Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 24
viKun
f/titUl
Fimmtudagur ll.febrúar 1988
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717.
TÉKKAREIKNINGUR
SPURÐU SPARISJÓÐINN
F.v.: Sigurjón R. Vikarsson og Stefán Jónsson, ásamt Birgi Páimasyni prentara, við nýju vélina
Njarðvíkurbær:
Segja allar skrif-
stofustúlkurnar upp?
Allar starfsstúlkurnar á
sk ri fstofu Nja rðvik u rbæjar
liafa undirritað umsókn um
störf hjá Hitaveitu Suður-
nesja. Iiafa þærþóekkienn
sagt uppstörfum hjá bæjar-
félaginu.
Astæðan fyrir umsókn-
um þessum er starfsmat
það sem nýlega tók gildi hjá
Njarðvíkurbæ. I litavcitan
hafnaði starfsmati þessu og
hækkaði þess í stað starfs-
fólkið meira en starfsmatið
hafði gefið til kynna.
Stafar óánægja starfs-
fólksins m.a. af því að hið
nvja starlsmat var þegar
látið taka gildi hjá viðkorn-
andi bæjarfélagi og þar með
skorið niður bílastyrkir og
yfirvinna, svo dæmi séu
tekin. Er ekki vitað til þess
að annað sveitarfélag á
Suðurnesjum hafi brugðist
þannig við starfsmatinu.
Innbrot og skemmd-
ir í Grindavík
Brotist var inn í mynd-
bandalciguna Myndsel við
Hafnargötu í Grindavík að-
faranótt mánudagsins. Þaðan
var stolið happaþrennum og
einhverju af peningum. Þá
mun þjófurinn hafa sturtað úr
skrifborðsskúffu á gólfið,
sjálfsagt í leit að pcningum.
Af verksummerkjum að
dæma virðist þjófurinn síðan
hafa farið yfir í verslunina
Báruna, sem er í sambyggðu
húsi og við það brotið niður
hillur með munum í. Þá mun
hann hafa reynt að stöðva
viðvörunarkerfið sem fór í
gang og braut í þeirn tilgangi
niður bjöllu og reyndi að
brjóta niður þreifarana.
Sást til mannsins er hann
hljóp út og yftr í bíl sem beið
hans. Er málið nú í rannsókn
hjá lögreglunni. hpc/Grindav.
Trillu bjargað
frá strandi
Tveimur mönnum tókst
á föstudag að bjarga trillu-
bát frá því að reka upp í
kletta við Keilavíkurhöfn.
Var það klukkan 17.29 að
neyðarblysi var skotið frá
trillubátnum Rúnu, sem
varð véiarvana utan við
halhargarðinn í Keilavík.
Menn sent voru viðvinnu
í Olíusamlagshúsinu í
Keflavík sáu blysið og
þustu þegar til og fór einn
mannanna ásamt Jóhanni
Péturssyni hafnsögumanni
þegar út á lóðsbátnum
Silfra KE-24. Norðan golu-
kaldi var þegar þetta átti
sér stað og tókst þeim á
Silfra að koma taug yfir í
hinn bilaða bát áður en
hann ræki upp í fjöru, og
draga hann að bryggju.
Að sögn manna sem sáu
atburðinn. hefði getað farið
illa, ef ekki hefði tekist
að manna bátinn strax,
hinum nauðstöddu til
hjálpar.
Frá innbrotsstaðnum í Myndseli. Ljósm.: hpc
Nýlt
flagg-
skipl
Grágás
Á undanförnum mánuð-
um hafa orðið miklar breyt-
ingar á vélakosti prentsmiðj-
unnar Grágás hf. í Keflavík.
Auk þess að hafa tekið í
notkun nýjar vélar í prentun
á tölvupappír hafa aðrar
vélar prentsmiðjunnar einnig
verið endurnýjaðar.
I síðustu viku kom svo
nýtt „flaggskip“ til þeirra
Grágásar-manna, en það er
Heidelberg Sorm prentvél,
sem er mun stærri og full-
komnari en eldri vélin.
Munu Víkur-fréttir verða
prentaðar í þessari nýju vél
og mun blaðið aðeins
minnka við það, en prentað-
ar verða 4 síður í einu í stað
tveggja áður. Er það von
okkar Víkur-fréttamanna að
geta nú boðið upp á meiri lit-
prentun en áður.
16 aðilar
vilja í
Bláa
lónið
Alls lögðu 16 aðilar inn
tilboð í rekstur baðhússins
við Bláa lónið, en Hitaveita
Suðurnesja auglýsti eftir til-
boðum í reksturinn fyrir
stuttu síðan. Að sögn
Ingólfs Aðalsteinssonar,
forstjóra HS, námu
tilboðstölurnar frá 55 þús-
undum upp í 185.600 kr.
á mánuði.'V*
Er nú verið að skoða til-
boðin og er útkomu að
vænta næstu daga.
Djöf . . . var ég sjóvcikur
í fyrstu fcrðinni tncð
..flaggskipinu".