Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 9
yfiKun juUit Brunavarnir Suðurnesja: Helmings fækkun útkalla árið 1987 Þau tilvik, þar sem allt lið- ið var kallað út hjá slökkvi- liði Brunavarna Suðurnesja, fækkaði um helming á síð- asta ári miðað við árið áður. Var brunatjón yfirleitt lítið nema þegar eldur kom upp hjá Þroskahjálp og síðan hjá Nesfiski í Garði. Varð tjónið í fyrra tilfellinu rúmar þrjár milljónir en tugir milljóna í hinu síðara ef það náði þá ekki hundrað milljónum. í síðara tilfellinu hjálpuð- ust þrjú slökkvilið við að slökkva eldinn en erfiðlega gekk þó að hemja hann sök- um þess að hér var um gamla byggingu að ræða, sem ekki var nægjanlega skipt niður í brunahólf að inati slökkvi- liðsstjóra BS, Ingaþórs Geirssonar. Varð þarna geysihörð sprenging í frysti- Idefa hússins og mesta mildi að ekki skyldi hljótast af slys á mönnum. En um 60 manns unnu við slökkviliðsstörf í byggingunni. AIls var liðið kallað út 15 sinnum en auk þess voru fáir menn kallaðir út þrjátíu og fjórum sinnum. Skiptust út- köll þessi niður á öll aðildar- sveitarfélög Brunavarnanna en auk útkallanna voru haldnar 13 æfingar á árinu, að því er fram kemur í árs- skýrslu slökkviliðsstjóra. Vekur athygli að langflest út- kallanna voru á daginn milli kl. 9 og 12 og 15 til 18. Fimmtudagur 11. febrúar 1988 9 Margir læra vinnukonugrip Þessa dagana stendur yfir námskeið í gítarleik í Tónlistarskólanum í Keflavík. Þátttaka á námskeiðinu fór fram úr björtustu vonuni og eru þátttakendur 20 talsins. Kennd eru svokölluð vinnukonugrip og á meðfylgjandi mynd má sjá gítarleikarana sem mættu í fyrsta tímann. Ljósm.: hbb. ðskar opnar einkaklúbb í síðasta tölublaði sögð- um við frá því að Oskar Arsælsson væri að bæta við sig tveimur, nýjum veitingastöðum og væri þar með kominn með þrjá veitingastaði í Keflavíkog Njarðvík frá áramótum. En nú hefur Oskar gert enn betur og tekið ákvörðun um tvo staði til viðbótar og er með einn enn í sigtinu. Þessir tveir nýju eru annars vegar í húsnæði því sem verslunin Hjá Gerðu var áður, sá staður verður skyndibitastaður í tengslum við Tompia- borgara á Fitjum en Osk- ar hefur fengið einkaleyfi á sölu á Tomma-borgur- um á Suðurnesjum. Hinn nýji staðurinn er einkaklúbbur á efstu hæð- inni í Bústoðarhúsinu. Verður þar rekinn 350 manna klúbbur þar sem félögum verður seldur aðgangur í 6 mánuði í senn. Þar verða vínveit- ingar, diskótek o.fl. Þá hefur hann verið með kaup á pizzaátaðnum í sama húsi og Brekka er til íhugunar en Óskar taldi þó ólíklegt að af þeim kaupum yrði. Ef það yrði „væri komið nóg“ eins og hann orðaði það í samtali við blaðið enda staðirnir þá orðnir 6 að tölu frá áramótum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.