin út reglu- gerð þar sem farið var eftir tillögum mínum í þessum efnum. Um hættu á alnæmi þá má segja að slíkt er ekki fyrir hendi hjá mér, því ég nota hverja nál aðeins á eina persónu og hendi síð- an tappanum undan litnum hverju sinni. Þetta geta þeir skoðað hjá mér. Þó reglugerðin geri ráð fyrir að setja megi húðflúr á alla eldri en 16 ára, þá miða ég þann aldur við 18 ára, sé viðkomandi ölvaður fær hann ekki afgreiðslu hjá mér. Enda veit ég það, að ef ég klúðra þessu með trassa- eða asnaskap, þá fæ ég ekki annað tækifæri. Því legg ég mikla áherslu á þrifnað. Nú, landlæknir sagði við mig að sín persónulega skoðun væri, að húðflúr hefði ekkert hér að gera. Vildi hann ekki hlusta á mína hlið á þessu máli, þ.e. að setja frekar harðar kröf- ur og framfylgja þeim síð- an. Eg vil hafa samvinnu við þessa menn en þoli ekki baktal. Þeir hafa hins vegar ekki reynt að ná tali af mér. í mínum augum er húðflúr list og það fögur list“, sagði Helgi að lokum. - epj. SpegiH, spegill • • • Komdu og kíktu í spegla- flísarnar hjá okkur . . . . . . þá sérðu kunnuglegt andlit. 3 stærðir: 30 x 30 cm 40 x 40 cm 30 x 60 cm SPEGLA- FLÍSAR í stofuna í herbergið í ganginn TRÉ-3 TRÉ -X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 4700 WS4 Hverníg víltu hafa kartöflurnar þínar? já nei Viltu helst fá þær eíns og nýuppteknar þegar þú kaupir I I P | þær, geymdar við rétt hitastíg hjá völdum framleiðendum I__I I__I í Þykkvabæ - pakkað og dreift á einum sólarhring? w o £ 5 <

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.