Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 21.01.1988, Qupperneq 19
VÍKUIÍ jum% Fimmtudagur 21. janúar 1988 19 Þessa skemmtilegu mynd af sundkrökkunum tók Tómas Knútsson með neðansjávarmyndavél. Firmakeppni BFS1987 Nú rétt fyrir jól var firmakeppni Bridsfélags Suðurnesja. Þátt tóku 25 firmu og urðu úrslit þessi: 1. sæti: Jóhannes - Einar / Járn & Skip 2. sæti: Sigurður - Jóhann / Stefnir 3. sæti: Arnór - Sigurhans / Bílanes 4. sæti: Grethe - Hafsteinn / Nonni & Bubbi 5. sæti: Heiðar - Eiríkur / Víkur-fréttir Spilaður var tvímenningur með barometer fyrirkomulagi og er það von stjórnarinnar að þetta verði árlegur viðburður hér eftir. Að síðustu viljum við þakka eftirtöldum fyrirtækjum sem tóku þátt í firmakeppninni, stuðninginn: Bílanes - Byggingaverktakar Keflavíkur - Brunabótafélag ís- lands - Endurskoðunarmiðstöðin - Fasteignaþjónusta Suðurnesja - Gunnarsbakarí - Hitaveita Suðurnesja - Hótel Keflavík - Húsa- gerðin - Húsanes sf. - Járn & Skip - Keflavíkurbær - Keflavíkur- verktjikar - Sjóvá - Skeljungur - Sparisjóðurinn í Keflavík - Sport- búð Oskars - Stefnir hf. - Tros - Útvegsbanki íslands - Verslunar- bankinn - Verslunin Nonni & Bubbi - Verslunin Frístund - Víkur- fréttir - Víkurhugbúnaður. Mánudaginn 11. janúar hófst Meistaramót félagsins í tvímenn- ing og er staðan núna eftir 11 umferðir af 17 þannig: 1. Heiðar - Hafsteinn ........................ 78 2. Gísli T. - Birkir ......................... 42 3. Ragnar - Eysteinn ......................... 32 4. -5. Gísli í. - Kjartan Ó................... 30 4.-5. Jóhannes E. - Eiríkur G................. 30 Næsta mánudag er síðan lokarimman í mótinu. Spilað er í Golf- skálanum kl. 20. og eru áhorfendur velkomnir. Að gefnu tilefni eru keppendur áminntir um að mæta fyrir kl. 20. Þarftu AÐSTOÐ? AÐSTOÐ við ljósritun AÐSTOÐ við vélritun AÐSTOÐ við laserútprentun AÐSTOÐ við uppsetningu bréfa og auglýsinga Lítið inn og kynnið ykkur möguleikana. Sérstakur skólaafsláttur! HafnargötuSó 230Keflavík Sími 92-15880 Sunnudaginn 13. des. sl. var haldið sundmót hjá sunddeild UMFN. Þátttakendur voru krakkar úr yngri deildum, alls um 60 talsins. Keppt var í Sund- höll Njarðvíkur og voru foreldr- ar og systkini mætt á staðinn til að hvetja sína. Var yfirfullt í áhorfendastúkum og allt umhverfís laugina. Eftir sundmótið, sem tók um tvo tíma, var haldið í Safnaðar- heimilið í Innri-Njarðvík, þar sem boðið var upp á kaffí og kökur. Sú nýbreytni var nú, að í stað verðlaunapeninga voru afhent hin ýmsu sundáhöld og tæki. Var sú nýbreytni mjög vin- sæl og stórsniðug. Gefín voru stig fyrir hverja grein og hlutu eftirtaldir flest stig: I 100 ni fjórsundi drengja, f. 1979: Húnbogi Arnason. Stúlkna f. 1979: Eva St^fáns- dóttir. 100 m fjórsund 12 ára: Magnús Konráðsson og Guðmunda Geir- mundsdóttir. I hnátuflokki: Eygló Tómas- dóttir og í hnokkaflokki Ragnar Jónasson. Eftirtaldir aðilar sáu til þess að þetta mót gæti heppnast sem skyldi: Sportbúð Óskars, sem gaf sundgleraugu - S.K. gaf peysur- Golden Cup gaf sundboli og sundskýlur - Sunddeild UMFN gaf sundhettur - Hagkaup og Fitjanesti gáfu sælgæti - Hljóm- val og Studeo útveguðu tónlist- ina sem spiluð var við góðar undirtektir. T.K. V eisluþj ónusta Utvegum áhöld og vant starfsfólk. LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. MEISLUÞJONUSTAN Iðavöllum - Keflavik - Sími 14797 ATVINNA Starfsmaður óskast á skrifstofu Eldeyjar hf. Upplýsingar í síma 15111 og 985-27051 (Bragi). ELDEY HF Smásagna- samkeppni Vegna fyrirhugaðrar Menningarvöku á Suðurnesjum um páska 1988, efnir Grágás hf. til smásagnasamkeppni. Fyrir- hugað er að gefa bestu sögurnar út í bók. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 25.000 2. verðlaun kr. 15.000 3. verðlaun kr. 10.000 Sögurnar mega ekki hafa áður birst opin- berlega. Sögunum skal skilaðtil Grágásarí lokuðu umslagi, merktar dulnefni, fyrir 17. mars. Þá skal fylgja annað umslag, merkt dulnefni, með réttu nafni höfundar. GRÁGÁS HF. Njarðvík F asteignagjöld Fasteignagjöld fyrir árið 1988 verða innheimt á bæj- arskrifstofunni. Gjalddagarnir verða 5 eins og undanfarin ár, þ.e. 15.1., 15.2., 15.3., 15.4. og 15.5., og ætti fyrsti gíróseð- illinn að vera kominn til gjaldenda. Leyfilegt er að draga hverja greiðslu fram að gjald- daga næstu greiðslu, þ.e. ca. 30 daga. Gerum skil, greiðum fyrir eindaga og forðumst dráttar- vexti og óþarfa kostnað. Bæjarsjóður - Innheimta

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.