Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 yfiKun jiOtU - ATVINNA - ATVINNA - Þjálfari óskast Fimleikafélag Keflavíkur ósk ar eftir að ráða þjálfara til félagsins nú þegar. Upplýsingar gefnar í íþróttahúsi Myllubakka- skóla, föstudag kl. 19.30. Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs er laus til um- sóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Umsóknir sendist undirrituðum sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri ^-4»i=r-*E 'TTkT■ ••• n> Keflavík Laust starf Laust er starf við embætti Bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík, og Njarðvík og Sýslu- mannsins í Gullbringusýslu. Vélritunarkunnátta. Laun skv. launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf óskast sendar undirrituð- um fyrir 15. febrúar n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign.) Sýnishorn af götukortinu yfir Keflavík og Njarðvík. Keflavík - Njarðvík: Útgáfa götukorts framundan Ferðaland, sem er útgáfu- og kynningarfyrirtæki í ferðaþjónustu, hefur ákveðið að gefa út götukort af Kefla- vík og Njarðvík. Verður kort þetta með nýju sniði, sem ekki hefur áður komið fram hér á landi. Teikning þess er þannig að götur bæjarins verða teiknaðar eins og þær sjáist í fjarvídd og landslags- breytingar koma fram á kortinu. Eins koma þarfram allar helstu byggingar, teikn- aðar á þeim stöðum sem þær eru. Til að bera kostnað við gerð þessa korts, þá verða auglýsingar látnar bera kostnað við hönnun þess, prentun og annað, sem til fellur við gerð þess. Kortið sjálft verður í stærðinni 35X23,5 sm og utan um það koma auglýsingareitir, þar sem fyrirtæki, sem hafa hagsmuni af þjónustu við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, auglýsa sína vöru og þjónustu. Til þess að leggja frekari áherslu á hvar við- komandi aðili er staðsettur í sveitarfélaginu, þá kemur lína frá auglýsingunni að þeim stað á kortinu sem við- komandi þjónusta er veitt. Verður bæði um sérútgáfu á kortum þessum að ræða svo og útgáfu í ferðahand- bókinni Land. Á bakhlið ATVINNA Smiði eða menn vana byggingavinnu vant- ar nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 13966 frá kl. 9-12 og í símum 13035 og 14272 á kvöldin. IHúsanesviJ þess munu koma fram ýmsar nýtilegar upplýsingar, bæði á ensku og íslensku. 10 og 11 ára strák- ar játa þjófnaði Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu hefur tekist að upplýsa þjófnaðinn úr Klippóteki, sem greint var frá í síðasta blaði. Að sögn Jóhannesar Jenssonar rannsóknarlög- reglumanns, voru þar að verki 10 og 11 ára gamlir drengir og hefur tekist að hafa upp á mestu af þýfinu úr þeim þjófnaði. I framhaldi af þeirri rannsókn hafa þeir játað á sig að hafa stolið úr versl- unargluggum í versluninni Stapafelli og Reiðhjóla- verkstæði MJ, en á síðast nefnda staðnum brutu þeir auk þess rúðu. Þá hafa þeir játað á sig nokkra hjóla- þjófnaði. HAGKAUP ATVINNA Óskum eftir að ráða starfskraft í kjötdeild. Um er að ræða heils- og hálfs dags störf. Uppl. veitir verslunarstjóri á staðnum eða í síma 13655. HAGKAUP Bílstjóri óskast Óskum aö ráða bílstjóra við eldsneytisaf- greiðslu á KefIavíkurfIugvelIi. Upplýsingar gefur stöðvarstjóri í síma 11481. OLIUFELAGIÐ HF. Starfsfólk óskast í Stokkavör vantar okkur fólk til starfa í móttöku og ýmis fleiri störf. Upplýsingar í síma 14211. Stokkavör hf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.