Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 7
V'/KUR Fimmtudagur 21. janúar 1988 7 „GAMAN OG ERFITT' - segir Jóhanna Reynisdóttir, nýráðinn útibússtjóri Verslunarbankans í Keflavík Ung keflvísk kona, Jó- hanna Reynisdóttir, hefur verið ráðinn útibússtjóri Verslunarbankans í Ketla- vík. „Gífurleg breyting að ráða kvenútibússtjóra og það brýtur ísinn fyrir aðrar“, sagði Jóhanna t samtali við Víkur-fréttir. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu hjá bankastofnun á Suðurnesjum. Jóhanna hefur starfað í Verslunarbankanum síðustu 7 ár. Að loknu verslunar- prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1979 fór hún utan til Svíþjóðar og Noregs og starf'aði þar. Réði sig síðan hjá Verslunarbankanum og hefur verið þar siðan. Jóhanna sagði að sam- starfsfólk og viðskiptavinir hefðu tekið sér mjög vel og allt gengið samkvæmt vonum, takmarkið nú væri að auka hlutdeild bankans á Suðurnesjum. „Þetta brýtur ísinn fyrir aðrar konur“, segir Jóhanua Reynisdóttir. útibússtjóri Verslunarbankans í Kefiavík. Lj&m.: rós, Beint frá Londoní Glaumberg Paul da Vinci, fyrrum að- alsöngvari hljómsveitarinn- ar Rubettes, kom til Kefla- víkur í vikunni. Arið 1974 náði hljómsveit- in efsta sæti vinsældalista víða í Evrópu og sat sem fast- ast þar í 7 vikur með lagið „Sugar baby love“. Stuttu síðar sagði Paul da Vinci skil- ið við hljómsveitina. Hann samdi, söng og stjórnaði sinni fyrstu sóló- plötu „Your baby aint your baby anymore", og platan náði inn á Top 20 í Bretlandi og efsta sæti víða í Evrópu. í framhaldi af þessu átti hann þátt í nokkrum lögum sem náðu inná vinsældalista sem aðalsöngvari á „Back to the Sixties Medley". Þess má geta að Paul da Vinci tók þátt í uppfærslunni á söngleiknum „Tommy" í West End í London. Paul da Vinci kemur hing- að til lands á vegum Veit- ingahússins Glaumbergs í Keflavík og skemmtir þar föstudagskvöldið 22. janúar og laugardagskvöldið 23. janúar. Almennur félagsfundur verð- ur haldinn í húsi félagsins að Túngötu 22, Keflavík, fimmtu- daginn 28. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Séra Gunnar Björnsson, Frí- kirkjuprestur, flytur erindi. Enski skyggnilýsingamiðill- inn Terry Tracy mætiráfund- Inn' Sálarrannsóknarfélag Suðumesja ÞÚ SMÍÐAR: • borð og bekki í eldhúsið • sófaborð • hillusamstæður • og margt fleira sem hugurinn girnist • leiðbeiningar fylgja. TRÉ-X B YGGINGA VÖRUR Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 14700 5S m »■■■■' æ jmmm m 5 — m — m \ i TRÉ 1001 möguleiki Tilsniðið hobby-efni til heimasmíða

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.