Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Síða 18

Víkurfréttir - 18.02.1988, Síða 18
viKim 18 Fimmtudagur 18. febrúar 1988 (UW* r Iþróttapunktar * Drcgið var í 8 4iða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins í beinni útsendingu hjá Bjarna Fel. á laugardaginn var. Þrjú Suðurnesjalið voru í pottin- um, A og B-lið UMFN og UMFG. Bikarmeistarar UMFN fengu létta mótherja, UBK, B- liðið fékk Hauka og Grindvíking- ar fengu ÍR. Lcikið er heima og heiman. I kvcnnadeildinni lentu Kcflavíkurdömurnar á móti Stú- dínum og UMFN fékk ??????? * Ekkert lát er á velgengni yngri flokka ÍBK í körfuholtan- um. Flestir flokkar eru á leið í úr- slit bæði í kvcnna- og karlaflokki. Sigurganga 2. flokks kvenna und- anfarin ár fer þó án efa að nálg- ast Islandsmet. Stúlkurnar hafa ekki tapað leik í 4 ár og virðast ekki vera á leiðinni að tapa lcik næstu árin, slíkur er styrkleiki liðsins. * Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundinaðurinn snjalli úr Njarðvík hefur staðið í ströngu að undan- förnu. Hann hefur keppt i mótum erlendis þótt órakaður sé. Um siðustu helgi keppti hann á mjög sterku móti í Bonn og setti Is- landsmet í 50 m baksundi, synti vegalengdina á 26,55 sek. og varð í 9. sæti. Eðvarð lenti í 8. sæti í 100 m baksundi á 56,87 sek. og síðan varð hann 11. i 200 m bak- sundi á 2:04,05 mín. * Reynismenn töpuðu fyrir Skagamönnum í 1. dcild körfu- boltans í Sandgerði sl. föstudag. Lokatölur urðu 49:55. * Félagar í Skíðafélagi Suð- urnesja ætla að hittast á mánu- daginn kemur. Ekki þó til að skella sér i Bláfjöllin heldur til að halda aðalfund i Holtaskóla, sem hefst kl. 21. * Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn fyrir skömmu. Halldór Ingvason var endurkjörinn formaður. Grind- víkingar ætla sér stóra hluti á komandi sumri en völlur þeirra við Húsatóftir þykir mjög skcmmtilegur. Afkoma síðasta árs var mjög góð hjá klúbbnum. * Ekkert var leikið í 2. og 3. deild handboltans um sl. helgi. Njarðvíkingar slógu þó ekki slöku við og léku æfingaleik við 1. deild- arlið Breiðabliks. Njarðvíkingar komu á óvart og gerðu jafntefli við Evrópuliðið 30:30. Hin aldna íþróttakempa úr Garðinum, Jóhann Jónsson, stökk 6,27 m í þrístökki án at- rennu á innanhússmóti Víðis, sem haldið var fyrir skömmu í Garðinum. Með stökki þessu bætti hann eldra íslandsmet sitt í greininni um 46 cm. Jóhann keppti í 65 ára aldursflokki, en hann verður sjötugur í septem- ber. Jóhann á sjö önnur Islands- met í 65 ára aldursflokki og eru þau þessi: Spjótkast 30,94 m, kringlukast 31,66 m, 100 m hlaup 16,0 sek., langstökk með atrennu 8,18 m, þróstökk með atrennu 8,48 m, kúluvarp utan- húss 8,93 m og kúluvarp innan- húss 9,20 m. Jóhann nrun keppa á móti 12. rnars í Baldurshaga i Reykjavík, og þá mun hann einnig keppa á móti í Danmörku í september í sumar. ÍBK - UMFN [ KEFLAVlK: Orslitaleikur um efsta sæti úrvalsdeildar í kvöld - Njarðvíkingar unnu íyrri leikinn með 11 stiga mun. - Eru Keflvíkingar að komast á skrið? Það verður fjör á fjölum Iþróttahúss Keflavíkur í kvöld en þá leiða saman hesta sína ÍBK og UMFN í seinni umferð undankeppni Úrvalsdeildar körfuboltans. