Víkurfréttir - 18.02.1988, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 18. febrúar 1988
FUNDIR
Sálar-
rannsóknar-
félag
Suðurnesja
- MANNFAGNAÐIR
Enski skyggnilýsingamiðill-
inn MEGAN BORROGH mun
starfa á vegum félagsins á
næstunni. Þeir félagsmenn
sem vilja tryggja sér miða, er
bent á miðasölu í húsi félags-
ins að Túngötu 22 í Keflavík,
sunnudaginn 21. feb. frá kl. 14
til 18. Eftir það verða miðarnir
seldir öðrum.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja
Almennur skyggnilýsinga-
fundur með miðlinum Terry
Trace verður í húsi félagsins,
Túngötu 22, í kvöld, fimmtu-
dag, kl. 20.30. - Öllum heimill
aðgangur.
Aðalfundur
Skíðafélags
Suðurnesja
verður haldinn n.k. mánudag 22. febr. kl.
21 í Holtaskóla, Keflavík.
Minning:
Valgerður Pétursdóttir
Fædd 7. júní 1912
Dáin 9. febrúar 1988
í gær var kvödd hinstu
kveðju frá Keflavíkurkirkju
Vaigerður Pétursdóttir, fyrr-
um matráðskona Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs, en
Valgerður lést skyndilega
þann 9. febrúar s.l. Langar
mig að minnast hennar með
nokkrum fátæklegum orðum.
Kynni okkar Valgerðar hóf-
ust að marki á árinu 1973 þeg-
ar ég og fjölskylda mín flutti í
húsið nr. 16 við Vallargötu í
Keflavík. Þá um leið gerðumst
við næstu nágrannar Völlu og
Braga en svo voru þau Val-
gerður Pétursdóttir og Bragi
Halldórsson ætíð nefnd í vina-
hópi. Varð fljótt mikill sam-
gangur milii heimila okkar,
enda voru þær Valgerður og
Svanhildur, konan mín, ná-
náskyldar eða systkinabörn.
Fijótlega varð mér það ljóst
hve mikil afkastakona hér var
á ferðinni, þar sem Valgerður
var. Samt gekk réttsýni og till-
itssemi við þá, sem voru
minnimáttar, eins og rauður
þráður í eðli Valgerðar.
Mun ég minnast Valgerðar
fyrir góðvild hennar og alúð
við fjölskyldu mína og hvað
henni tókst oft að snúa fóiki,
mim
jútUx
sem kom Ieitt til hennar, svo
það fór frá henni glaðlynt.
Sendi ég og fjölskylda mín
eftirlifandi eiginmanni, börn-
um, barnabörnum og öðrum
ættingjum innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi Guð hjálpa
ykkur og styrkja á erfiðum
tímunr.
Emil Páli Jónsson
Breytingar á Grindavlkurflotanum
Frá áramótum hafa orðið
nokkrar nafna- og eigenda-
breytingar meðal báta í fiski-
skipaflota Grindvíkinga. Þær
helstu eru að Faxavík GK 727,
sem bættist í flotann í haust,
hefur verið seld aftur. Jafn-
framt hefur eldri Faxavíkin,
36 tonna eikarbátur, verið seld
innan sveitar og ber nú nafnið
Harpa II GK 101 í eigu Gull-
víkur h.f.. Harpa II sem áður
var hefur hlotið nafnið Faxa-
vík GK 727 í eigu Skúla Magn-
ússonar. Sá bátur er 16 tonna
eikarbátur.
Þá hefur Ingólfur GK 125
frá Grindavík nú verið skírður
upp og heitir Tengsæll GK 262
í eigu Jens Óskarssonar o.fl.
Sá bátur er 22 tonna eikarbát-
ur.
Þá hefur bátur Eldeyjarh.f.,
Vöttur SU 3, fengið nafnið
Eldeyjar-Hjalti, en ber enn
sama skrásetningarnúmer.
Mun sá bátur þó fá nýtt skrán-
ingarnúmer GK 42. Og í
kringum áramót bættist nýtt
skip í flotann, Hákon ÞH, í
eigu Gjögurs h.f.. Sá bátur
mun þó trúlega lítið vera gerð-
ur út frá Grindavík sökum
stærðar sinnar, en er nú á
loðnuveiðum.
Greiðendur fasteignagjalda
í Keflavík
Bæjarsjóður minnir á að 10% afsláttur
er veittur þeim sem greiða
fyrir 1. mars n.k.
BÆJARSJÓÐUR
KEFLAVÍKUR
Bláa lónið:
Nýr rekstraraðili
að baðhúsinu
Stjórn Hitaveitu Suður-
nesja hefur samþykkt að
ganga til samninga við
þann aðila sem átti hæsta
boðið í rekstur baðhússins
við Bláa iónið. Eru hér á
ferðinni tvær fjölskyldur
sent slógu sanian og buðu
185.600 kr. á mánuði fyrir
að sjá um reksturinn.
Að sögn Hermanns
Ragnarssonar, eins þessara
aðila, er það kona hans,
Ingibjörg Finnsdóttir, og
Guðmundur Guðbjörns-
son og Sigurlaug Finns-
dóttir, sem standa að tii-
boði þessu. Reikna þau
með að Guðmundur muni
hafa umsjón með þessu að
mestu, ef þau fá starfið.
Njarðvík:
Eigandi nýsmíðar
Komið hefur í ljós að ný-
smíði sú sem við greindum frá í
síðasta tölublaði fyrir Sand-
gerðinga, er í eigu Njarðar hf.
Miðast samningur þessi, eins
og fram kom í síðasta tölu-
blaði, við að Fiskveiðasjóður,
Byggðasjóður og stjórnvöld
samþykki smíði þessa.
Er ætlunin að skip þetta
komi í stað Blika ÞH, sem
Njörður hf. hefur tekið úr
notkun. Unt yrði að ráða 26 m
langt og 7,5 m breitt skip sem
hefði frystiaðstöðu um borð.
Eins og fram kom í síðasta
blaði yrði það smiðað á
Isafirði.