Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 21
yfiKun \{uUi% Fimmtudagur 11. febrúar 1988 21 - Rætt við útvarpsstjóra Útvarps FS, Innskots, Magnús Hlyn Hreiðarsson í bílnum, matartímanum, vinnunni, frístundum, á dag- inn, kvöldin, morgnana og jafnvel á nóttunni, alltaf erum við að hlusta á útvarp. Utvarpsstöðvum er líka allt- af að fjölga og getum við Suð- urnesjamenn með góðu móti náð sjö til átta útvarpsstöðv- um. Já, útvarpsstöðvum fjölg- ar og í næstu viku bætist ein stöðin í flotann. Þó þessi út- varpsstöð stoppi stutt við, þá fannst okkur sjálfsagt að kynnast stöðinni aðeins. Blaðamaður Víkur-frétta tók útvarpsstjóra stöðvar- innar tali fyrir skömmu, er hann var að gera dagskrár- gerðarmönnum það ljóst, hvenær þeir fengju að senda út þætti sína. - Hvenær verður útvarpið ,,í loftinu"? „Við munum byrja að útvarpa næstkomandi mið- vikudag og sendum út í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana sendum við út frá því klukk- an 10 að morgni til 22 að kvöldi, en á föstudeginum sendum við út frá því kl. tíu til kl. eitt um nóttina“. - Hvað heitir stöðin og hvar er hún? „Utvarpsstöðin er með skráð nafnið Utvarp FS, en í sendingum verður notað nafnið INNSKOT FM 90,0. Stöðin verður staðsett í bóka- safni Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Því miður mun stöðin ekki nást í Grindavík, en hún ætti að nást vel í öðrum byggðarlögum Suðurnesja“. - Inn á hvaða hlustenda- hóp er dagskráin stíluð og hvernig ætlið þið að minna á útsendingarnar? „Dagskráin er höfð þannig að allir geti haft gam- an af. Við verðum með við- talsþætti, tónlistarþætti, skemmtiþætti, harmonikku- þátt, fréttir og fréttatengt efni á öllum mögulegum og ómögulegum tímum. Starfs- menn Innskots 90,0 munu hafa samband við fyrirtæki og stofnanir og óska þess að þau stilli viðtækin á FM 90,0“. - Starfsmenn Innskots? „Starfsmenn útvarpsins eru eingöngu nemendur FS. Það eru um 30 manns sem starfa við Innskot. Einn af starfsmönnunum er skipti- nemi frá Hollandi og von- umst við til að hann geti frætt okkur Suðurnesjamenn urn Holland og unglinga þar í landi“. - Eitthvað að lokum, Magnús? „Verður þú stilltur á FM 90,0“? Magnús Hlynur Hreiðarsson, útvarpsstjóri Útvarps FS, með viðtækið stillt á FM 90,0. Ljósm.: hbb. Dagskrá við allra hæfi áFM90 Ljósm.: OK. Vetrarkyrrð í Selskógi Smáauglýsingar Upptökuvél Til sölu JVC upptökuvél. Uppl. í síma 12213 eftir kl. 18. Ibúö til leigu Einstaklingsíbúö í Njarðvík til leigu strax. Á sama staö vantar 3ja herb. íbúð til leigu eöa ibúða- skipti. Uppl. i síma 14351. Til sölu Saab 96 árg. 74. Þarfnast lagfær- ingar. Annar getur fylgt meö í varahluti. Uppl. í sima 14386. Til sölu páfagaukur i búri. Uppl. í sima 13313. Sævar. Íbúö til leigu Uppl. í síma 12961. íbúö óskast Óska eftir aö taka á leigu i minnst 1 ár 3ja herb. íbuö sem allra fyrst. Uppl. i síma 14565 og 68734 eftir kl. 18. Hjálp - Hjálp Er ekki einhver sem vill leigja okkur 2ja herb. íbúð helst strax? Uppl. i síma 15585. 17 feta frystigámur til sölu. Góður gámur. Uppl. i síma 687325 og 671592 (Reynir). Netaafskurður Netaafskurðarmanneskju vantar við m.b. Hrungni GK-50, sem rær frá Grindavík. Upplýsingar í síma 68755. VÍSIR HF., Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.