Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 12
 12 Fimmtudagur 21. janúar 1988 $ 11111 Lions- menn gáfu rúm A aðfangadag fór fram á Garðvangi formleg alliend- ing þriggja sjúkrarúma sem Lionsklúhhurinn Garður í Garði hefur gefið dvalar- heimilinu. Fjár til kaupanna ölluðu þeir Lionsfélagar með happdrætti nýverið. Á myndinni sjást félagar í Garði og fulltrúar Garð- vangs. Einn Lionsfélagann, sern viðstaddur var, Rafn Guðbergsson, vantar þó á myndina. Ljósm.: hbb. Kvenfélagið Njarðvík Hugleiðing við áramðt heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn 23. janúar kl. 19 í Stapa. Miðar seldir í Stapa, fimmtudaginn 21. jan. frá kl. 16-20. Félagskonur gangafyrir kaup-- um á miðum fyrsta klukkutímann. Nefndin Útboð Bæjarsjóður Grindavíkur óskareftirtilboð- um í að steypa upp slökkvistöð Grindavík- ur, fullganga frá þaki með einangrun og loftklæðningu, ásamt gleri í glugga, hurð- um, lögnum í grunni og jarðvinnu. Húsið er 450 m2 að grunnfleti og rúmmál þess er 2010 m3. Verkinu skal skila fyrir 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæj- artæknifræðings, Hafnargötu 7b, Grinda- vík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánu- daginn 1. febrúar 1988 kl. 11. Bæjarstjóri Enn eitt metaflaárið er liðið. Sjávarafli varð meiri en nokkru sinni áður og er aukningin milli ára 20% í krónum talið en út- flutningsverðmæti er um 42 milljarðar. Forystumenn þjóðarinnar og forystumenn atvinnurekenda hafa þrástagast á falli dollarans sem er um 11% á síðasta ári. Samt eru útflutningsverðmæti 1 milljarður 1987 en var 864 millj- ónir 19^b (í dollítrum). Þá er annars að geta að vægi dollarans í útflutningi er um 40% og ýmsir aðrir gjaldmiðlar hafa hækkað jafnt og dollarinn hefur lækkað. Til dæmis hefur pundið hækk- að um 12% og útflutningur í pundum af sjávarafla er um 22% aflans. Þá hefur japönsk mynt hækkað um 15% og Evrópu- myntir eitthvað um 8%. Þá hefur það á síðasta ári stór- aukist að samið sé um sölu á út- flutningsafurðum í öðru en doll- urum. Er talið að þrátt fyrir fall dollarans, þegar á heildina sé lit- ið, sé gengisþróun fremur hag- stæð en óhagstæð. Það er því furðulegt að eftir því sem á árið hefur liðið hafa komið verri og verri spár og svartari skýrslur frá Þjóðhags- stofnun og atvinnurekendum og Skíðaferðir í Bláfjöll - Steindór Siqurðsson - - Skíðafélag Suðurnesja - Skíöaferöir í Bláfjöll: © miðvikudaga kl. 17.15 • sunnudaga kl. 10.00 Stoppistaðir: Sparkaup, íþrótta- húsiö við Sunnubraut og Biðskýlið Njarðvík. Fréttir um opnunartíma í skíðasím- svara, sími 11111. meiri áróður fyrir því að halda kaupi niðri. Það er nefnilega staðreynd að það snýst allt um að halda launum fiskvinnslu- fólksins niðri. Það sýndi sig eftir desembersamningana frægu 1986 að allan tímann fram að kosningum í vor að allar stéttir fengu verulegar kauphækkanir og fríðindi með skæruhernaði og fjöldauppsögnum enda var þá sagt að kauphækkanir sem tengdust ríkisgeiranum skiptu nánast engu máli. Þegar maður horfir til baka á liðið ár sýnist ýmislegt furðu- legt. Mér kemur fyrst í hug hin ómennska aðför Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra að fræðslustjóra norður- lands, sem hafði eytt í sér- kennslu 10 milljónum umfram fjárlög, en svo