Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Side 16

Víkurfréttir - 21.01.1988, Side 16
\)iKur< 16 Fimmtudagur 21. janúar 1988 „Berjumst til slðasta blóödropa" - segir Hilmar Hafsteinsson, liðsstióri Njarðvíkinga „Ég er alveg rosalega svekktur yfir þessum úr- skurðum og l’yrir neðan allar hellur framkvæmdin á þessu hjá KKÍ, sérstaklega ganvart Sturlu. Við munum þó ekki gefast upp, en þaðverðurerf- itt að sigra Keflvíkinga með Val og Sturlu fyrir utan, auk þess sem Jóhannes er nýfar- inn, og því þrír úr byrjunar- liðinu ekki með“, sagði Hilmar Hafsteinsson, liðs- stjóri Njarðvíkinga, og bætti svo við: „Við höfðum mikið fyrir því að vinna bikarinn í fyrsta skipti í fyrra og mun- um því berjast til síðasta blóðdropa“. Stórleikur í körfunni - UMFN-IBK á morgun í Njarðvík: Njarðvíkingar án þeirra Vals og Sturlu Seinni leikur ÍBK og UMFN í Bikarkeppni Körfu- knattleikssambands Islands verður í Njarðvík annað kvöld, föstudag kl. 20. Njarð- víkingar eru handhafar bikarsins og unnu hann í fyrsta skipti í fyrra. Þeir sigr- uðu í fyrri leiknum gegn ÍBK í Keflavík í síðustu viku með 5 stiga mun, 88:83 í jöfnum og skemmtilegum leik. Það getur haft úrslitaþýð- ingu fyrir Njarðvík að tveir af Sturla Örlygsson á hcr í dciluni við Sigurð Valgeirsson dómara, eftir stimp- ingar við Val Ingimundarson. Nú eru þeir saman i liði en vcrða báðir fjarri góðu gamni gegn ÍBK á morgun. Ljósm.: mad. sterkustu mönnum liðsins, annars vegar þjálfarinn og aðal stigaskorarinn, Valur Ingimundarson, og hins vegar harðjaxlinn Sturla Or- lygsson, taka báðir út eins leiks bann í Ieiknum við IBK. Valur fékk tvö tæknivíti gegn ÍBK í fyrri leiknum og var vikið af leikvelli, en átti frá- bæran leik og skoraði 37 stig. Sturla lenti í handalögmál- um í leik UMFN gegn IR sl. lagardag með þeim afleiðing- um að hann fékk 1 leiks bann. Mörgum þykir það furðulegur dómur og fram- ganga dómaranna í leiknum enn furðulegri, þar sem að annar þeirra segist hafa séð ÍR-inga slá Sturlu áður en hann hrinti einum ÍR-ingn- um í gólfið. Hinn sá aðetns brot Sturlu! Hvað um það, þá er eitt víst að þetta er geysileg blóð- taka fyrir Njarðvíkinga sem hafa bikar að verja. Keflvík- ingar mæta með sitt sterkasta lið og eru því mun sigur- stranglegri, því munurinn hefur verið lítill á liðunum í síðustu leikjum. Liðin lentu saman í keppninni í fyrra, - í 8 liða úr- slitum. Fyrri leikinn vann IBK í Njarðvík með einu stigi en í þeim seinni rúlluðu Njarðvíkingar nágrönnum sínum upp í Keflavík og unnu með 17 stiga mun. Þó IBK sé að flestra mati öruggt með sigur annað kvöld, er víst að bikarmeistararnir munu berjast til síðasta blóð- dropa, þrátt fyrir að vera þremur mönnum úr byrjun- arliðinu fátækari. Er þá Jó- hannes Kristbjörnsson tal- inn með, auk Vals og Sturlu. Það mun reyna á ungu menn- ina hjá UMFN, - sem eru á bekknum og munu þurfa að hvíla fimmmenningana í byrjunarliðinu. Einn þeirra er Gunnar Örlygsson, bróðir Teits og Sturlu, en hann kemur einmitt í liðið fyrir þann síðarnefnda. Sigur hjá ÍBK í þessum leik þýðir miklar líkur á að bikarinn haldist á Suðurnesj- um og að Keflvíkingar vinni sinn fyrsta titil í úrvalsdeild frá upphafi. Víst er að biðin hefur verið allöng. Firma- keppni ÍBK Firmakeppni ÍBK verður hald- in helgina 30.-31. jan. í íþrótta- húsi Keflavíkur. Þátttökutilkynningar í símum 13633 (Jón), 11299 (Guðlaug- ur) og 13981 (Örn), og verða að berast fyrir miðvikudaginn 27. janúar. KNATTSPYRNURÁÐ KEFLAVÍKUR jutm „Megum ekki van- meta Njarð- víkinga" - segir Jón Kr. Gíslason, fyrir- liði ÍBK „Við getum alls ekki bókað sigur í Njarðvík, - það má ekki vanmeta Najrðvík- inga þrátt fyrir þessa blóð- ,töku“, sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, um leikinn annað kvöld. „Þeir eru ennþá með gott byrjunarlið en þeir keyra náttúrlega ekki út leikinn á því og spurning hvernig vara- mennirnir spjara sig. Við ætlum okkur hins vegar ekk- ert annað en sigur og stefn- um á Bikarinn. Það er kom- inn tími til að vinna titil ogef við vinnum sigur í þessum leik hef ég trú á því að við hreppum bikarinn“, sagði Jón Kr. Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK ÍBK- stúlkur skoruðu 112 stig ÍBK vann yfirburða sigur á Islands- og bikarmeistur- um KR í 1. deild kvenna í Keflavík í fyrrakvöld. Loka- tölur urðu 112:29, en í hálfleik var staðan 51:12. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir ÍBK miklir gegn vængbrotnu KR- liði, sem hefur misst 4 leik- menn úr byrjunarliðinu í fyrra. Stigahæstar hjá ÍBK voru Anna María og Björg með 25 stig hvor, Kristín Blöndal skoraði 21, Auður og Bylgja 10 hvor.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.