Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 16
mun 16 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 juUit Innbrotið í Fjölbraut óupplýst Innbrotið og skemmd- arverkin í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í síðustu viku voru enn óupplýst er blaðið hafði samband við rannsóknarlögregluna í Kefiavík á mánudag. Af innbrotunum í vikunni þar áður hafði tekist að upplýsa það sem varð í Klippótek og eins inn- brot á Reiðhjólaverkstæði M.J. @ Su ðu rnesjamen n1^ Höfum úrval af gómsætum BOLLUM Kirsu j*'e'ch. b°llur \Srð*rb6ria b°C'a' Bfyber/a' b°Hur OPIÐ: Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 10-16 Mánudag, bolludag, kl. 8-18. rBf‘ V- Ný fyrirtæki stofnsett í nýlegu Lögbirtingablaði birtast tilkynningar um ný fyritæki á Suðurnesjum, sem ekki hafa áður verið kynt hér í blaðinu, m.a. þessi: Hugbrot, Sandgerði, sem Lísbet Hjálmarsdóttir hefur stofnestt til hugbúnaðar- smíði. Vélsmiðja Þorsteins og Kára sf., Grindavík. Eins og nafnuð bendir til er þetta þjónustufyrirtæki er lýtur að vélaviðgerðum og almennri járnsmíði í eigu Þorsteins Einarssonar og Kára Magnúsar Ölverssonar. Toliskýrslugerð er einka- fyrirtæki Jónínu Þóru Sigur- jónsdóttur í Njarðvík, og mun annast útfyllingu toll- skjala fyrir allan almennan inn- og útflutning. Hafnargata 25 sf. er firma- nafn í Keflavík sem þau Sig- urður H. Guðmundsson, Svava , Hallgrímsdóttir, Ás- geir Ásgeirsson og Svava Sigurðardóttir reka. Er hér um að ræða félag til kaupa og reksturs fasteigna. Pípulagningaþjónusta Rún- ars er eins og nafnið bendir til almenn pípulagningaþjón- usta í Keflavík í eigu Rúnars Helgasonar. Nýting sf. er fiskverkun í Keflavík í eigu Jens Yngva Arasonar og Eiríks Bjarka Eysteinssonar í Ketlavík, og Viðars Ólafssonar í Njarð- vík. Fés sf. er einnig fiskverk- un og útgerðarfélag í Kefla- vík í eigu Sigurðar Þ. Adólfs- sonar og Halldórs Guð- mundssonar. Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi Höf.: Guðmundur Björgvin Jónsson, Kirkjugerði 5, Vogum. Setning: Prentsmiðja Hafnar- fjarðar hf. Prentun: Stapafell. Bókband: Guðlaugur Atlason. Útg.: Höfundur 1987. Nú fyrir skömmu barst mér i hendur dálítið óvenjuleg bók. Hvað ytra útlit snertir þá er hún fagurrauð með gylltum teikn- ingum á fremri kápu og gylltu letri á kilinum. Efni bókarinnar er ekki síður óvenjulegt. Hér segir frá hverri einustu jörð og ennfremur eyði- býlum í Vatnsleysustrandar- Nýjung á Suðurnesjum! Veislueldhús Flugleiða, Flugstöð Veislumatur við hvers konar tækifæri. Smurt brauð og snittur Fundarsalir fyrir smærri fundi með veitingum í Flugstöð. Matarbakkar fyrir fyrirtæki. Sértilboð fyrir ferminguna - Kalt hlaðborð ■ Kjúklingar ■ Reykt grísalæri ■ Lambasteik ■ Rækjur í hlaupi ■ Graflax ■ Heitur pottréttur m/salati og hvítlauksbrauði 12 manna brauðtertur 1.700 kr. Flugleiðir hf. hreppi. Sagt er frá nöfnum ábúenda, livaðan þeir eru, hvenær fæddir og börn eru upptalin. Sagt er frá ábúendum allt aftur til síðustu aldar og i sumum tilvikum frá því löngu fyrr. Vatnsleysustrandarhreppur skiptist í eftirtalin hverfi: Voga- byggð, Brunnastaðahverfi, Hlöðversneshverfi, Ásláks- staðahverfi, Knarraneshverfi, Auðnahverfi, Kálfatjarnar- hverfi, Innheiðabæi og Vatns- leysubæi. Nú er það svo að í mörgum þessum hverfum hafa myndast byggðakjarnar. Þar er birt mynd af hverju einasta íbúðarhúsi og þar við eru birtar myndir af húsráðendum ásamt fæðingardögum og árum. Þá eru í bókinni kaflar er segja frá mannlífi, þróun, stofn- unum og félögum. Hér eru kaflar sem veita fræðslu um kirkjur, presta, stúku, skóla, lestrarfélag, kvenfélag, sam- göngur, símamál. rafmagnsmál, mjólkurfélag, útgerð, stéttarfé- lag, svinabú, eggjabú, refabú, laxeldi, réttir og þá eru taldir upp ýmsir embættismenn fyrr og síðar. Höfundur þessarar bókar er fullorðinn maður sem á langa starfsæfi að baki. Þegar heilsu hans var þannig komið að hann gat ekki lengur stundað líkam- lega vinnu, sneri hann sér að hinum andlegu störfum og setti saman i eina bók fróðleik um persónur, mannvirki og málefni sinnar sveitar. Ekki er síður at- hyglisvert að maðurinn tekur þá áhættu sem felst í því að gefa bókina út á eigin kostnað. Mér býður i grun að innan tíð- ar muni flestar fjölskyldur í Vatnsleysustrandarhreppi vilja eiga þetta rit. Ennfremur allir burtfluttir og þeir sem ættir eiga að rekja á Vatnsleysuströnd. Bókin mun áreiðanlega ekki rykfalla í hillunni. Hún verður oft dregin fram þegar afla þarf upplýsinga eins og t.d. urn af- mælisdaga fólks. Bókin mun hafa verið gefin út í fremur litlu upplagi og hún fæst hjá höfundi. G.B.G.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.