Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Side 10

Víkurfréttir - 21.01.1988, Side 10
10 Fimmtudagur 21. janúar 1988 murt julUt Boði CK-24, sem mun fá nafnið Eldeyjar-Boði GK-24, kom á þriðjudag úr sinni fyrstu veiði- ferð á vegum Eldeyjar hf. Ljósm.: epj. Góð sala hjá Boða GK Fyrsta uppboðið á fiski Boða GK, eftir að Eldey h.f. eignaðist skipið, fór fram á Fiskmarkaði Suðurnesja á mánudag. Var þá áætlað að hann myndi landa á þriðju- dag 10-11 tonnum af línu- fiski sem væri 80% þorskur, 15% ýsa og restin aðrar teg- undir. Varð salan sú hæsta sem fékkst þann daginn á mark- aðinum eða 42,50 kr. meðal- verð á hvert kíló. Var þorsk- urinn sleginn Guðmundi Ingvarssyni v Garðskaga, á 43 kr. pr. kg. Ysan fór á 51 kr. pr. kg., lúðan á 130 kr. pr. kg. og aðrar tegundir minna. mun iuOit Fimmtudagur 28. janúar 1988 11 ista framtak í sjávarútvegi" - segir Bragi Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Eldeyjar hf. Hver er maðurinn sem ný er sestur í framkvæmda- stjórastól hins nýstofnaða al- menningshlutafélags, Eld- eyjar h.f. hér á Suðurnesjum og hvað er að gerast hjá þessu merka fyrirtæki? Til að fá svör við þessu heimsótti blaðamaður hinn nýja framkvæmdastjóra með ósk um téðar upplýsingar. Gefum honum því orðið: „Nú, Bragi Ragnarsson heiti ég og er ættaður úr Álftafirði við ísafjarðardjúp. Eg hóf ungur sjómennsku eins og unglingar í sjávar- þorpum, byrjaði sjómennsku 1964 á línubát frá Súðavík er hét_ Svanur. Ég er vélskólamenntaður, lauk Vélskóla íslands 1973 og starfaði eftir það í 11 ár sem yfirvélstjóri á Bessa frá Súðavík. 1981 fór ég aftur á stað við nám og þá í útgerð- ardeild Tækniskóla Islands og lauk þar námi 1983 sem útgerðartæknir. Frá 1984 hef ég verið við eiginn rekstur, rekið sportvöruverslun að Suðurlandsbraut 6. Nú, ég hef beðið í róleg- heitum frá 1983 eftirað kom- ast að útgerðinni aftur sem útgerðarstjóri eða fram- kvæmdastjóri og er komið að því í dag að ég er orðinn framkvæmdastjóri fyrir út- gerðarfélagið Eldey og hef mikinn áhuga á. Er þetta, að ég held, eitt öflugasta fram- tak sem hefur gerst í íslensk- um sjávarútvegi og ég held að það þurfi að leita langt aft- ur í tímann til að finna svona sterkt átak félaga og ein- staklinga. Við erum búnir að gera kaupsamninga að tveimur skipum. Fyrsta skipið er komið af stað og byrjaði sem mér finnst mjög skemmti- lega. Fór út á föstudags- kvöld til að prófa hvort allt væri í lagi, réri hérna út á Grunnið, lagði 5 bjóð og fékk rétt rúmlega í soðið og það virkaði allt eins og það átti að gera. Hóf hann síðan veiðar núna á sunnudagskvöldið með tvær setningar, þ.e. 90 bjóð, og lofar fyrsti almenni róðurinn góðu. Fengum við hæsta verðið á markaðinum hér á mánudag, seldum þar fyrir á milli 420 og 450 þús- und, mjög gott verð fyrir ýsu og dýrari tegundir eins og lúðu. Við hér hjá Eldey erum á fullu að undirbúa hlutabréf og skuldabréf og verðum með það tilbúið næstu daga. Er mikil vinna framundan við að ná til fólksins sem skrifaði sig fyrir hlutum og látum við vita þegar allt er tilbúið hjá okkur að taka á móti því og finna sameigin- legan tíma. Stjórnarmenn