Víkurfréttir - 18.02.1988, Síða 9
VIKUR
jiuUi
.Jveir fjársterk-
ir aðiiar eru á
bak við mig“
- segir Óskar Ársælsson, veitingahúsaeigandi,
í Víkur-fréttaviðtali
Hann Óskar hefur ekki farið
varhluta af henni Gróu á Leiti
að undanförnu, enda kannski
ekki að furða eftir þá óvenju
Itröðu atburðarás að hafa
opnað eða sé að opna 4 veitinga-
staði á nokkrum vikum. Auk
þess að vera með einkaklúbb oy
jafnvel hótel í farvatninu.
Hvernig er þetta liægt og
hvaða áform eru framundan hjá
þessum manni? Til að fá svör
við þessu öllu birtum við hér við-
tal við Óskar Ársælsson, þar
sem hann leysir frá skjóðunni.
Fyrsta spurningin er þessi:
- Veitingastaðurinn Brekka,
Tontma-borgarar, Skyndi-
bitastaður við Vatnsnestorg og
Kína-torg, - hvað kostar þetta
allt?
„Það er ljóst að þessar fjórar
fjárfestingar nenta unt 24 rnillj.
króna“.
- Hvernig ferðu að fjár-
magna þetta, og ertu einn í
þessu?
„Tvö stór fyrirtæki á lands-
vísu hafa veitt mér stuðning
með baktryggingu í þessu.
Hafa þau yfirfarið öll ntín
áform varðandi staðina fjóra
og samþykkt það sem ég er að
gera í þeim efnum“.
Óskar Ársælsson
rekið alla þessa staði og hafa
reksturinn á þinni hendi?
„Ég er búinn að ráða for-
stöðumenn fyrir hvern þessara
staða og munu þeir alfarið sjá
um reksturinn, enda verður
hver rekstrareining að standa
undir sér án stuðnings frá ann-
arri. Síðan mun ég stofna sér
fyrirtæki um hverja rekstrar-
einingu. Sjálfur mun ég hafa í
nógu að snúast vegna annarra
verkefna sem ég er að ráðast
í“.
- Hvað með einkaklúbbinn?
„Ljóst er að ég læ ekki hús-
næði í Bústoðarhúsinu og er
því að sverma t'yrir öðru hús-
næði í Kellavík. Ég þarf á 4-
500 ferm. húsnæði að halda
undir klúbbinn, ef ég fæ ekki
leiguhúsnæði mun ég ráðast í
hótelbyggingu, því ég stefni að
því að opna klúbbinn á næstu
6 mánuðum".
- Hótelbygging, hvað áttu
við?
„Vinur minn í London erað
kanna möguleika á byggingu
100 herbergja hótels með 5000
manna hljómleikasal, sem
byggt yrði við bæjarmörk
Keflavíkur og Njarðvíkur. Þetta
hótel mun verða byggt upp í
kringum klúbbinn og í nán-
um tengslum við vel þekkta er-
lenda hótelkeðju. Að svo
stöddu er ekki hægt að greina
frá því hvaða hótelkeðja hér er
um að ræða, en þarna verður
sundlaug og útiyistarsvæði".
- Aætlarðu þá að byggja
bæði hótelið og húsnæðið
undir klúbbinn upp um leið?
„Nei, fyrst verður það hús-
næðið undir klúbbinn, hitt
keniur svo á eftir“.
- Er einhver markaður fyrir
rekstur einkaklúbbs?
„Já, það verða engin vand-
kvæði með rekstrargrundvöll
fyrir hann. Þá hefurt.d. Hótel
Keflavík ákveðið að styðja við
klúbbinn og munu þeir kaupa
ákveðið magn að aðgangskort-
um, sem þeir munu síðan nýta
fyrir hótelgesti sína. Enda
getur fólk þá komið hingað til
að sjá flottasta einkaklúbbinn
á Islandi".
- Ertu þá einnig farinn að
hugsa út í ferðamannaiðnað-
inn?
„Já, ég hef ákveðið að setja
Keflavík og Njarðvík á kort
ferðamannsins og verður því
ekki um neitt smástökk að
ræða inn í ferðamannaiðnað-
inn hér á Suðurnesjum. Þá hef
ég ákveðið að verði hagnaður af
einhverjum þessara veitinga-
staða, svo og klúbbnum, að
nota hann til að fegra um-
hverfið".
- Að lokum, Oskar, þú seg-
ist vera búinn að ráða for-
stöðumenn, hvernig ætlar þú
að lifa á meðan undirbúningur
fyrir frekari rekstri stendur
yfir, fyrst þú hættir afskiptum
af stöðunum?
„Ég fæ að borða á einhverj-
um staða minna og kannski
þjóna um helgar, annars verð
ég bara að koma mér vel við
mína nánustu meðan þetta er
að ganga yfir“, sagði Óskar
léttur í bragði".
- Hvernig ætlar þú að geta
FERMINGAR-
HLAÐBORÐ
• Sjávarréttir í hlaupi
• Fiskipaté m/kaldri fiskisósu
• Kaldur soðinn lax
• Tvær teg. síld m/brauði og smjöri
• Kaldir kjúklingar
• Kalt roast beef
• Kalt reykt grísalæri
• Heitur lambapottréttur
m/eplasalati og hrísgrjónum
• Heitar og kaldar sósur, grænmeti
kartöflur og salat
kr. 1.100.-
Lánum leirtau ykkur að kostnaðar-
lausu. - Leitið nánari upplýsinga í
símum 14040 og 14166.
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 9
Háii vextir
Grunnvextir á Kjörbók
eru nú 34% á ári og leggjast þeir við
höfuðstól tvisvar á ári.
Ef innstæóa eða hluti hennar
hefur legið óhreyfð i 16 mánuöi
hækka vextir í 35.4%
og i 36% eftir 24 mánuöi.
Þrepahækkun þessi er afturvirk,
hámarks ársávöxtun er þvi allt aó
40.2% án verðtryggingar.
Verðtrygging
Á 3ja mánaöa fresti er ávöxtun
kjörbókarinnar borin saman við
ávöxtun 6 mánaða bundinna
verötryggðra reikninga.
Reynist ávöxtun verðtryggðu
reikinganna hærri er greidd uppbót
á Kjörbókina sem þvi nemur.
Orugg
og óbundin
Þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu
er innstæöa Kjörbókar alltaf laus.
Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0.85%,
en reiknast þó ekki af vöxtum tveggja
siðustu vaxtatimabila.
Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt
sparnaöarform.
Landsbanki
íslands
Keflavikurflugvelli,
Sandgeröi, Grindavík
FR-deild 2
Aðalfundur
verður haldinn á Víkinni, Hafnargötu 80,
Keflavík, n.k. sunnudag kl. 14.
Stjórnin