Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 13 ÞATTTAKENDUR I..UNGFRU SUÐURNES 1988 Ef þú vilt stœl og glans þá komdu á ELEGANS. Höfum fengið til liðs við okkur þær Jóhönnu Óladóttur og Ósk Þórhallsdóttur. Öll almenn hársnyrting íyrir dömur og herra. Guðbiörg Fríða Guðmunds dóttir Ingibjörg Sigríður Ármanns dóttir Lilja Guðrún Kjartans dóttir Guðbjörg Friöa er 19 ára Kefiavíkurmær. Húner fædd 11. febrúar 1969 og áeinmitt 19 ára afmæli i dag. Hún stundar nám á tölvu- og viðskiptabraut i Fjölbrautaskóla Suöurnesja og er á þriöja ári. Svo vinnur hún aukavinnu meö skólanum i Sparkaup tvö kvöld í viku. Áhugamál Guðbjargar eru m.a. sund, skiöi og feröalög. i fyrrasumar fór hún m.a.til Kristiansand, sem ervinabær Keflavik- ur, og vann þar viö garöyrkjustörf i 2 mánuöi, en eftir þaö feröaöist hún aöeins um Evrópu. „Þetta var skemmtilegur timi“, sagir Guöbjörg, „og ég hef áhuga á aö feröast meira", aöspurð um fram- tiöaráform. Aöspurö um keppnina og þátttöku í henni segir Guðbjörg hana vera skemmtilega reynslu og hópurinn sé skemmtilegur. Foreldrar Guöbjargar eru Guörún Guðmunds- dóttir og Guömundur A. Ingólfsson. Ingibjörg Sigriöur er 18 ára Sandgerðingur, fædd 30. júni 1969. Hún vinnur á hárgreiöslustofu i Reykjavik, stundar nám i hárgreiðslu i Fjöl- brautaskóla Suöurnesja og er á samningi á hárgreiðslustofu i Reykjavik. Sveinspróf stefnir hún aö því aö taka næsta vor. Áhugamál Ingibjarg- ar er söngur, en hún er einnig i söngnámi i Tón- listarskólanum i Sandgeröi. Framtíðaráform segir hún vera aö Ijúka námi og halda áfram aö syngja. „Jú, ég raula i baöi og hef gaman af“, segir hún. Aöspurö um þátttöku i fegurðarsamkeppninni segir hún vera þroskandi, hópurinn sé góöur og andinn i kringum keppnina. Foreldrar Ingibjargar eru Eva Jónsdóttir og Ár- mann Halldórsson. Lilja Guörún er 19 ára Keflavíkingur, fædd 19. mai 1968. Hún er að nema hárgreiðslu, á eina önn eftir i bóklegu námi en er á samningi hjá Hár- greiöslustofu Pálu i Keflavik. Áhugamál Lilju tengjast hárgreiöslunni, en hún fer einnig á skiöi þegar hún gefur sér tima. Hún er nýflutt i Garðinn, en hún hefur alla tíö búiö i Keflavík. Aöspurö um framtíðaráform sagöist hún fyrst hugsa um að Ijúka námi, en siöan heföi hún jafnvel áhuga á aö setja upp eigln hárgreiöslustofu. „Þaö er aldrei aö vita nema maður opni stofu i Garöinum ', segir Lilja og bætir þvi viö, aö þátttaka í svona keppni sé góö reynsla og skemmtileg. Foreldrar Lilju Guörúnar eru Erla Sigurjóns- dóttir og Kjartan Sigurösson. Pantið tíma í sima Vatnsnestorgi Ljósm.: Studio Heimis Ljósm.: Studio Heimis Ljósm.: Studio Heimis Við á Langbest bjóðum ykkur alla okkar rétti heimsenda ykkur að kostnaóar- lausu, föstudaga og laugardaga frá kl. 17-23. Ókeypis heimkeyrsla Okkar vinsæla svínakjöt í súrsætri sósu veróur á boðstólum um helgina og alla daga framvegis. Alltaf í hádeginu: Ódýrir og góðir fiskréttir og rjómasúpa til að borða á staðnum eða taka með á vinnustaðinn. Allir í fjölskyldunni fá glaðning frá Langbest. Hringið og pantið tímanlega. Eldbakaðar pizzur - þær bragðast betur. Chick-King - kjúklingabitar Hamborgarar Fiskréttir Samlokur Sími 14777 Hafnargötu 62 Vandaðar vörur fyrir fágaðan smekk Viljir þú vin gleðja, þá veldu honum eitthvað sérstakt. Hef til sölu úrval málverka og grafíkmynda eftir þjóð- kunna listamenn. INNRÖMMUN SUÐURNESJA Vatnsnesvegi 12 - Keflavík - Sími 13598 Elizabeth Arden og Ungfrú Suðurnes Stúlkurnar i keppninni „ Ungfrú Suðurnes '88 eru snyrtar með ELIZABETH ARDEN snyrti- vörum, á kynningarmyndunum, sem fést i * snyrtivöruversluninni GLORIU i Samkaupum. \ GLOKM í • SNYRTIVÖRUVERSLUN ■ SAMKAUPUM - NJARÐVÍK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.