Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 8
\)ÍKUK 8 Fimmtudagur 21. janúar 1988 - sendibílar 1-41-41 (yi)yU 6 TILBÚNIR í ALLAN FLUTNING Hinar heimsþekktu Lesley neglur. Gervineglur, styrking á eigin nöglum,viðgerðir. Ath. Nýtt efni sem ekki skemmir eigin neglur, heldur styrkir og verndar. Pantið tíma og fáið upplýsingar. Hafnargötu 49 - Keflavík Simi13617 molar Gegn vilja almennings Það virðist vera nokkuð ör- uggt að stjórn Hitaveitu Suð- urnesja og þeir aðilar sem á þeirra vegum sitja í stjórn Sjó- efnavinnslunnar, hafa ekki santúð almennings í uppsögn- unum á Reykjanesi. I liugum flestra var að nú kæmist fyrir- tækið loks í eigu heimamanna og yrði rekið sem slíkt, eftir að ríkið leysti úr skuldahalanum sent var upp á rúntar 500 ntilljónir króna. Þess i stað er hluta starfsfólksins sparkað og látið í það skína að fleirum verði sparkað á næstunni og dregið enn frekar úr starfsemi fyrirtæksins. Nýta sér vel fjölmiðlana Þeir fclagar í Hag-port sf., sem lluttu inn marg untrædda Subaru-bíla frá Drammen í Noregi, þurl'a ekki að kvarta yfir auglýsingakostnaði. An þess að kaupa svo mikið sem eina auglýsingu hafa allar gerðir þeirra verið vandlega kynntar í fjölmiðlum, enda eru bílarnir nánast allir seldir. Má því búast við að einhverjir í viðskiptalífinu öfundi þá af allri umfjölluninni. Gatnamótin ekki til Annars staðar í blaðinu er rætt um harðan árekstur á Duusgötu rétt við gatnamót Vesturgötu. í skýrslum lög- reglu er hins vegar talað unt gatnamót Hafnargötu og Vest- urgötu, en þau gatnamót eru hins vegar ekki til, þar sem Vesturgata og Vesturbraut skera hvergi Hafnargötuna, en hins vegar skera báðar þessar götur Duusgötuna. Málið er einfaldlega að Hafnargatan skiptir um nafn og nefnist Duusgata norðan við íshús- stíg og miðbryggjuna, eða aðeins fyrir sunnan Keflavík hf. Mikil bjartsýni Mörgum þykir að eigandi Bílarifs í Njarðvík búi yfir mikilii bjartsýni, því nú hefur hann sett á stofn útleigu á fjór- hjólum. Sent kunnugt er má helst hvergi sjást til slikra hjóla, þvi þá hleypur lögregl- 'an til, enda víðast bannað að aka slíkum faratækjum. Tekið á loft með fjármuni Suðurnesja í gegnum árin hefur Spari- sjóðurinn verið hvað öflugast- ur í áróðrinum fyrir því að halda fjármagninu í heinta- byggð. Þótti það því í hæsta máta einkennileg ráðstöfun að ákveða að hlaupa til Reykja- vikur með allt starfsfólkið og bjóða því að sjá verkið „Tekið á loft“, sem sett var á svið hér í Glauntbergi fyrr í haust. Skv. upplýsingum Mola bauðst Glaumberg til að setja á stofn sérstakt prógram til að hinn stóri starfsmannahópur gæti verslað í heimabyggð, cn það dugði ekki til. Er hér unt að ræða dæmi upp á mörg hundr- uð þúsund krónur og því er ráðstöfun þessarar annars ágætu stofnunar enn furðu- legri. Fimm tii sex Þeir voru borubrattir Eld- eyjar-menn við undirskrift fyrsta kaupsamningsins. Spáði Logi Þormóðsson því m.a. aðí lok þessa árs yrði Eldeyjarflot- inn orðinn fintm skip, þ.e. 3 vertíðarskip og 2 togarar. Guðmundur Ingvarsson, sem einnig er í Eldeyjarhópnum, spáði þó betur og taldi að fiot- inn gæti verið orðinn sex skip eftir rúnit ár, þ.e. 4 vertíðar- skip, einn millitogari og einn stærri. Jón og Banki Eldeyjar-Boði og Eldeyjar- Hjalti eru fyrstu skipsnöfnm í væntanlegum skipastól Eld- eyjar hf. En það eru fleiri nöfn sem má nota i þessari keðju, s.s. nöfn er enda á drangur, grunnur og jafnvel Eldeyjar- Banki. Gárungunum finnst þó rétt að nefna eitt skipið í höf- uðið á Jóni Norðfjörð, stjórn- arformanni, og nefna það ein- faldlega Eldeyjar-Jón. Þaðeða Eldeyjar-Banki gæti orðið nafnið á fiaggskipinu þegar það kænti. Sigurjón selur Quelle Njarðvíkingurinn Sigurjón í Quelle, eins og menn nefna hann sín á milli, hefur nú selt þetta fyrirtæki sitt og er kaup- andi þess Þýsk-íslenska versl- unarfélagið hf. Queile-inn- fiutningsverslunin hefur verið vel þekkt vörumerki hér á iandi undir stjórn Sigurjóns Guðbjörnssonar. Kiddi rótari í bingódreifingu Kristinn Th. Haraldsson, eða Kiddi rótari, eins og flestir Suðurnesjamenn þekkja þenn- an duglega Keflvíking, hefur nú tekið aðséryfirumsjón með dreifingu bingóspjalda Stöðv- ar 2 og Styrktarfélagsins Vogs. Hér syðra er mikill áhugi fyrir bingói þessu og ekki minnkaði hann nú. þegar 1 vinningur, i 100 þús. kr. Volvo-bíll fór til Sandgerðis.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.