kemur það fram að t.d. sjónvarpið, sem heyrði undir sama ráðherra, fór millj- ónatugi fram úr kostnaðaráætl- unum á öllum sviðum. Þá voru bara afnotagjöldin hækkuð. Og flugstöðin, sem var rekin áfram í byggingu, þannig að hægt væri að opna hana fyrir kosningar, fór heilan milljarð fram úr áætlun. Það er því eftir- minnilegt að rétt fyrir kosningar kom með Mogganum litskreytt aukablað þar sem stóð stórum stöfum „A réttri leið“ og með flugstöðina í baksýn mynd af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins á Suðurnesjum, eins og illa hlöðnum og hálf hrund- num móhraukum á forgrunn. Og það er fleira. Jón Baldvin fór gandreið um landið og spurði „Hver á Island?“. Hann ætlaði sér að moka Framsóknar- flórinn og hann ætlaði að rífa þakið af neðanjarðar atvinnu- rekstrinum og ná þaðan millj- örðum ef hann fengi tækifæri til eftir kosningar. Og Karl Steinar talaði á Alþingi um hinar fersku hugmyndir og hlýju strauma sem streymdu um atvinnulíf Suðurnesja, þegar „ís-skott“ hóf sína starfsemi. Það ferska loft sem þá streymdi breyttist samt von bráðar í skítalykt þegar fyrirtæki á Suðurnesjum fengu milljóna skelli af Is-skott og það var svo tekið til gjald- þrotaskipta í byrjun nóvember. Og flórmokstur Jóns Bald- vins hefur nú séð dagsins ljós með þeirri mestu skattpýningu sem sögur greina frá gagnvart heimilunum en hvergi bólar á samdrætti hjá því opinbera. Til dæmis þar um hækka fjárveit- ingar til forsetaembættis um 96%, þar hækka launagjöld úr 8,17 í 14,4 milljónir og flökku- peningar úr 4,2 í 8 milljónir. Fjármálaráðuneytið fær á þessu ári 134,6 milljónir sem er hækkun um 37,3 milljónir. Menntamálaráðuneytið 128,3 milljónir sem er hækkun um 48,7 milljónir. Utanríkisráðu- neytið 195,6 milljónir sem er hækkun um 109%. Iðnaðarráð- uneytið 30,7 milljónir sem er 8 milljóna hækkun og svo fram- vegis á öllum sviðum. Svo er staðgreiðslukerfi skatta eitt af þeim píningatækj- um sem yfir ganga gagnvart launafólki því það þýðir stór- lega aukna skattheimtu. Þá hef- ur fasteignamat hækkað um 100 milljarða sem er sjálfvirk fjár- kúgunaraðferð sveitarfélaga og enginn sleppur frá. Staðgreiðsl- ukerfið kemur hinsvegar bara við launafólk því þeir sem eru með atvinnurekstur og útgerð munu eftir sem áður verða skatt- lausir og nota hagnað fyrirtækja í flotta bila, sumarbústaði og veiðiár. Þeir sem skulda í húsa- kaupum munu koma sennilega ver út úr staðgreiðslukerfinu en þó nú er. Þess er svo að lokum vert að minnast að í haust fór smá skjálftahrina um Verkamanna- sambandið og maður hélt nú að eitthvað jákvætt kæmi út úr því. Sérstaklega þar sem Karl Stein- ar hætti og austfirðingar voru eitthvað að ygla sig, en nú er komið sama andlitið á skjáinn. Jakinn eins og véfrétt, potandi út í loftið og glottandi yfir sjálfs síns hugmyndaflugi og sam- kvæmt viðtali í Vikunni á sínum tíma, teljandi sjálfan sig ganga næst Jesú frá Nasaret. En það er engin von til þess að þeir sem stjórna málum verka- fólks skilji hvarskórinn kreppir því þeir eru hátekjumenn enda veltir verkalýðshreyfingin millj- örðum í launagjöldum af lág- launafólkinu og það er afi til fjármuna að vera í forsvari verkalýðsfélags. Guðmundur Vigfússon, Sandgerði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.