Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 20
mun Fimmtudagur 21. janúar 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 14717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN ELDEY HF.: Hlutafé nálgast hundrað milljónir Föstudagurinn 15. janúar á eftir að verða sögulegur dagur í athafnalífi Suður- nesjabúa, því þann dag var skrifað undir fyrsta kaup- samninginn um skipakaup almenningsútgerðarfélagsins Eldeyjar hf., og tæpum tveim sólarhringum síðar var skrifað undir annan kaup- samning. Stóð til að fyrra skipið, Boði GK-24, sem fá átti nafnið Eldeyjar-Boði GK-24- færi strax á föstudagskvöld til veiða og seldi aflann síðann á laugardag á Fiskmarkaði Suðurnesja, en sökum brælu sneri skipið við eftir að hafa lagt um 5 bjóð og fór síðan út með tvær setningar af línu á sunnudag og landaði þeim afla á þriðjudag. Hitt skipið, Vött- ur SU, mun fara beint áveið- ar undir nafninu Eldeyjar- Hjalti GK. En þar sem Eldey hf. hefur varnarþing í Gerða- hreppi munu öll skip fyrir- tækisins bera einkennisstaf- ina GK. Bæði skipin munu hafa sömu áhafnir og verið hafa á þeim að undanförnu og munu bæði stunda línuveið- ar. í máli Jóns Norðfjörð, stjórnarformanns Eldeyjar hf., við undirskrift fyrri kaupsamningsins, kom fram að hlutafjársöfnun nálgaðist nú 100 milljónir króna, en stefnt er að því að ná 150 milljónum fyrir 11. maí að vori komanda. Undirskrift kaupsamningsins á Boða GK-24. Hluti stjórnar, varastjórn, framkvæmda- stjóri og annar endurskoðandi Eldeyjar hf., og af hálfu seljenda Garðar Magnússon og Arndís Tómasdóttir. Ljósm.: epj. Skaplegt á línu; léregt I net Lélegt hefur að undan- förnu verið hjá þeim bátum sem landa í Keflavík og Njarðvík, ef frá er talinn einn róður sem Stafnes landaði úr af ufsa á föstudag, sem var rúm 55 tonn. Afla þennan fékk báturinn vestur í Jök- ultungum. Þá landaði Þuríður Hall- dórsdóttir í byrjun síðustu viku 35,5 tonnum af slægð- um ufsa eftir útilegu á net- um. Hæsti báturinn á mánu- dag var Happasæll með 16,6 tonn og síðan kom Stafnes með 15,2 tonn. Voru þeir báðir með þorskafla sem var 3ja nátta, þar sem ekkert var róið á laugardag. Tveir litlir dekkbátar, Kári Jóhannesson og Oli, voru þó með þokkalegan afla á mánudag, sá fyrrnefndi með 10,2 tonn en hinn með 8,2 tonn. Þá var lítill plast- bátur, Auðhumla, með 5,6 tonn. Af línubátum er það að frétta að afli er sæmilegur ef veður er skaplegt. T.d. land- aði Akurey á laugardag 10 tonnum eftir 70 bjóð, Jó- hannes Jónsson 12 tonnum og Freyja 14,8 tonnum eftir tvær setningar. Ohfnfoif. ÍBK afhent Iþróttavallarhúsið Keflavíkurbær hefur afhent íþróttabandalagi Keflavíkur íþróttavallarhúsið við Hringbraut til eignar og afnota. Formleg afhending fór fram í húsinu á þriðjudagskvöld og kom það í hlut forseta bæjar- stjórnar, Guðfinns Sigurvinssonar, að afhenda Ragnari Marinóssyni, formanni ÍBK, gjafabréf þessu til staðfestingar. Viðstaddir voru bæjarfulltrúar og forystumenn ÍBK. „Húsinu verður breytt í félags- heimili. í því munu ráðin hafa skrifstofu og fundaaðstöðu. Gert er ráð fyrir sal sem getur tekið um 50- 60 ntanns fyrir stærri fundi eða samkomur. Það er óljóst hvenær framkvæmdir við breytingu á húsinu heíjast, - það veltur á því hvort bæjarstjórn samþykkir að byrja á viðbyggingu við íþróttahúsið, sem ÍBK hefur boðist til að leggja fjármagn til“, sagði Ragnar Marinósson. Ljósm.: rós. Lögreglan: 4700 IVIÁL AFGREIDD Mikil aukning var í öllum þeim málaflokkum sem komu til kasta lögreglunnar í Keflavík, Grindavík, Njarð- vík og Gullbringusýslu á síð- asta ári að sögn Karls Her- mannssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Mun aukning þessi vera um þriðjungur milli áranna 1986 og 1987. Heildarfjöldi mála, sem komu til kasta umferðar- deilda.rinnar, voru 3115 á síðasta ári og 1186 til rann- sóknarlögreglunnar. Mesta aukningin milli ára varð vegna kæra fyrir of hraðan akstur og vegnar radarmæl- inga en á síðasta ári voru slík mál 1166 en 824 árið áður. Samtals voru umferðarmál sem komu til kasta lögregl- unnar, að Grindavík undan- skilinni, 1955 en í Grindavík urðu þau 371 á síðasta ári. Þá varð mikil aukning einnig í umferðaróhöppum en þau urðu í fyrra 789 á móti 660 árið áður. í fyrra slösuðust alls 47 manns, þar af 3 vegna öku- manna sem voru ölvaðir við akstur en 16 ölvaðir öku- menn ollu óhöppum. Þá urðu 2 dauðsföll í umferðinni á síðasta ári. Hjá rannsóknardeildinni voru flest mál, eða 276, vegna ýmiskonar skemmd- arverka, 115 vegna þjófnað- armála, 107 vegna innbrota í stofnanir og fyrirtæki, 84 vegna slagsmála og líkams- árása og 72 vegna tékkamis- ferla en aðrir málaflokkar voru færri. Alls bárust 4672 mál til lögreglunnar í þessu stóra umdæmi á síðasta ári. Er lögreglan að gera eilthvert mál úr þessu? . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.