Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 1
Landsbókasaf ’
Safnahúsiriu
101 Reykjaví
6. tbl. 9. árg. Fimmtudagur 11. febrúar 1988
Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds:
Dómsvaldið
til Hafnarfjarðar?
Gjörbreyting verður á
dómskerfi landsins ef drög
þau af frumvarpi til laga um
skipan dómsvalds og
umboðsvalds í héraði verða
samþykkt. Þar er gert ráð
fyrir að landinu verði skipt í
sjö umdæmi héraðsdóm-
stóla.
Nel'nd sú sem unnið hefur
að drögum þessum var sett á
stofn til að fjalla um aðskiln-
að framkvæmdavalds og
dómsvalds. Er búist við að
nefndin skili ráðherra aliti
sínu nú næstu daga.
Meðal annars er gert ráð
fyrir því í drögum þessum, að
í Hafnarfirði verði staðsettur
Héraðsdómstóll Reykjaness
sem nái til Kópavogs, Garða-
bæjar, Bessastaðahrepps,
Hafnarfjarðar, Vatnsleysu-
strandarhrepps, Grindavík-
ur, Njarðvíkur, Keilavíkur,
Miðneshrepps, Gerðahrepps
og Hafnahrepps. Alls eiga
sjö slík umdæmi héraðsdóm-
ara að vera á landinu.
Er vonast til að frumvarp
þetta verði nú á næstu vikum
lagt fyrir Alþingi og taki gildi
á næstu 2-3 árum. Verði
þetta samþykkt óbreytt
þýðir það afturför fyrir
okkur Suðurnesjamenn, sem
áður þurftum að fara til
Hafnarfjarðar, eða þar til
Gullbringu- og Kjósarsýslu
var skipt og við fengum sér
sýslumann með aðsetri í
Keflavík.
„Ungfrú
Yfirtaka landshafnanna:
Suðurnes
1988“
Þrír fyrstu
þátttakendur
kynntir
Bæjarráð Keflavíkur:
Skilvísir
fá 8%
afslátt
Bæjarráð Keflavíkur
hefur samþykkt að þeirsem
greiða fasteignagjöld sín
upp að fullu fyrir 1. mars
n.k., fái 8% afslátt af gjald-
inu.
Eins og sagt var frá í síð-
asta tölublaði bar Drífa
Sigfúsdóttir upp tillögu
þess efnis á síðasta fundi
bæjarstjórnar, að þeirgjald-
endur er greiddu fyrir 16.
febrúar fengju 6% afslátt.
Var tillaga Drífu vísað til
bæjarráðs með 8 atkvæð-
um. Varumræddsamþykkt
bæjarráðs samþykkt nú á
þriðjudag.
Óeining um Helguvík
Ljóst er að innan bæjar-
stjórnar Keflavíkur er ekki
samstaða um að Helguvíkur-
höfn falli inn í yfirtöku bæj-
arfélaganna Keflavíkur og
Njarðvíkur á Landshöfninni.
Eru niðurlagsorðin í fréttinni
í síðasta tölublaði því röng,
enda miðuðust þau við að
fullt samkomulag væri um
málið.
Til að fá gleggri fréttir um
óeiningu þessa og þar sem
blaðamanni var meinuð seta
á bæjarstjórnarfundinum í
Keflavík meðan umræða um
málið fór þar fram, höfðum
við samband við fulltrúa
beggja stjórnmálaflokkanna
sem sitja í stjórnarandstöðu í
bæjarstjórn Keflavíkur.
,,Það er ekki eining um
niálið á þessu stigi og égefast
um að við kjörnu bæjarfull-
trúarnir höfum heimild til að
vera með Helguvíkurhöfnina
inn í þessum pakka,“ sagði
Ingólfur Falsson, Sjálfstæð-
isflokki, og hélt síðan áfram:
„Eg gæti þó hugsað mér að
gert yrði bráðabirgðasam-
komulag til þriggja ára um
rekstur og yfirtöku lands-
hafnarinnar í núverandi
mynd. Þegar Helguvíkur-
höfn verður afhent þyrfti að
endurskoða samkomulagið.
Vil ég einnig láta kynna fyrir
íbúum beggja byggðarlag-
anna kosti og galla við sam-
einingu þeirra og þegar því
væri lokið gætum við rætt
þessi mál öll nánar.“
„Eg get ekki séð hvað
Helguvíkin hafi að gera í
þessu máli, þar sem ríkið er
að afhenda okkur Lands-
höfnina. Efast ég um að
bæjarstjórn Keflavíkur hafi
heimild til að fjalla um mál-
ið út frá því sjónarmiði aðaf-
henda Helguvíkina. A bæjar-
stjórnarfundinum var aðeins
reifuð hugmynd um bráða-
birgðasamkomulag um
þetta, þ.e. án Helguvíkur og
get ég fallist á það,“ sagði
Magnús Haraldsson,
Framsóknarflokki.
Síðan hélt hann áfram:
„Eg mun lýsa þessum sjón-
armiðum mínum á næsta
bæjarstjórnarfundi og
mótmæla því um leið að
Helguvík verði með í þessu.“
- Sjá miðopnu