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn með 11 stiga mun og mega þeir því tapa leiknum ef munurinn verður minni en það til að halda efsta sætinu. Þá gerum við ráð fyrir því að engin óvænt úrslit verði gegn öðrum liðum í þeim leikj- um sem eftir eru. En þannig er að í úrslitakeppninni ieika sam- an liðið í 1. sæti og liðið í 4. sæti og svo liðin í 2. og 3. sæti. Leikurinn í kvöld Það er ljóst að það verður hart barist í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld og troðfullt hús áhorfenda. Eftir slæmt gengi IBK í kringum áramót, m.a. tvö töp fyrir UMFN í bik- arnum, virðist liðið vera að smella saman á ný og er því til alls líklegt. UMFN hefur leik- ið létta leiki undanfarið gegn lakari liðum deildarinnar en fær nú aftur verðugan and- stæðing. Keflvíkingar leika nú gegn fullskipuðu Njarðvíkur- liði að undanskildum Sturlu Örlygssyni sem er meiddur en í síðari bikarleiknum var liann og Valurstórskytta Ingimund- arson báðir fjarri góðu gamni. En þá sýndu Njarðvíkingar hvers vegna þeir eru íslands- og bikarmeistarar. Með ótrú- legri baráttu og seiglu tókst þeim að sigra ÍBK þrátt fyrir þessi skakkaföll. Kominn tími til að vinna þá „Ef við náum sömu baráttu og í síðustu leikjum þá er ég bjartsýnn á leikinn við Njarð- víkinga. Það er kominn tími til að við vinnum þá,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði IBK um leikinn i kvöld. Megum ekki tapa „Þetta er mjög mikilvægur leikur upp á fyrsta sætið í deildinni að gera. Eg á von á því að Keflvíkingar verði mjög erfiðir, en þeir verða að leika vel til að vinna upp 11 stiga mun síðan úr síðasta leik því við ætlum okkurekkert annað en sigur í leiknum og deild- inni,“ sagði Valur Ingimund- arson, þjálfari og leikmaður UMFN. Fullt hús? Þá er ekki annað eftir en að hvetja Suðurnesjamenn til að fjölmenna á leikinn sem hefst Kvennakarfa: UMFN glopraði unnum sigri „Við vorum með unnin leik í höndunum en glopruðum honum niður á síðustu mínútunum", sagði Sigríður Guðbjörnsdóttir, leikmaður með 1. deildarliði UMFN, sem tapaði fyrir I laukum í Njarðvík á föstudagskvöldið, 42:43. Haukastúlkurnar skoruðu sigurkörfuna örfáum sekúndum fyrir Igikslok. UMFN var með lorystu mest allan leikinn, mest 8 stig, og voru yhr í leikhléi 19:16. A lokamínút- unum gekk ekkert upp hjá þeim og Haukadömurnar sigu framúr og skoruðu sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Sigríður skoraði mest hjá UMFN, 16 stig, Þórdís var með 9 stig og Þórunn 5. ÍBK vann efsta liðið Möguleikar ÍBK stúlkna á íslandsmeistaratitlinum í körfuknattlcik jukust er þær unnu helsta kcppinaut sinn, IR, í Keflavík á laugardaginn 62:58 eftir að hafa leitt í leik- hléi 34:30. Leikurinn var allan tím- ann mjög jafn en ÍBK hafði þó yfirleitt frumkvæðið. Þeg- ar komið var yfir miðbik seinni hálfleiks náði ÍBK 8 stiga forskoti og þrátt fyrir mikla baráttu hjá ÍR-stúlk- unum tókst þeim ekki að vinna þann mun upp nema til helmings. Keflavíkur- stúlkurnar léku skynsamlega og uppskáru eftir því. Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir voru at- kvæðamestar og skoruðu 22 og 21 stig. Allt stefnir í hrein- an úrslitaleik þessara liða um titilinn en það verður jafn- framt síðasti leikurinn í deildinni. kl. 20 í kvöld og það er vissara að mæta snemma. 