Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Qupperneq 3

Víkurfréttir - 21.01.1988, Qupperneq 3
mmutMn___________ Harður árekstur Síðdegis á laugardag varð geysiharður árekstur tveggja bifreiða er komu úr gagn- stæðri átt á Duusgötu í Kefla- vík. Varð áreksturinn gegnt húsi nr. 3 við Duusgötuna, eða rétt sunnan við gatna- mót Duusgötu og Vestur- götu. Voru tveir fluttir í sjúkrahús til læknismeðferð- ar, var það bílstjóri bíls tjón- þolans og farþegi í framsæti tjónvaldsins. Var áreksturinn með þeim hætti að bifreið sem ekið hafði verið norður Hafnar- götu og var nýkominn inn á götuna þar sem hún skiptir urn nafn og nefnist Duus- gata. Kom þá bifreið á mik- illi ferð niður Vesturbraut og skipti það engum togum að sú bifreið fór yfir á rangan vegarhelming með áður- greindum afleiðingum. Fimmtudagur 21. janúar 1988 3 Báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir áreksturinn. 'I il hægri er bltreiö tjónþolans, en Inlreiö tjónvalds- ins t.v. Ljósm.: epj. Hörku elt- ingarleikur Lögreglunni í Keflavík barst á laugardag tilkynning um að 15 fjórhjól, sem fóru frá Fitjanesti eftir hitaveitu- veginum (meðfram hita- veitustokknum) í átt að Svartsengi. Var hluta hjól- anna ekið yfir umferðareyju og urðu við það skemmdir á grasi í eyjunni. Er lögreglan kom á stað- inn kom í ljós að á Fitjum voru bílar með kerrum og sýnilegt að hjólunum hafði verið ekið þangað þannig. Sat lögreglan úr Grindavík fyrir hjólunum er þau komu upp eftir og tókst að stöðva nokkur þeirra og kom þá í ljós að stjórnendur þeirra höfðu ekki heimild til akst- urs á þessu svæði og þegar lögreglan ætlaði að stöðva frekari akstur hjólanna stungu ökumenn þeirra af. Mun einn ökumannanna þá hafa dottið af baki og slas- ast eitthvað. Kom Keflavík- urlögreglan skömmu síðar að einu hjóli mannlausu og var það tekið umsvifalaust í vörslu lögreglunnar. Síðar um daginn varð vart við hjól- in upp við Stapafell og þar tókst að leggja hald á 5 fjór- hjól og voru 2 þeirra óskráð. Er vitað hverjir voru á þeim hjólum sem komust undan að sögn lögreglunnar. Þá kom einnig í ljós að ökumað- ur eins hjólsins var réttinda- laus með öllu enda ekki nema 11 ára. Vildi lögreglan nota þetta tækifæri til að brýna fyrir fjórhjólamönnum að algjört bann er við notkun þeirra í öllu umdæmi lögreglunnar nema viðkomandi geti fram- visað skriflegu leyfi landeig- anda. Þau hjól sem eru fást ekki afhent aftur fyrr en greiddur hefur verið ílutn- ingskostnaður og annar áfallinn kostnaður við að koma þeim í geymslur lög- reglunnar, auk sektar og greiðslu á tjóni sem þau valda. Mun lögreglan beita öllum tiltækum aðgerðum til að hafa upp á fjórhjólum sem til sést. Auk þessa máls þurfti lög- reglan í Keflavík að hafa af- skipti af fjórum öðrum fjór- hjólum og einum snjósleða en óheimilt er að aka snjó- sleðum eftirgötum Keflavík- ur og því geta þeir, sem það gera, átt von á því að lögregl- an leggi hald á sleðana. LJÚFFEMGUfc PöfZfZAMATUF SVÍNA- SÚR- SÚRIR SÚRAR SÚRAR SÚRIR SULTA MATUR LUNDA- LUNDA- EISTNA- HRÚTS- 404 kr /ka blandaður BAGGAR BRINGUR VEFJUR PUNGAR y 559 kr./kg 475 kr./kg 475 kr./kg 475 kr./kg 733 kr./kg SÍLD OG SÍLDAR- RÉTTIR HARÐ- FISKUR FLAT- KÖKUR BLÓÐMÖR LIFRAR- 301 kr./kg PYLSA 418 kr./kg SVIÐA- SULTA 599 kr./kg SÚR HVALUR 565 kr./kg HÁKARL 543 kr./kg RÚGBRAUÐ SVIÐ 201 kr./kg HREINSUÐ SVIÐ 289 kr./kg PRESSUÐ SVIÐ 869 kr./kg i-------------------1 i----------------------------------------------------1 | Þorrabakki j j UTSALA | 697 kr./kg |! f fullum gangi. i i___________________i i_______________________________________-____________1 STÓRMARKAÐUR SUÐURNESJAMANNA MEÐ LÁGA VÖRUVERÐIÐ EN MIKLA VÖRUVALIÐ u>

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.