í Eldey eru mjög áhugasamir og hafa unnið ótrúlega gott starf á stuttum tíma. Stjórnarfundir eru haldnir allt að tvisvar til þrisvar í viku eða eins oft og þörf þykir og standa oft lengi, því vinna þarf úr mörgum málum. Finnst okkur að við höfum góðan byr hjá fólki og fylgist það mjög vel með því sem við er- um að gera og er áhugasamt um það hvað skipin verða mörg til að byrja með. Erum við reyndar komnir með tvö skip og erum að vinna að þriðja skipinu. Hvaða skip það verður er ekki klárt enn í dag en við skoðum allt vel, bæði rekstr- arlega og stjórnunarlega, hvernig skipin eru útbúin, ástand þeirra og hvort hægt sé að gera þau út. Er þetta allt skoðað ofan í kjölinn og gerð nákvæm rekstraráætl- un. Þetta er nú starfið eins og það lítur út í dag, erilsamt, mikil hlaup til og frá og í mörg horn að líta. En að lok- um vil ég segja að starfið leggst mjög vel í mig. Ég er mjög vel búinn undir starfið og tel mig vera með mjög góða menntun sem vélstjóri og útgerðartæknir og þekki allar greinar sjávarútvegs- ins.“ Bragi Ragnarsson. SJÓNVARPS BINGÓ Á STÖÐ2 ÚTSÖLUSTAÐIR Á SUÐURNES JUM: Vogar: Söluskáli Esso Grindavík: Verslunin Báran og Verslunin Skeifan Njarðvík: Biðskýlið og Frístund Keflavík: Aðalstöðin, Hafnargötu 13 og 86 Sandgerði: Verslunin Aldan Garður. Bensínstöð Esso ♦ OGUR Li , STYRKTARFÉLAG Nýir eig- endur að snyrti- og nuddstofu Rósu Guðna í Keflavík Séð inn á stofuna eftir breytingarnar. Ómar Ingvarsson og Bjarni Kristjánsson ásamt þeim Rósu Guðnadóttur og Guðlaugu Sigurðardóttur. Ljósm.: pket. ^ Viltu prófa pönnupizzu ^ - eða ítalskan núðlu- Jíi rett með rjomasosu? P' Við verðunT á ítölsku línunni um helgina. Líttu við ef þú vilt eitthvað ljúft í munn. Lúffengir skyndiréttir. X. ..V v Sími14777 Hafnargötu 62 i Eigendaskipti hafa orðið á Snyrti- og nuddstofu Rósu Guðna, Hafnargötu 31 í Keflavík. Nýju eigendurnir eru þau Bjarni Kristjánsson, Sigríður J. Jónsdóttir' og Ómar Ingvarsson. Tóku þau við rekstrinum um áramótin. Nafn stofunnar verður áfram það sama og Rósa Guðnadóttir og Guð- laug Sigurðardóttir munu áfram starfa á stofunni. Rósa er nuddari og snyrtifræðing- ur en Guðlaug er nuddari. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu til hins betra. Á stofunni eru tveir nuddbekkir ásamt jafnmörg- um sturtuklefum, svo og gufubað. Einnig er sérstakt herbergi, þar semsnyrtiþjón- usta fer fram, auk setustofu. Vöttur SU-3, sem nú heitir Eldeyjar-Hjalti, í Eskifjarðarhöfn. Kona! Bættir þú á þig kflóum um jólin? Hún Inga frá Clarins kynnir megrunar- og styrkingarkremin í apótekinu, föstudaginn 22. janúar frá kl. 13-18. APÓTEK KEFLAVÍKUR ÞORRABLOT - ÞORRAHELGI Á GLÓÐINNI NÝTT - NÝTT Þorrabakki (pakki) til að taka með heim. Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld verður „TROG“-fullt þorrahlaðborð á Glóðinni frá kl. 18.30 til 22.00. Láttu stjana við þig - þú átt það skilið. Pantaðu borð eða bás í síma 11777. Steinar Guðmundsson, píanóleikari, verður með á nótunum öll kvöldin. Sími 11777 /m Veitingahús Veislueldhús Bar Sími 91-673560 og 91-673561

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.