30 innbyrðis leikir Svona til gamans tókum við saman úrslit leikja í innbyrðis viðureignum þessara liða frá því ÍBK komst í úrvalsdeild 1982. Þeir eru 30 talsins ogeru úr Islandsmótum, bikar- keppni og Reykjanesmót- um. UMFN hefur unnið 21 sinni en IBK hefur unnið 9 leiki, þaraf 5 leiki árið 1982 sem er besta ár Keflvíkinga í úrvalsdeildinni til þessa. Þess ber einnig að geta að þeir léku í 1. deild tímabil- ið 1984-85. Stigaskor í leikjunum er þannig að Njarðvíkingar hafa skorað 2390 stig en Keflvíkingar 2205, munurinn er 185 stig sem gerir rétt rúmlega 6 stiga mun i leik. Það sýnir best hve leikir liðanna hafa verið jafnir. Valur með 628 stig Valur Ingimundarson hefur leikið 28 af þessum 30 leikjum. Hann hefur skorað hvorki meira né minna en 628 stig, sem er rúmlega 22 stig að meðal- tali í leik. Minnst hefur hann skorað 5 stig en mest 44 stig í einum Ieik. Jón Kr. Gíslason kemur næstur með 417 stig sem gerir 13,9 stig að meðaltali í leik en Jón Kr. hefur einn leik- manna ÍBK og UMFN leikið alla þessa 30 leiki. ii „Stefnum á bikarúrslitin - segir Eyjólfur Guðlaugsson, Grindvíkingur Það koni á daginn, eins og Gunn- ar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK, sagði fvrir leikinn gegn UMFG í Grindavík sl. fimmtudagskvöld, að heimamenn yrðu erfiðir. Grindvík- ingar áttu alla möguleika á að sigra og höfðu 8 stiga forskot þegar tæpar 2 mín. voru til leiksloka, 66:58. Þá kom það sér vel fyrir IBK-liðið að vera skotglaðasta liðið utan 3ja stiga línunnar, því það sem eftir var pressuðu Keflvíkingar stíft og drituðu svo fyrir utan línuna á körf- una. IBK tókst hið ótrúlega, með tveimur 3ja stiga körfum Jóns Kr. og einni körfu frá Magnúsi Guð- finns, að jafna leikinn, 66:66, og knýja fram frandengingu. Þar var aldrei vafi hvort liðið var betra. Grindvíkingar voru „búnir“ og skoruðu aðeins 3 stig i franilcng- ingunni gegn 7 Keflyíkinga. Loka- tölur urðu því 69:73. í leikhléi leiddi UMFG 32:30. „Menn hættu að trúa því að það væri hægt að vinna Keflvíkinga. Við héldum ekki haus og færðum IBK stigin á silfurfati. Þaðerótrú- legt að tapa svona leik eftir að vera búnir að spila eins og herforingjar allan leikinn og vera betra liðið“. sagði Eyjólfur Guðlaugsson, Grindvíkingur, eftir leikinn. „Við hefðum átt góða möguleika á að komast i úrslitakeppnina ef við hefðum sigrað ÍBK. Nú þurfum við að treysta á önnur lið ef það á að takast. Annars þurfum við ekki að vera svartsýnir, þetta hefur gengið vonum framar í vetur og bikarinn er eftir. Við ætlum okkur í úrslit þar, það er engin spurn- ing“, sagði Eyjólfur. Já, það var mikill darraðardans í Grindavík og mikið fjör. Heima- menn sýndu það og sönnuðu að þeir eru komnir I flokk betri liða i deildinni, - og eru komnir til að vera I úrvalsdeildinni. Leikmenn liðanna voru jafnir aðgetu, enginn skaraði verulega framúr að þessu sinni. Þó ber að geta þáttar Jóns Kr. í lokin. Þarna sýndi hann hvað hann getur þegar mikið ríður á og viljinn er fyrir hendi. Axel Nikulásson var stigahæst- ur Keflvíkingaoger óðum aðnálg- ast sitt gamla góða lorm. Hann skoraði 17 stig, Sigurður I. 13 og Jón Kr. 11 komu næstir. Jón Páll skoraði mest hjá UMFG, 16 stig, Guðmundur Braga 14, Eyjólfurog Rúnar Arna voru með 11 stig.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.