Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 3
\fiKun
Óhrjálegur fiskur bíður lestunar í flugvél á Keflavíkurflugvelli síðasta fimmtudagskvöld.
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 3
Sumir kassanna voru brotnir og fiskurinn víða þurr og óásjá-
legur. Ljósm.: epj.
ÓHRJÁLEGUR FISKURTIL FRAKKLANDS
Fyrir síðustu helgi voru
flutt úr með sérstakri flutn-
ingaflugvél 40 tonn af fiski
sem fór á markað í Frakk-
landi. Fiskur þessi var fluttur
út á vegum Flrímfells h.f. í
Hafnarfirði en frá honum var
gengið hjá fyrirtækinu Frost-
rós í Höfnum.
Frágangur fisksins var þó
allt annað en til sóma. Var
hann í svokölluðum gáma-
kössum sem eru hvítirkassar
úr þunnu einangrunarplasti.
Voru kassar þessir loklausir
og þó nokkuð um að þeir
væru brotnir. Auk þess sem
ýmist var of mikið í þeim eða
að fiskurinn væri óísaður og
frekar óhrjálegur að sjá.
Vegna þessa hafði blaðið
samband við Ríkismat sjáv-
arafurða og þar varð Guð-
rún Hallgrímsdóttir for-
stöðumaður fyrir svörum.
Sagði hún að lýsing á frá-
gangi þessum væri hræðileg
og því ærin ástæða til að
kanna hvort þessi aðili hefði
útflutningsleyfi. Eftir að það
hafði verið kannað sagði
Guðrún að komið hefði í ljós
að svo hefði veriðen hinsveg-
ar hafi Frostrós ekki haft
vinnsluleyfi. Hefðu það því
verið mistök af hálfu ríkis-
matsins að leyfa útflutning
þennan, þar sem pappírarnir
voru ófullnægjandi.
„Hefði því átt að stöðva
þennan útflutning, en við-
komandi ráðuneyti hefur
verið tilkynnt um þessi mis-
tök okkar svo og kaupend-
unum ytra,“ sagði Guðrún í
samtali við blaðið.
BREKKA er heimilisleg
og maturinn eítir því . . .
Pizzurnar okkar eru pottþéttar,
og við keyrum þær heim frítt
föstudaga og laugardaga eftir kl. 17.
Nýi Útsýnarbæklingurinn liggur frammi hjá okkur og
kynningarmyndband frá sumaráætlun '88.
Tökum aö okkur
veislur, mann-
fagnaði og þorra-
blót. - Útvegum
sali ef óskaö er.
Tom^abory
NÝTT - NÝTT
Heit súpa og
ódýr heimilismatur
í hádeginu.
TOMMA
HAMBORGARAR
Fitjum - Njarðvik - Simi 13448